Vilja grafa dýpra inn í Ingólfsfjall

Að mati Fossvéla hafa mestu áhrif efnistöku úr Ingólfsfjalli þegar komið fram og íbúar og vegfarendur muni ekki verða varir við að raskað svæði stækki, „það einfaldlega færist lengra inn í fjallið,“ segir í nýrri frummatsskýrslu.

Þórustaðanáma í Ingólfsfjalli hefur verið starfrækt frá því á sjötta áratug síðustu aldar.
Þórustaðanáma í Ingólfsfjalli hefur verið starfrækt frá því á sjötta áratug síðustu aldar.
Auglýsing

Foss­vélar hyggj­ast vinna allt að 27,5 millj­ónir rúmmetra af efni til við­bótar úr Ing­ólfs­fjalli í Ölf­usi. Þóru­staða­náma hefur verið starf­rækt­ frá árinu 1957. Fyr­ir­hugað efn­is­töku­svæði er í sunn­an­verðu fjall­inu og er um að ræða áfram­hald­andi efn­is­töku innan þess svæðis sem nýtt hefur ver­ið. Svæð­in­u hefur því þegar verið raskað  að frá­töld­u ­fyr­ir­hug­uðu efn­is­töku­svæði efst á fjall­inu. Heild­ar­stærð efn­is­töku­svæð­is­ins að vinnslu lok­inni yrði að mati Foss­véla 42,5 hekt­ar­ar.

Ing­ólfs­fjall er hlíða­bratt móbergs­fjall með hraun­lögum inn á milli, einkum að neðan og í kolli. Hraun­lögin efst í koll­inum mynda bergstál eða hamra á þrjá vegu. Fjallið varð til um miðja ísöld og var sjáv­ar­höfði í lok ís­aldar þegar sjáv­ar­staða var sem hæst.

Auglýsing

Í nýfram­lagðri frum­mats­skýrslu um umhverf­is­á­hrif á­fram­hald­andi efn­is­töku kemur fram að svæðið er hvorki frið­lýst né á nátt­úru­minja­skrá. Jafn­framt er ekki um að ræða jarð­mynd­anir sem njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Sú jarð­myndun sem mest gildi hefur er grár mjög sér­stakur kletta­múli, Silf­ur­berg, sem skagar suður úr vest­ur­horn­i fjalls­ins. Jarð­mynd­unin er úr móbergi með ljósum holu­fyll­ingum sem aðal­lega eru ­geisla­steina­út­fell­ing­ar. Silf­ur­berg er utan áhrifa­svæðis fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Vinnsla efnis úr Þóru­staða­námu hefur staðið yfir ára­tug­um ­saman og mikið efni hefur því verið tekið það­an. Í frum­mats­skýrsl­unni segir að  reynslan hafi sýnt að stað­setn­ing námunnar sé mjög hentug með til­liti til nálægðar við byggð­ar­lög í örum vexti og í nálægð við Suð­ur­lands­veg. „Mik­il­vægt er að fá efni sem ekki þarf að flytja lang­ar ­vega­lengd­ir, fá efni sem unnið er úr námu með til­skilin leyfi og að haga efn­is­tök­unni á þann hátt að sem minnst áhrif verði á umhverf­ið.“

Í skýrsl­unni er bent á að stór­fram­kvæmdir séu fyr­ir­hug­aðar í ná­grenni námunnar á næst­unni, m.a. tvö­földun Suð­ur­lands­vegar og ný brú yfir­ Ölf­usá.

Séð frá Þórustöðum. á efri myndinni er núverandi ásýnd og á þeirri neðri sést hvernig ásýnd Ingólfsfjalls verður er efnistakan verður vel komin á veg. Þetta er sjónarhornið sem að vegfarendur á Suðurlandsvegi sjá og hefur hvað mest sjónræn áhrif. Myndir: Frumatsskýrsla

Efn­istaka, líkt og orðið gefur til kynna, felur í sér að jarð­efni eru tekin og flutt ann­að. Þau jarð­efni sem eru inn­an­ efn­is­töku­svæð­is­ins munu því hverfa að hluta og eftir verður geil í suð­ur­hlíð Ing­ólfs­fjalls. Á þetta við bæði um móberg­ið, sem er uppi­staðan í fjall­inu, sem og grá­grýtið á toppi fjalls­ins. Jarð­efni verða flutt á brott og eru beinu áhrif­in því var­an­leg og óaft­ur­kræf.

Ing­ólfs­fjall er áber­andi fjall sem gnæfir yfir flat­lend­inu og sker sig frá fjall­lend­inu í Grafn­ingi í norðri og vestri þar sem það skagar ­lengra til suð­urs út á flat­lend­ið. Brattar hlíðar fjalls­ins til suð­urs, vest­ur­s og aust­urs skapar skörp skil á milli fjall­lend­is­ins og lág­lend­is­ins sem umlyk­ur­ það. Þóru­staða­náma er sýni­leg víða að frá svæðum sunnan við hana. Áhrif á lands­lag gætir nú þeg­ar, þar sem efn­istaka hefur verið á svæð­inu síðust­u ára­tugi. Einnig hafa verið gerðar slóðir og vegir um svæðið og háspennu­lína liggur fram hjá námunni, segir í frum­mats­skýrsl­unni.

Áforma efn­is­töku úr fjall­stoppi

Að mati Foss­véla hafa mestu áhrif efn­is­tök­unnar þegar kom­ið fram og munu íbúar og veg­far­endur ekki verða varir við að rask­svæði námunn­ar ­stækki, „það ein­fald­lega fær­ist lengra inn í fjall­ið,“ segir í skýrsl­unni. „Óraskað ­svæði á toppi fjalls­ins sem raskast verður fyrir nei­kvæðum sjón­rænum áhrifum en mjög fáir eru á ferli þar uppi og eru sjón­ræn áhrif þess rasks því tak­mörk­uð.“

Þá segir að fyrst um sinn eftir að efn­is­töku lýkur verð­i á­ferð efn­is­töku­svæð­is­ins frá­brugðin öðrum hlutum fjalls­hlíð­ar­inn­ar, „en með tíð og tíma munu vatn, vindar og jarð­skjálftar veðra og móta hlíð­ina og gefa henn­i ­nátt­úru­lega áferð og yfir­bragð. Það er þó langur tími þar til að efn­is­töku verður lokið og þangað til verða aug­ljós ummerki af efn­is­töku í Þóru­staða­námu eins og verið hef­ur. Þegar horft er til þess­ara atriða eru áhrif áfram­hald­and­i efn­is­töku í Þóru­staða­námu á lands­lag og ásýnd metin tals­vert nei­kvæð“.

Auglýsing

Ferða­menn og veg­far­endur á svæð­inu sem helst verða fyr­ir­ á­hrifum frá Þóru­staða­námu er göngu­fólk sem gengur upp á Ing­ólfs­fjall um ­Djúpa­dal, skammt austan Þóru­staða­námu, og svo veg­far­endur sem stoppa á án­ing­ar­stað Vega­gerð­ar­innar við Kög­un­ar­hól.

Göngu­leið upp á Ing­ólfs­fjall er um Djúpa­dal, rétt austan við Þóru­staða­námu. Á  göngu­leiða­kort­i ­Ferða­fé­lags Árnes­inga, þar sem merktar eru átta mis­mun­andi göngu­leiðir upp á fjall­ið, er göngu­leið um Djúpa­dal þar á með­al. Göngu­leiðin er sögð um 1,1 km ­upp á fjalls­brún og er flokkuð sem erfið göngu­leið. „Efn­istaka í Þóru­staða­námu hefur ekki hamlað upp­göngu um Djúpa­dal hingað til og að mati fram­kvæmda­að­ila hefur umferð göngu­fólks og starf­semi Foss­véla á svæð­inu farið saman án þess að hafa áhrif hvor á aðra. Engin stækkun er fyr­ir­huguð á athafna­svæði námunnar í átt að Djúpa­dal. Núver­andi göngu­leið upp Ing­ólfs­fjall um Djúpa­dal verður því áfram opin og öllum aðgengi­leg,“ segir í frum­mats­skýrsl­unni.

Ingólfsfjall séð frá Selfossi. Mynd: Frumatsskýrsla

Nið­ur­staða mats­ins er að heild­ar­á­hrif fram­kvæmd­ar­innar verð­i ó­veru­leg. Í því felst að áhrif fram­kvæmd­ar­innar eru minni­háttar frá því sem nú er, með til­liti til umfangs svæð­is­ins og við­kvæmni þess fyrir breyt­ing­um, ásam­t þeim litla fjölda fólks sem verður fyrir beinum áhrif­um. Náman er sýni­leg frá­ stóru svæði en umfang þeirra áhrifa munu aukast óveru­lega við áfram­hald­and­i nýt­ingu, að mati fram­kvæmda­að­ila. Bein áhrif eru metin stað­bundin en sjón­ræn á­hrif ná til mun stærra svæð­is.

Allir geta kynnt sér frum­mats­skýrsl­una og lagt fram ­at­huga­semd­ir. Athuga­semdir skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 4. júní 2020 til Skipu­lags­stofn­unar eða með tölvu­pósti á skipu­lag@­skipu­lag.­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent