Íslendingar geta legið yfir fótbolta um helgina

Þýska Bundesligan í fótbolta hefst á laugardag eftir hlé vegna heimsfaraldursins. Streymisveitan Viaplay, sem hefur sýningarréttinn að Bundesligunni, byrjar að bjóða upp á íþróttapakkann sinn á Íslandi á morgun.

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg í Þýskalandi.
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg í Þýskalandi.
Auglýsing

Þýska knatt­spyrn­an, Bundeslig­an, mun hefj­ast að nýju á laug­ar­dag. Deildin verður þannig fyrst allra stóru deild­anna í Evr­ópu til þess að reyna að ljúka tíma­bil­inu, sem hefur verið í pásu frá því snemma í mars­mán­uði vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Íslend­ingar munu geta fylgst með, en nor­ræna streym­isveitan Viaplay er með sýn­ing­ar­rétt­inn að þýska bolt­anum á Íslandi og ætlar að byrja að bjóða upp á íþrótta­pakk­ann sinn á Íslandi frá og með morg­un­deg­in­um. Pakk­inn mun kosta 1.599 krónur á mán­uði.

Steym­isveitan hóf að bjóða upp á þjón­ustu sína á Íslandi 1. apríl síð­ast­lið­inn, en hefur til þessa ein­ungis boðið upp á þátta­ser­í­ur, kvik­myndir og barna­efni, enda íþrótt­irnar nær all­staðar í dvala vegna heims­far­ald­urs­ins. 

Auglýsing

„Það verður frá­bært að fá fót­bolt­ann aftur í gang og gaman að geta loks boðið Íslend­ingum upp á eitt­hvað af þeim stór­kost­legu íþróttum sem NENT Group hefur tryggt sér útsend­inga­rétt­inn að. Auk Bundeslig­unnar geta Íslend­ingar einnig horft á NASCAR-­kappakst­ur­inn á sunnu­dag­inn og von­andi einnig For­múlu 1 og Bundeslig­u-hand­bolt­ann fljót­lega,“ er haft eftir Kim Mikk­el­sen, yfir­manni íþrótta­sviðs NENT, í frétta­til­kynn­ingu.

Í til­kynn­ing­unni frá Viaplay segir að allir leikir efstu deildar verði sýndir og einnig valdir leikir í næstefstu deild þýska fót­bolt­ans. ­Fyrstu þrjár viður­eign­irnar um helg­ina verða sýndar með íslenskum álits­gjöf­um, en aðrir leikir með enskum álits­gjöf­um.

Hvað íþróttir varðar er Viaplay að verða risi á nor­rænum sjón­varps­mark­aði og hefur til dæmis tryggt sér sýn­ing­­ar­rétt­inn á enska bolt­­anum í Nor­egi, Dan­­mörku, Sví­­þjóð og Finn­landi frá 2022-2028, auk þess að vera með sýn­ing­­ar­rétt­inn á Meist­­ara­­deild Evr­­ópu á ein­staka mörk­uðum nú þeg­ar.

And­ers Jen­sen, for­seti og fram­kvæmda­stjóri sam­stæð­unnar sem rekur streym­isveit­una, ræddi við Kjarn­ann í lok mars og vildi þá ekki stað­festa hvort fyr­ir­tækið ætl­aði sér að sækj­ast eftir sýn­ing­ar­rétti á þessum vörum hér á landi í fram­tíð­inni, en bætti við að sagan hefði sýnt að Viaplay hefði verið í sókn­ar­hug gagn­vart þessum vörum á öðrum nor­rænum mörk­uð­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent