Íslendingar geta legið yfir fótbolta um helgina

Þýska Bundesligan í fótbolta hefst á laugardag eftir hlé vegna heimsfaraldursins. Streymisveitan Viaplay, sem hefur sýningarréttinn að Bundesligunni, byrjar að bjóða upp á íþróttapakkann sinn á Íslandi á morgun.

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg í Þýskalandi.
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg í Þýskalandi.
Auglýsing

Þýska knatt­spyrn­an, Bundeslig­an, mun hefj­ast að nýju á laug­ar­dag. Deildin verður þannig fyrst allra stóru deild­anna í Evr­ópu til þess að reyna að ljúka tíma­bil­inu, sem hefur verið í pásu frá því snemma í mars­mán­uði vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Íslend­ingar munu geta fylgst með, en nor­ræna streym­isveitan Viaplay er með sýn­ing­ar­rétt­inn að þýska bolt­anum á Íslandi og ætlar að byrja að bjóða upp á íþrótta­pakk­ann sinn á Íslandi frá og með morg­un­deg­in­um. Pakk­inn mun kosta 1.599 krónur á mán­uði.

Steym­isveitan hóf að bjóða upp á þjón­ustu sína á Íslandi 1. apríl síð­ast­lið­inn, en hefur til þessa ein­ungis boðið upp á þátta­ser­í­ur, kvik­myndir og barna­efni, enda íþrótt­irnar nær all­staðar í dvala vegna heims­far­ald­urs­ins. 

Auglýsing

„Það verður frá­bært að fá fót­bolt­ann aftur í gang og gaman að geta loks boðið Íslend­ingum upp á eitt­hvað af þeim stór­kost­legu íþróttum sem NENT Group hefur tryggt sér útsend­inga­rétt­inn að. Auk Bundeslig­unnar geta Íslend­ingar einnig horft á NASCAR-­kappakst­ur­inn á sunnu­dag­inn og von­andi einnig For­múlu 1 og Bundeslig­u-hand­bolt­ann fljót­lega,“ er haft eftir Kim Mikk­el­sen, yfir­manni íþrótta­sviðs NENT, í frétta­til­kynn­ingu.

Í til­kynn­ing­unni frá Viaplay segir að allir leikir efstu deildar verði sýndir og einnig valdir leikir í næstefstu deild þýska fót­bolt­ans. ­Fyrstu þrjár viður­eign­irnar um helg­ina verða sýndar með íslenskum álits­gjöf­um, en aðrir leikir með enskum álits­gjöf­um.

Hvað íþróttir varðar er Viaplay að verða risi á nor­rænum sjón­varps­mark­aði og hefur til dæmis tryggt sér sýn­ing­­ar­rétt­inn á enska bolt­­anum í Nor­egi, Dan­­mörku, Sví­­þjóð og Finn­landi frá 2022-2028, auk þess að vera með sýn­ing­­ar­rétt­inn á Meist­­ara­­deild Evr­­ópu á ein­staka mörk­uðum nú þeg­ar.

And­ers Jen­sen, for­seti og fram­kvæmda­stjóri sam­stæð­unnar sem rekur streym­isveit­una, ræddi við Kjarn­ann í lok mars og vildi þá ekki stað­festa hvort fyr­ir­tækið ætl­aði sér að sækj­ast eftir sýn­ing­ar­rétti á þessum vörum hér á landi í fram­tíð­inni, en bætti við að sagan hefði sýnt að Viaplay hefði verið í sókn­ar­hug gagn­vart þessum vörum á öðrum nor­rænum mörk­uð­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent