Samherji endurgreiðir hlutabótagreiðslur í ríkissjóð

Samherji ákvað að setja starfsmenn í tveimur félögum í eigu samstæðunnar á hlutabætur. Nú hefur hún ákveðið að skila þeim fjármunum í ríkissjóð vegna þess að „veiðar, vinnsla og sala hafa gengið betur en menn þorðu að vona“.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­ris­inn Sam­herji hefur ákveðið að end­ur­greiða rík­is­sjóði hluta­bætur sem greiddar voru greiddar til starfs­manna tveggja dótt­ur­fé­laga sam­stæð­unn­ar, Sam­herja Íslands og Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga. 

Kjarn­inn greindi frá því 10. apríl að Sam­herjasam­stæð­an, sem er stærsta sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins sem átti 111 millj­­arða króna í eigið fé í lok árs 2018, hefði sett starfs­­menn í fisk­vinnslum Sam­herja og dótt­­ur­­fé­lags­ins Útgerð­­ar­­fé­lags Akur­eyr­inga á hluta­­bóta­­leið­ina. 

Í til­kynn­ingu á vef Sam­herja segir að fyr­ir­tækin Sam­herji Ísland og Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyrar hafi þurft að minnka starfs­hlut­fall starfs­manna í vinnslu á Akur­eyri og á Dal­vík eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn hófst og voru þessir starfs­menn um tíma í 50 pró­sent starfi. Breytt starfs­hlut­fall hafi meðal ann­ars til komið vegna krafna stjórn­valda um sótt­varnir en mark­miðið hafi verið að minnka líkur á að smit bær­ist á milli fólks og tryggja að starfs­fólk gæti unnið í sem mestu örygg­i. 

Auglýsing
Stjórnendur Sam­herja Íslands og Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyrar hafi talið „sjálf­sagt að nýta hluta­starfa­leið­ina þar sem um var að ræða lög­bundið úrræði stjórn­valda. Það var svo talið jafn eðli­legt að láta fyr­ir­tækin sjálf bera kostn­að­inn, af þeirri röskun sem varð á starf­semi þeirra, þegar ljóst var að rekst­ur­inn gekk betur en útlit var fyrir í upp­hafi far­ald­urs­ins“.

Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, segir að betur hafi tek­ist að vinna úr þeirri stöðu sem var uppi í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins en útlit var fyrir í byrj­un. „Veið­ar, vinnsla og sala hafa gengið betur en menn þorðu að vona. Af þeim sökum hafa þessi fyr­ir­tæki ákveðið að nýta ekki hluta­bóta­leið­ina og greiða starfs­fólki að fullu. Félögin munu því bera allan kostnað sem féll til vegna trufl­unar á starf­sem­inni í þágu sótt­varna.“

Mikil reiði í sam­fé­lag­inu

Sam­herji bæt­ist þar með í hóp fjöl­margra ann­arra stöndugra fyr­ir­tækja sem ákváðu að setja starfs­menn á hluta­bætur en hafa ákveðið að annað hvort end­ur­greiða þær eða í það minnsta hætta að láta starfs­menn sína þiggja þær. Á meðal fyr­ir­tækja sem tekið hafa þá ákvörðun eru Skelj­ung­ur, Hag­ar, Fest­i,  Origo, Brim og Öss­ur. 

Mikil reiði greip um sig í sam­fé­lag­inu í síð­ustu viku þegar opin­berað var að fyr­ir­tæki sem sum hver eru rekin með miklum hagn­aði, eiga mikið eigið fé, ætla að greiða arð eða eru með virkar áætl­anir um end­ur­kaup á eigin bréfum hefðu nýtt hluta­bóta­leið­ina. 

­For­yst­u­­fólk rík­­is­­stjórn­­­ar­innar lýsti því meðal ann­ars yfir að það væri veru­lega óánægt með þessa stöðu og að rétt­­ast væri að gagn­­sæi ríkti um hvaða fyr­ir­tæki hefðu nýtt sér þetta úrræði stjórn­­­valda um að semja við starfs­­fólk um minnkað starfs­hlut­­fall.

Fyrr í dag var greint frá því að Per­­són­u­vernd telji ekk­ert í lögum um per­­són­u­vernd og vinnslu per­­són­u­­upp­­lýs­inga sem komi í veg fyrir að Vinn­u­­mála­­stofnun birti eða afhendi upp­­lýs­ingar um það hvaða fyr­ir­tæki hafa nýtt sér hluta­­bóta­­leið­ina svoköll­uð­u. 

Per­­són­u­vernd tekur þó ekki afstöðu til þess hvort birt­ing þess­­ara upp­­lýs­inga sé lög­­­mæt, þar sem beiðni um birt­ingu þurfi að skoð­­ast í ljósi upp­­lýs­inga­laga. Þetta kemur fram í svari Per­­són­u­verndar til Vinn­u­­mála­­stofn­unar vegna bréfs sem Vinn­u­­mála­­stofnun sendi á dög­un­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent