Samherji endurgreiðir hlutabótagreiðslur í ríkissjóð

Samherji ákvað að setja starfsmenn í tveimur félögum í eigu samstæðunnar á hlutabætur. Nú hefur hún ákveðið að skila þeim fjármunum í ríkissjóð vegna þess að „veiðar, vinnsla og sala hafa gengið betur en menn þorðu að vona“.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Auglýsing

Sjávarútvegsrisinn Samherji hefur ákveðið að endurgreiða ríkissjóði hlutabætur sem greiddar voru greiddar til starfsmanna tveggja dótturfélaga samstæðunnar, Samherja Íslands og Útgerðarfélags Akureyringa. 

Kjarn­inn greindi frá því 10. apríl að Sam­herjasamstæðan, sem er stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins sem átti 111 millj­arða króna í eigið fé í lok árs 2018, hefði sett starfs­menn í fisk­vinnslum Sam­herja og dótt­ur­fé­lags­ins Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga á hluta­bóta­leið­ina. 

Í tilkynningu á vef Samherja segir að fyrirtækin Samherji Ísland og Útgerðarfélag Akureyrar hafi þurft að minnka starfshlutfall starfsmanna í vinnslu á Akureyri og á Dalvík eftir að COVID-19 faraldurinn hófst og voru þessir starfsmenn um tíma í 50 prósent starfi. Breytt starfshlutfall hafi meðal annars til komið vegna krafna stjórnvalda um sóttvarnir en markmiðið hafi verið að minnka líkur á að smit bærist á milli fólks og tryggja að starfsfólk gæti unnið í sem mestu öryggi. 

Auglýsing
Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélags Akureyrar hafi talið „sjálfsagt að nýta hlutastarfaleiðina þar sem um var að ræða lögbundið úrræði stjórnvalda. Það var svo talið jafn eðlilegt að láta fyrirtækin sjálf bera kostnaðinn, af þeirri röskun sem varð á starfsemi þeirra, þegar ljóst var að reksturinn gekk betur en útlit var fyrir í upphafi faraldursins“.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir að betur hafi tekist að vinna úr þeirri stöðu sem var uppi í kjölfar heimsfaraldursins en útlit var fyrir í byrjun. „Veiðar, vinnsla og sala hafa gengið betur en menn þorðu að vona. Af þeim sökum hafa þessi fyrirtæki ákveðið að nýta ekki hlutabótaleiðina og greiða starfsfólki að fullu. Félögin munu því bera allan kostnað sem féll til vegna truflunar á starfseminni í þágu sóttvarna.“

Mikil reiði í samfélaginu

Samherji bætist þar með í hóp fjölmargra annarra stöndugra fyrirtækja sem ákváðu að setja starfsmenn á hlutabætur en hafa ákveðið að annað hvort endurgreiða þær eða í það minnsta hætta að láta starfsmenn sína þiggja þær. Á meðal fyrirtækja sem tekið hafa þá ákvörðun eru Skeljungur, Hagar, Festi,  Origo, Brim og Össur. 

Mikil reiði greip um sig í samfélaginu í síðustu viku þegar opinberað var að fyrirtæki sem sum hver eru rekin með miklum hagnaði, eiga mikið eigið fé, ætla að greiða arð eða eru með virkar áætlanir um endurkaup á eigin bréfum hefðu nýtt hlutabótaleiðina. 

For­ystu­fólk rík­is­stjórn­ar­innar lýsti því meðal annars yfir að það væri verulega óánægt með þessa stöðu og að rétt­ast væri að gagn­sæi ríkti um hvaða fyr­ir­tæki hefðu nýtt sér þetta úrræði stjórn­valda um að semja við starfs­fólk um minnkað starfs­hlut­fall.

Fyrr í dag var greint frá því að Per­sónu­vernd telji ekk­ert í lögum um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga sem komi í veg fyrir að Vinnu­mála­stofnun birti eða afhendi upp­lýs­ingar um það hvaða fyr­ir­tæki hafa nýtt sér hluta­bóta­leið­ina svoköll­uð­u. 

Per­sónu­vernd tekur þó ekki afstöðu til þess hvort birt­ing þess­ara upp­lýs­inga sé lög­mæt, þar sem beiðni um birt­ingu þurfi að skoð­ast í ljósi upp­lýs­inga­laga. Þetta kemur fram í svari Per­sónu­verndar til Vinnu­mála­stofn­unar vegna bréfs sem Vinnu­mála­stofnun sendi á dög­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent