Atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara er komið upp í 16 prósent

Atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara hér á landi er komið upp í um 16 prósent. Þá eru ótaldir þeir erlendu ríkisborgarar sem verið hafa í minnkuðu starfshlutfalli undanfarið, en þeir eru á níunda þúsund.

Frá Seljalandsfossi. Þrjátíu og sjö prósent allra starfsmanna sem nýttu hlutabótaúrræð stjórnvalda í apríl starfa í ferðaþjónustu.
Frá Seljalandsfossi. Þrjátíu og sjö prósent allra starfsmanna sem nýttu hlutabótaúrræð stjórnvalda í apríl starfa í ferðaþjónustu.
Auglýsing

Alls voru rúm­lega 5.700 erlendir rík­is­borg­arar á atvinnu­leys­is­skrá í apríl og hefur fjöldi þeirra tvö­fald­ast miðað við sama mánuð í fyrra. Atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi er nú um 16 pró­sent, og þá er ekki tal­inn með sá fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem nú eru í minnk­uðu starfs­hlut­falli vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á atvinnu­líf­ið.

Sá fjöldi er á níunda þús­und, en erlendir rík­is­borg­arar voru um fjórð­ungur þeirra nærri 34 þús­und ein­stak­linga sem nýttu hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda í apr­íl, sam­kvæmt skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um stöðu og horfur á vinnu­mark­aði, sem birt var á föstu­dag.

Heild­ar­at­vinnu­leysi í apríl var 17,8 pró­sent sam­an­lagt, en þar af var 7,5 pró­senta almennt atvinnu­leysi og 10,3 pró­sent voru í minnk­uðu starfs­hlut­fall­i. Lang­flestir þeirra sem skráðir voru í minnkað starfs­hlut­fall voru skráðir í það allan mán­uð­inn og að með­al­tali var bóta­hlut­fallið 59,6 pró­sent.

Auglýsing

Þeir sem voru á hluta­bóta­leið­inni voru því að með­al­tali í rösk­lega 40 pró­sent starfs­hlut­falli hjá sínum vinnu­veit­end­um, en alls fóru um 20.500 manns niður í 25 pró­sent starf og 7.500 manns í 50 pró­sent starf.

Lítið er orðið um nýskrán­ingar í hluta­bóta­úr­ræðið og 15. maí höfðu um 7.500 manns af þeim nærri 34 þús­und sem voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli ýmist farið til baka í fyrra starfs­hlut­fall eða verið sagt upp störf­um. Vinnu­mála­stofnun áætlar að svipað margir hafi farið hvora leið.

Atvinnu­leysi eykst hlut­falls­lega mest meðal ungs fólks

Í skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar sést að hlut­fall ungs fólks sem sótti um hluta­bóta­úr­ræðið er hærri en hlutur þeirra á vinnu­mark­aði segir til um, en 27 pró­sent allra þeirra sem nýttu sér hluta­bóta­úr­ræðið voru á aldr­inum 18-29 ára og 26 pró­sent voru í næsta ald­urs­hóp þar fyrir ofan, 30-39 ára. Rúmur helm­ingur allra sem nýttu úrræðið í apríl voru því undir fer­tugu.

Fjölgun hefð­bund­inna atvinnu­leit­enda frá mars og þar til í apríl var einnig mest í yngsta ald­urs­hópn­um, 18-24 ára. Alls voru 2.256 ein­stak­lingar á þeim aldri án vinnu í lok apríl og fjölg­aði þeim um 24 pró­sent frá því í mars. Til sam­an­burðar fjölg­aði hefð­bundnum atvinnu­leit­endum um tæp 16 pró­sent í ald­urs­hóp­unum 30-59 ára.

Bóta­hlut­fallið hæst í ferða­tengdu grein­unum

Aug­ljóst er að ferða­þjón­ustan í land­inu á erfitt upp­dráttar þessa dag­ana, enda engir ferða­menn að koma hing­að, hót­el­her­bergin eru meira og minna tóm, bíla­leigu­bíl­arnir standa óhreyfðir og við­skipta­vinum veit­inga­staða fækkar svo um mun­ar.

Áhrif þessa sjást í tölum Vinnu­mála­stofn­un­ar, en 37 pró­sent allra þeirra ein­stak­linga sem nýttu hluta­bóta­úr­ræðið í apr­íl, starfa í flugi og ferða­þjón­ustu. Bóta­hlut­fallið í þessum ferða­tengdu greinum var einnig hærra en almennt í öðrum atvinnu­grein­um.

Nánar nið­ur­brotið voru 10 pró­sent allra þeirra starfs­manna sem nýttu hluta­bóta­leið­ina í apríl í veit­inga­rekstri, 9 pró­sent í gisti­þjón­ustu og 7 pró­sent í flug­starf­semi, en 12 pró­sent í annarri ferða­tengdri starf­semi.

Um 21 pró­sent þeirra sem voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli í apríl starfa í verslun og flutn­inga­starf­semi og segir Vinnu­stofnun að þar vegi smá­sölu­verslun þyngst. 

Um 18 pró­sent þeirra sem nýtt hafa úrræðið starfa svo í iðn­aði, bygg­ing­ar­iðn­aði, sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði, um 13 pró­sent í ýmis konar þjón­ustu­starf­semi á almennum mark­aði og um 11 pró­sent starfa í menn­ing­ar- og félaga­starf­semi, opin­berum rekstri eða per­sónu­legri þjón­ustu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent