Atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara er komið upp í 16 prósent

Atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara hér á landi er komið upp í um 16 prósent. Þá eru ótaldir þeir erlendu ríkisborgarar sem verið hafa í minnkuðu starfshlutfalli undanfarið, en þeir eru á níunda þúsund.

Frá Seljalandsfossi. Þrjátíu og sjö prósent allra starfsmanna sem nýttu hlutabótaúrræð stjórnvalda í apríl starfa í ferðaþjónustu.
Frá Seljalandsfossi. Þrjátíu og sjö prósent allra starfsmanna sem nýttu hlutabótaúrræð stjórnvalda í apríl starfa í ferðaþjónustu.
Auglýsing

Alls voru rúm­lega 5.700 erlendir rík­is­borg­arar á atvinnu­leys­is­skrá í apríl og hefur fjöldi þeirra tvö­fald­ast miðað við sama mánuð í fyrra. Atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi er nú um 16 pró­sent, og þá er ekki tal­inn með sá fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem nú eru í minnk­uðu starfs­hlut­falli vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á atvinnu­líf­ið.

Sá fjöldi er á níunda þús­und, en erlendir rík­is­borg­arar voru um fjórð­ungur þeirra nærri 34 þús­und ein­stak­linga sem nýttu hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda í apr­íl, sam­kvæmt skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um stöðu og horfur á vinnu­mark­aði, sem birt var á föstu­dag.

Heild­ar­at­vinnu­leysi í apríl var 17,8 pró­sent sam­an­lagt, en þar af var 7,5 pró­senta almennt atvinnu­leysi og 10,3 pró­sent voru í minnk­uðu starfs­hlut­fall­i. Lang­flestir þeirra sem skráðir voru í minnkað starfs­hlut­fall voru skráðir í það allan mán­uð­inn og að með­al­tali var bóta­hlut­fallið 59,6 pró­sent.

Auglýsing

Þeir sem voru á hluta­bóta­leið­inni voru því að með­al­tali í rösk­lega 40 pró­sent starfs­hlut­falli hjá sínum vinnu­veit­end­um, en alls fóru um 20.500 manns niður í 25 pró­sent starf og 7.500 manns í 50 pró­sent starf.

Lítið er orðið um nýskrán­ingar í hluta­bóta­úr­ræðið og 15. maí höfðu um 7.500 manns af þeim nærri 34 þús­und sem voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli ýmist farið til baka í fyrra starfs­hlut­fall eða verið sagt upp störf­um. Vinnu­mála­stofnun áætlar að svipað margir hafi farið hvora leið.

Atvinnu­leysi eykst hlut­falls­lega mest meðal ungs fólks

Í skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar sést að hlut­fall ungs fólks sem sótti um hluta­bóta­úr­ræðið er hærri en hlutur þeirra á vinnu­mark­aði segir til um, en 27 pró­sent allra þeirra sem nýttu sér hluta­bóta­úr­ræðið voru á aldr­inum 18-29 ára og 26 pró­sent voru í næsta ald­urs­hóp þar fyrir ofan, 30-39 ára. Rúmur helm­ingur allra sem nýttu úrræðið í apríl voru því undir fer­tugu.

Fjölgun hefð­bund­inna atvinnu­leit­enda frá mars og þar til í apríl var einnig mest í yngsta ald­urs­hópn­um, 18-24 ára. Alls voru 2.256 ein­stak­lingar á þeim aldri án vinnu í lok apríl og fjölg­aði þeim um 24 pró­sent frá því í mars. Til sam­an­burðar fjölg­aði hefð­bundnum atvinnu­leit­endum um tæp 16 pró­sent í ald­urs­hóp­unum 30-59 ára.

Bóta­hlut­fallið hæst í ferða­tengdu grein­unum

Aug­ljóst er að ferða­þjón­ustan í land­inu á erfitt upp­dráttar þessa dag­ana, enda engir ferða­menn að koma hing­að, hót­el­her­bergin eru meira og minna tóm, bíla­leigu­bíl­arnir standa óhreyfðir og við­skipta­vinum veit­inga­staða fækkar svo um mun­ar.

Áhrif þessa sjást í tölum Vinnu­mála­stofn­un­ar, en 37 pró­sent allra þeirra ein­stak­linga sem nýttu hluta­bóta­úr­ræðið í apr­íl, starfa í flugi og ferða­þjón­ustu. Bóta­hlut­fallið í þessum ferða­tengdu greinum var einnig hærra en almennt í öðrum atvinnu­grein­um.

Nánar nið­ur­brotið voru 10 pró­sent allra þeirra starfs­manna sem nýttu hluta­bóta­leið­ina í apríl í veit­inga­rekstri, 9 pró­sent í gisti­þjón­ustu og 7 pró­sent í flug­starf­semi, en 12 pró­sent í annarri ferða­tengdri starf­semi.

Um 21 pró­sent þeirra sem voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli í apríl starfa í verslun og flutn­inga­starf­semi og segir Vinnu­stofnun að þar vegi smá­sölu­verslun þyngst. 

Um 18 pró­sent þeirra sem nýtt hafa úrræðið starfa svo í iðn­aði, bygg­ing­ar­iðn­aði, sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði, um 13 pró­sent í ýmis konar þjón­ustu­starf­semi á almennum mark­aði og um 11 pró­sent starfa í menn­ing­ar- og félaga­starf­semi, opin­berum rekstri eða per­sónu­legri þjón­ustu.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent