Segja bóluefnið lofa góðu – Gæti orðið aðgengilegt um áramót

Bandarískt líftæknifyrirtæki mun bráðlega hefja annað stig tilraunar á bóluefni í mönnum. Fyrirtækið segir lyfið lofa góðu og ef allt gangi að óskum verði það aðgengilegt í lok árs.

Höfuðstöðvar Moderna eru í Norwood í Massachusetts.
Höfuðstöðvar Moderna eru í Norwood í Massachusetts.
Auglýsing

Fyrsta bólu­efnið gegn COVID-19 sem prófað var á mönnum virð­ist öruggt og fram­kalla ónæmi gegn veirunni, segir í yfir­lýs­ingu banda­ríska líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Moderna. Fyrstu nið­ur­stöð­urnar eru byggðar á próf­unum á átta manns sem hófust í byrjun mars. Hver og einn fékk tvo skammta af bólu­efn­inu.

Sjálf­boða­liðar mynd­uðu allir mótefni sem var svo prófað í frumum á rann­sókn­ar­stofu og kom í veg fyrir að veiran fjölg­aði sér. Mótefnið var það sama og mynd­að­ist hjá fólki sem náði sér af COVID-19.

Í frétt New York Times segir að ferl­inu við þróun bólu­efn­is­ins hafi verið hraðað og að á næsta stigi þess, sem hefst fljót­lega, verði efnið prófað á um 600 manns. Í júlí er ráð­gert að hefja próf­anir með þús­undum þátt­tak­enda. Banda­ríska lyfja­stofn­unin gaf Moderna nýverið leyfi til að hefja næsta stig rann­sókn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Ef allt gengur að óskum gæti bólu­efnið komið á markað í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, segir Tal Zaks, yfir­læknir Moderna í við­tali við New York Times. Óvíst er enn hversu margir gætu þá fengið bólu­setn­ingu en Zaks segir að allt verði reynt til að koma því til millj­óna manna sem fyrst.

Tugir lyfja­fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og Kína eru að þróa bólu­efni gegn COVID-19. Aðferð­irnar eru ólík­ar. Sum fyr­ir­tækin nota sömu aðferð og Moderna sem felst í því að nota hluta af erfða­efni veirunnar en ekki veikl­aða veiru eins og hingað til hefur verið gert við þróun bólu­efna.

Moderna hefur einnig gert til­raunir á dýrum við þróun efn­is­ins. Mýs voru bólu­settar og þær smit­aðar af veirunni. Kom efnið í veg fyrir að veiran næði að fjölga sér í lungum þeirra.

Nokkur önnur lyfja­fyr­ir­tæki hafa hafið próf­anir bólu­efni á fólki, m.a. fjögur í Kína.

Þróun bólu­efnis er tíma­frek. Reynslan sýnir að ferlið getur tekið mörg ár. Það eitt að finna bólu­efni sem virkar er svo aðeins fyrsta skrefið því það tekur tíma að fram­leiða það – hvað þá fyrir hund­ruð millj­óna manna eins og nú þarf til.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent