Segja bóluefnið lofa góðu – Gæti orðið aðgengilegt um áramót

Bandarískt líftæknifyrirtæki mun bráðlega hefja annað stig tilraunar á bóluefni í mönnum. Fyrirtækið segir lyfið lofa góðu og ef allt gangi að óskum verði það aðgengilegt í lok árs.

Höfuðstöðvar Moderna eru í Norwood í Massachusetts.
Höfuðstöðvar Moderna eru í Norwood í Massachusetts.
Auglýsing

Fyrsta bólu­efnið gegn COVID-19 sem prófað var á mönnum virð­ist öruggt og fram­kalla ónæmi gegn veirunni, segir í yfir­lýs­ingu banda­ríska líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Moderna. Fyrstu nið­ur­stöð­urnar eru byggðar á próf­unum á átta manns sem hófust í byrjun mars. Hver og einn fékk tvo skammta af bólu­efn­inu.

Sjálf­boða­liðar mynd­uðu allir mótefni sem var svo prófað í frumum á rann­sókn­ar­stofu og kom í veg fyrir að veiran fjölg­aði sér. Mótefnið var það sama og mynd­að­ist hjá fólki sem náði sér af COVID-19.

Í frétt New York Times segir að ferl­inu við þróun bólu­efn­is­ins hafi verið hraðað og að á næsta stigi þess, sem hefst fljót­lega, verði efnið prófað á um 600 manns. Í júlí er ráð­gert að hefja próf­anir með þús­undum þátt­tak­enda. Banda­ríska lyfja­stofn­unin gaf Moderna nýverið leyfi til að hefja næsta stig rann­sókn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Ef allt gengur að óskum gæti bólu­efnið komið á markað í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, segir Tal Zaks, yfir­læknir Moderna í við­tali við New York Times. Óvíst er enn hversu margir gætu þá fengið bólu­setn­ingu en Zaks segir að allt verði reynt til að koma því til millj­óna manna sem fyrst.

Tugir lyfja­fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og Kína eru að þróa bólu­efni gegn COVID-19. Aðferð­irnar eru ólík­ar. Sum fyr­ir­tækin nota sömu aðferð og Moderna sem felst í því að nota hluta af erfða­efni veirunnar en ekki veikl­aða veiru eins og hingað til hefur verið gert við þróun bólu­efna.

Moderna hefur einnig gert til­raunir á dýrum við þróun efn­is­ins. Mýs voru bólu­settar og þær smit­aðar af veirunni. Kom efnið í veg fyrir að veiran næði að fjölga sér í lungum þeirra.

Nokkur önnur lyfja­fyr­ir­tæki hafa hafið próf­anir bólu­efni á fólki, m.a. fjögur í Kína.

Þróun bólu­efnis er tíma­frek. Reynslan sýnir að ferlið getur tekið mörg ár. Það eitt að finna bólu­efni sem virkar er svo aðeins fyrsta skrefið því það tekur tíma að fram­leiða það – hvað þá fyrir hund­ruð millj­óna manna eins og nú þarf til.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent