Telur samþjöppun ekki endilega merki um að eitthvað sé að í viðskiptaumhverfinu

Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á Alþingi í dag að skoða yrði málefni ferðaþjónustufyrirtækja út frá víðara sjónarhorni og að sérstaklega ætti að taka tillit til þess að rekstur margra smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði verið erfiður.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að það væri ekki endi­lega merki um að eitt­hvað mikið væri að í við­skiptaum­hverf­inu á Íslandi að ein­hver sam­þjöppun ætti sér stað.

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði ráð­herr­ann út í rekstr­ar­grund­völl lít­illa fyr­ir­tækja hér á landi í ferða­þjón­ust­unni.

„Lítil fyr­ir­tæki eiga af ein­hverjum ástæðum færri málsvara hér inni þrátt fyrir að þau séu hryggjar­stykkið í verð­mæta­sköpun í land­inu og stuðn­ingur við þau sé for­senda auk­innar fjöl­breytni í atvinnu­líf­inu. Sam­þjöppun í atvinnu­líf­inu er því miður mjög vel þekkt afleið­ing kreppu. Þegar við horfum núna fram á mik­inn sam­drátt, jafn­vel algjört frost í ferða­þjón­ustu, eykst hætta á þess­ari sam­þjöpp­un. Eign­ar­haldið fær­ist á færri hend­ur, verð­mæt­ustu störfin flytj­ast úr fámenn­inu, hin verða eft­ir. Við sitjum uppi með mið­stýrð­ari, eins­leit­ari og fátæk­legri ferða­þjón­ust­u,“ sagði Logi.

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn spurði hvort ráð­herra hefði áhyggjur af þessu. Hvort bankar og sjóð­ir – jafn­vel í eigu rík­is­ins – veldu að aðstoða stór fyr­ir­tæki sem þau hefðu veðjað á til að kaupa önnur minni en spenn­andi fyr­ir­tæki sem væru í ferða­þjón­ustu um allt land.

„Teldi hann það ekki vera grát­leg nið­ur­staða ef þessi kreppa leiddi til þess að ferða­lög til Íslands yrðu með flug­vél, í rútu, á hót­el, niður í hvala­skoð­un­ar­báta og end­uðu í huggu­legum sjó­böðum þar sem fyr­ir­tækin væru öll í eigu meira eða minna sömu eig­end­anna?“ spurði hann enn frem­ur.

Slæmt ef lítil eða með­al­stór fyr­ir­tæki gæfu hlut­falls­lega eftir

Bjarni svar­aði og sagði að störfin væru flest hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum á Íslandi og þess vegna gæti hann tekið undir með Loga að yrði sú breyt­ing vegna heims­far­ald­urs­ins að þau gæfu hlut­falls­lega eftir á móti stærri fyr­ir­tækj­unum væri það mjög slæmt.

„Það eru líkur til þess að við það myndi hrein­lega fækka störfum í land­inu. Meðal ann­ars af þeirri ástæðu fór þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins um landið fyrr á þessu ári, sér­stak­lega til þess að sækja heim lítil fyr­ir­tæki um allt land. Ég hygg að þegar upp var staðið höfum við sótt heim í kringum 100 fyr­ir­tæki. Það sem við fengum skila­boð um í þessum heim­sóknum var fjöl­breyti­legt, til dæmis að menn vilja fá að spreyta sig meira án opin­berra afskipta. Reglu­byrðin komst oft til tals og launa­tengdu gjöldin sem við höfum verið að lækka í þess­ari rík­is­stjórn með því að taka trygg­inga­gjaldið niður í smáum skref­um. Við skulum líka hafa í huga að þegar rætt er um stór fyr­ir­tæki sem greiða skatta til sam­fé­lags­ins og skipta veru­lega miklu máli í bland við lítil fyr­ir­tæki voru þau líka í eina tíð lít­il. Lítil fyr­ir­tæki eru sum hver í vexti og vilja taka meira til sín og við eigum ekki að berj­ast gegn því.

Þegar rætt er um ferða­þjón­ust­una er hár­rétt að við sjá­um, sér­stak­lega í dreifð­ari byggðum lands­ins, að ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem eru lítil að vöxtum eru mjög áber­andi í hópi þeirra sem koma ein­stak­lega illa undan áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Það er ástæða til að fylgj­ast með því hvernig við getum hjálpað þeim í gegnum þessa tíma. Ég tel að mörg þau úrræði rík­is­stjórn­ar­innar sem hafa komið fyrir þingið gagn­ist þeim mjög vel,“ sagði Bjarni.

Þakk­aði ráð­herra fyrir ferða­sög­una

Logi kom í síð­ara sinn í pontu og þakk­aði Bjarna kær­lega fyrir ferða­sög­una. Hann sagði að ráð­herra mætti kynna sér frum­varp sem hann sjálfur lagði fram um stuðn­ing við lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki „þar sem einmitt er tekið á þeim ábend­ingum sem hann fékk í þeirri ágætu ferð“.

Þing­mað­ur­inn spurði enn fremur hvort ráð­herr­ann hefði heyrt af því að þessi sam­þjöppun væri nú þegar hafin og hvort hann gæti jafn­vel nefnt ein­hver dæmi. Og hvort frum­vörpin og skil­yrði fyrir stuðn­ingi hefðu verið rýnd sér­stak­lega til þess að koma í veg fyrir sam­þjöpp­un.

„Og svo af því að nú liggur fyrir stjórn­ar­frum­varp sem bein­línis veikir sam­keppn­is­lög­gjöf á Íslandi langar mig að spyrja sam­kvæmt orðum Gylfa Magn­ús­son­ar: Verður látið undan háværum kröfum stór­fyr­ir­tækja og sam­taka þeirra um að veikja íslenskt sam­keppn­is­eft­ir­lit eða fær almenn­ingur að njóta þeirrar verndar sem hann hefur notið til þessa? Með öðrum orð­um: Í ljósi krepp­unnar sem nú er uppi, getur ráð­herra hugsað sér að taka frum­varpið aftur inn á teikni­borðið og skoða það með hags­muni neyt­enda í huga?“

„Verðum að skoða málið út frá aðeins víð­ara sjón­ar­horni“

Bjarni svar­aði en hann telur eins og áður segir það ekki endi­lega vera merki um að eitt­hvað sé mikið að í við­skiptaum­hverf­inu á Íslandi að ein­hver sam­þjöppun eigi sér stað.

„Við verðum að skoða málið út frá aðeins víð­ara sjón­ar­horni og þá sér­stak­lega að taka til­lit til þess að rekstur margra smærri fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu hefur verið erf­ið­ur. Hann hefur ekki verið að skila mik­illi arð­semi og það getur einmitt verið frá­bær nið­ur­staða fyrir fyr­ir­tæki, sem menn eru búnir að koma á fót og eiga sér ein­hverja fram­tíð en gengur illa að stækka með því litla eigin fé sem er til stað­ar, að ná samn­ingum um sam­ein­ingu. Þannig geta menn skapað loks­ins verð­mæti úr allri sinni vinnu þannig að ég vil ekki meina að sam­þjöppun sé sjálf­gefið slæm. Við þurfum að passa upp á að sam­keppn­is­lögin þjóni bæði þeim mark­miðum sem við höfum sér­stak­lega stefnt að með þeim en séu á sama tíma ekki of íþyngj­andi fyrir atvinnu­starf­sem­ina,“ sagði Bjarni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent