Vaxtaálag á fyrirtækjalánum hefur hækkað á meðan að stýrivextir hafa lækkað

Vextir á nýjum fyrirtækjalánum sem bankar veita eru nú um fimm prósentum yfir stýrivöxtum Seðlabanka Íslands. Samhliða hraðri lækkun stýrivaxta hefur álagið sem bankarnir leggja á lánin hækkað.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Vaxta­álag á́ fyr­ir­tækjalán íslensku bank­anna hefur hækkað enn frekar sam­hliða hraðri vaxta­lækkun Seðla­banka Íslands á stýri­vöxtum sínum og eru vextir á nýjum fyr­ir­tækjalánum nú um fimm pró­sentu­stigum yfir meg­in­vöxtum Seðla­banka Íslands, sem eru oft­ast kall­aðir stýri­vext­ir. 

Þetta kemur fram í nýj­ustu Pen­inga­mál­um, riti um horfur í efna­hags- og pen­inga­málum sem Seðla­bank­inn gefur út fjórum sinnum á ári. 

Þar er rakið að hratt hafi dregið úr útlánum til fyr­ir­tækja þegar leið á síð­asta ár, og sagt að það hafi verið í takt við hæg­ari vöxt efna­hags­um­svifa. 

Auglýsing
Frá því seint í fyrra hefur árs­vöxtur í útlánum til fyr­ir­tækja verið undir einu pró­senti af með­al­tali. „Hægt hefur á vexti útlána til allra atvinnu­greina og lán til þjón­ustu- og versl­un­ar­fyr­ir­tækja hafa dreg­ist sam­an. Enn sem komið er hefur hins vegar ekki hægt á vexti útlána til heim­ila en hann hefur hald­ist á bil­inu 6-7 pró­sent frá miðju síð­asta ári. Ekki er heldur að merkja að aðgengi heim­ila að lánsfé hafi minnkað í kjöl­far far­sótt­ar­innar og vextir á húsnæð­islánum hafa haldið áfram að lækka sam­hliða lækkun vaxta Seðla­bank­ans.“

Stýri­vextir hafa lækkað um 3,75 pró­sentu­stig á einu ári

Stýri­vextir Seðla­bank­ans hafa lækkað hratt síð­ast­liðið ár. Frá því í maí í fyrra hafa þeir lækkað um alls 3,75 pró­sentu­stig og eru nú ein­ungis eitt pró­sent. Það eru lægstu vextir sem Seðla­bank­inn hefur nokkru sinni boðið upp á í Íslands­sög­unn­i. 

Þegar vextir voru lækk­aðir í enn eitt skiptið í gær­morg­un, þá um 0,75 pró­sentu­stig, kom fram að einnig hefði verið ákveðið að hætta að bjóða upp 30 daga bundin inn­­lán í Seðla­bank­an­um. „Felur það í sér að meg­in­vextir bank­ans verða virk­­ari og vaxta­skila­­boð bank­ans skýr­­ari. Aðgerðin ætti að öðru óbreyttu að auka laust fé í umferð og styrkja miðlun pen­inga­­stefn­unnar enn frek­­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent