Finnst nafnið sitt hljóma vel með „sir“ fyrir framan

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Breta grátt og heilbrigðiskerfið hefur átt fullt í fangi með að standast álagið. Í miðju fárviðrisins birtist hundrað ára gamall maður með göngugrind sem lyfti anda þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar.

Thomas Moore með orðurnar sínar fagnar því að fá aðalstign.
Thomas Moore með orðurnar sínar fagnar því að fá aðalstign.
Auglýsing

Þegar Thomas Moore ákvað að ganga hund­rað hringi í garð­inum við heim­ili sitt áður en hann yrði hund­rað ára von­að­ist hann til að safna um þús­und pund­um, um 175 þús­und krón­um, til styrktar bresku heil­brigð­is­kerfi. Það sem hins vegar gerð­ist er krafta­verki lík­ast. Að minnsta kosti gat Moore ekki ímyndað sér að við­brögðin yrðu jafn stór­kost­leg og þau urðu. Hvað þá að hann myndi fá per­sónu­lega kveðju frá krón­prinsi lands­ins. Her­mað­ur­inn fyrr­ver­andi safn­aði í heild­ina um 40 millj­ónum punda með upp­á­tæki sínu eða um sjö millj­örðum króna.

„Ég hafði ekki hug­mynd um að þetta yrði svona vin­sælt,“ segir Moore um áheita­söfn­un­ina. „Þetta var bara hug­mynd sem kom upp innan fjöl­skyld­unn­ar. Að ég myndi ganga um til að hreyfa mig. En svo óx þetta og óx.“

Moore studd­ist við göngu­grind er hann fór hring­ina sem urðu að end­ingu tvö hund­ruð og með orð­ur  sem hann hafði fengið fyrir fram­lag sitt í síð­ari heims­styrj­öld­inni á brjóst­inu. Hann fór út að ganga í hvaða veðri sem var og fang­aði þar með hjörtu Breta og margra ann­arra um heim all­an. „Fyrsti hring­ur­inn var erf­ið­ast­ur,“ segir hann, „en eftir hann þá komst þetta upp í vana.“

Þegar hann svo náði tak­marki sínu á hund­rað ára afmæl­is­dag­inn, flugu Spit­fire-flug­vélar yfir húsið honum til heið­urs. Þá fékk hann yfir 120 þús­und kort með heilla­ósk­um. Moore gamli var orð­inn alþjóð­leg hetja.

Auglýsing

Til að vekja enn meiri athygli á mál­staðnum gaf hann ásamt Mich­ael Ball út hvatn­ing­ar­lag sem náði fyrsta sæti á breskum vin­sælda­list­um. Moore seg­ist hafa hugsað um boð­skap lags­ins á göng­unni – að halda áfram að ganga með von í hjarta. Og þegar sífellt fleira fólk um allan heim lét fé af hendi rakna til söfn­un­ar­innar gerði hann einmitt það: Hélt áfram að ganga. „Og ég naut hvers skrefs sem ég tók“.

Moore segir að lyk­il­inn að því að lifa löngu og ham­ingju­ríku lífi felist í því að vera jákvæður og búast alltaf við hinu besta. „Ég held að eng­inn hugsi um það að verða hund­rað ára. Þegar ég var fimm­tugur þá gat ég ekki ímyndað mér að líf mitt væri hálfn­að. Núna þegar ég er orð­inn hund­rað ára þá líður mér ekk­ert öðru­vísi en þegar ég var 99 ára. Ég er mjög ánægður að hafa náð þessum aldri og svo kemur bara í ljós hvað ég tóri leng­i.“

Tom Moore við göngugrindina í garðinum  sínum. Mynd: EPA

Að sitja aðgerð­ar­laus hefur aldrei verið Moore að skapi. „Allt frá því að ég var lít­ill drengur þá var ég alltaf að gera eitt­hvað. Áður en að ég fór að eiga í vand­ræðum með fót­inn þá eyddi ég miklum tíma í garð­vinnu. Ég er jafn­þungur núna og ég var 21 árs!“

Thomas Moore fædd­ist árið 1920 í Keig­hley í Yorks­hire. Hann lagði fór í verk­fræði­nám en var kvaddur í her­inn um tví­tugt og varð að gera hlé á nám­inu meðan hann gengdi her­þjón­ustu í síð­ari heims­styrj­öld­inni. Her­deildin hans hafði það hlut­verk að verja strönd­ina við Cornwall fyrir mögu­legri inn­rás Þjóð­verja. Síðar var hann sendur til Ind­lands og einnig Búrma til að verja þessi lönd, sem þá voru nýlendur Breta, fyrir inn­rásum Jap­ana.

Hann minn­ist þess ekki að hafa ótt­ast um líf sitt. „Þegar þú ert í hernum og ert tví­tugur þá ertu ekki að hugsa mikið um hvort þú sért í hættu. Ég man ekki eftir því að hafa verið hrædd­ur. Kannski hefði ég átt að vera það! En við lifðum af.“

Honum verður oft hugsað til áranna í hernum og þeirra félaga sem hann eign­að­ist. „Ég myndi gera þetta allt aftur ef ég gæt­i.“

Moore mun á næst­unni gefa út tvær bæk­ur. Önnur þeirra verður ævi­saga og útgefin af góð­gerða­sam­tökum sem stofnuð hafa verið í hans nafni. Hin verður barna­bók. „Það hvarfl­aði aldrei að mér að ein­hver myndi hafa áhuga á sögu minni og ég átti svo sann­ar­lega ekki von á því að hún yrði ein­hvern tím­ann gefin út. Ég er svo­lítið smeykur að segja frá öllum mínum leynd­ar­mál­u­m!“

Þakkar fyrir heið­ur­inn

Und­ir­skrifta­söfnun hefur verið í gangi um hríð um að aðla beri Moore fyrir afrek sitt. Sjálfur hafði hann litla trú á að það yrði nokkru sinni að veru­leika. Honum fannst hug­myndin góð og fannst nafnið sitt hljóma vel með „sir“ fyrir fram­an.

En nú er þetta orðið að veru­leika. Thomas Moore, sem gekk tvö hund­ruð hringi í garð­inum sínum og safn­aði á meðan áheitum fyrir breska hjúkr­un­ar­fræð­inga, hefur fengið aðals­tign að til­lögu Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra sem kallar Moore „sann­kallað þjóð­ar­ger­sem­i“.

Í beinni útsend­ingu á BBC í gær­morgun sagð­ist Moore vera hrærður og þakk­lát­ur. Hann sagð­ist stein­hissa að þessi heiður félli honum í skaut. Í fyrstu hélt hann jafn­vel að um grín væri að ræða. „En það virð­ist sem þetta hafi gerst í raun og veru!“ 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent