Telur samþjöppun ekki endilega merki um að eitthvað sé að í viðskiptaumhverfinu

Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á Alþingi í dag að skoða yrði málefni ferðaþjónustufyrirtækja út frá víðara sjónarhorni og að sérstaklega ætti að taka tillit til þess að rekstur margra smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði verið erfiður.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að það væri ekki endi­lega merki um að eitt­hvað mikið væri að í við­skiptaum­hverf­inu á Íslandi að ein­hver sam­þjöppun ætti sér stað.

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði ráð­herr­ann út í rekstr­ar­grund­völl lít­illa fyr­ir­tækja hér á landi í ferða­þjón­ust­unni.

„Lítil fyr­ir­tæki eiga af ein­hverjum ástæðum færri málsvara hér inni þrátt fyrir að þau séu hryggjar­stykkið í verð­mæta­sköpun í land­inu og stuðn­ingur við þau sé for­senda auk­innar fjöl­breytni í atvinnu­líf­inu. Sam­þjöppun í atvinnu­líf­inu er því miður mjög vel þekkt afleið­ing kreppu. Þegar við horfum núna fram á mik­inn sam­drátt, jafn­vel algjört frost í ferða­þjón­ustu, eykst hætta á þess­ari sam­þjöpp­un. Eign­ar­haldið fær­ist á færri hend­ur, verð­mæt­ustu störfin flytj­ast úr fámenn­inu, hin verða eft­ir. Við sitjum uppi með mið­stýrð­ari, eins­leit­ari og fátæk­legri ferða­þjón­ust­u,“ sagði Logi.

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn spurði hvort ráð­herra hefði áhyggjur af þessu. Hvort bankar og sjóð­ir – jafn­vel í eigu rík­is­ins – veldu að aðstoða stór fyr­ir­tæki sem þau hefðu veðjað á til að kaupa önnur minni en spenn­andi fyr­ir­tæki sem væru í ferða­þjón­ustu um allt land.

„Teldi hann það ekki vera grát­leg nið­ur­staða ef þessi kreppa leiddi til þess að ferða­lög til Íslands yrðu með flug­vél, í rútu, á hót­el, niður í hvala­skoð­un­ar­báta og end­uðu í huggu­legum sjó­böðum þar sem fyr­ir­tækin væru öll í eigu meira eða minna sömu eig­end­anna?“ spurði hann enn frem­ur.

Slæmt ef lítil eða með­al­stór fyr­ir­tæki gæfu hlut­falls­lega eftir

Bjarni svar­aði og sagði að störfin væru flest hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum á Íslandi og þess vegna gæti hann tekið undir með Loga að yrði sú breyt­ing vegna heims­far­ald­urs­ins að þau gæfu hlut­falls­lega eftir á móti stærri fyr­ir­tækj­unum væri það mjög slæmt.

„Það eru líkur til þess að við það myndi hrein­lega fækka störfum í land­inu. Meðal ann­ars af þeirri ástæðu fór þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins um landið fyrr á þessu ári, sér­stak­lega til þess að sækja heim lítil fyr­ir­tæki um allt land. Ég hygg að þegar upp var staðið höfum við sótt heim í kringum 100 fyr­ir­tæki. Það sem við fengum skila­boð um í þessum heim­sóknum var fjöl­breyti­legt, til dæmis að menn vilja fá að spreyta sig meira án opin­berra afskipta. Reglu­byrðin komst oft til tals og launa­tengdu gjöldin sem við höfum verið að lækka í þess­ari rík­is­stjórn með því að taka trygg­inga­gjaldið niður í smáum skref­um. Við skulum líka hafa í huga að þegar rætt er um stór fyr­ir­tæki sem greiða skatta til sam­fé­lags­ins og skipta veru­lega miklu máli í bland við lítil fyr­ir­tæki voru þau líka í eina tíð lít­il. Lítil fyr­ir­tæki eru sum hver í vexti og vilja taka meira til sín og við eigum ekki að berj­ast gegn því.

Þegar rætt er um ferða­þjón­ust­una er hár­rétt að við sjá­um, sér­stak­lega í dreifð­ari byggðum lands­ins, að ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem eru lítil að vöxtum eru mjög áber­andi í hópi þeirra sem koma ein­stak­lega illa undan áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Það er ástæða til að fylgj­ast með því hvernig við getum hjálpað þeim í gegnum þessa tíma. Ég tel að mörg þau úrræði rík­is­stjórn­ar­innar sem hafa komið fyrir þingið gagn­ist þeim mjög vel,“ sagði Bjarni.

Þakk­aði ráð­herra fyrir ferða­sög­una

Logi kom í síð­ara sinn í pontu og þakk­aði Bjarna kær­lega fyrir ferða­sög­una. Hann sagði að ráð­herra mætti kynna sér frum­varp sem hann sjálfur lagði fram um stuðn­ing við lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki „þar sem einmitt er tekið á þeim ábend­ingum sem hann fékk í þeirri ágætu ferð“.

Þing­mað­ur­inn spurði enn fremur hvort ráð­herr­ann hefði heyrt af því að þessi sam­þjöppun væri nú þegar hafin og hvort hann gæti jafn­vel nefnt ein­hver dæmi. Og hvort frum­vörpin og skil­yrði fyrir stuðn­ingi hefðu verið rýnd sér­stak­lega til þess að koma í veg fyrir sam­þjöpp­un.

„Og svo af því að nú liggur fyrir stjórn­ar­frum­varp sem bein­línis veikir sam­keppn­is­lög­gjöf á Íslandi langar mig að spyrja sam­kvæmt orðum Gylfa Magn­ús­son­ar: Verður látið undan háværum kröfum stór­fyr­ir­tækja og sam­taka þeirra um að veikja íslenskt sam­keppn­is­eft­ir­lit eða fær almenn­ingur að njóta þeirrar verndar sem hann hefur notið til þessa? Með öðrum orð­um: Í ljósi krepp­unnar sem nú er uppi, getur ráð­herra hugsað sér að taka frum­varpið aftur inn á teikni­borðið og skoða það með hags­muni neyt­enda í huga?“

„Verðum að skoða málið út frá aðeins víð­ara sjón­ar­horni“

Bjarni svar­aði en hann telur eins og áður segir það ekki endi­lega vera merki um að eitt­hvað sé mikið að í við­skiptaum­hverf­inu á Íslandi að ein­hver sam­þjöppun eigi sér stað.

„Við verðum að skoða málið út frá aðeins víð­ara sjón­ar­horni og þá sér­stak­lega að taka til­lit til þess að rekstur margra smærri fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu hefur verið erf­ið­ur. Hann hefur ekki verið að skila mik­illi arð­semi og það getur einmitt verið frá­bær nið­ur­staða fyrir fyr­ir­tæki, sem menn eru búnir að koma á fót og eiga sér ein­hverja fram­tíð en gengur illa að stækka með því litla eigin fé sem er til stað­ar, að ná samn­ingum um sam­ein­ingu. Þannig geta menn skapað loks­ins verð­mæti úr allri sinni vinnu þannig að ég vil ekki meina að sam­þjöppun sé sjálf­gefið slæm. Við þurfum að passa upp á að sam­keppn­is­lögin þjóni bæði þeim mark­miðum sem við höfum sér­stak­lega stefnt að með þeim en séu á sama tíma ekki of íþyngj­andi fyrir atvinnu­starf­sem­ina,“ sagði Bjarni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent