Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2020 var 282. Heildarvelta nam 15,3 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 54,1 milljón króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 11,7 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 3 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 0,5 milljörðum króna.
Þetta kemur fram í nýjustu tölum Þjóðskrár um fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu í apríl á þessu ári.
Þegar apríl 2020 er borinn saman við apríl 2019 fækkar kaupsamningum um 47,8 prósent og velta minnkar um 45,6 prósent. Í apríl 2019 var 540 kaupsamningum þinglýst, velta nam 28,1 milljarði króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 52 milljónir króna, að því er fram kemur hjá Þjóðskrá.
Þegar apríl 2020 er borinn saman við mars 2020 fækkar kaupsamningum um 53,9 prósent og velta minnkar um 54,3 prósent. Í mars 2020 var 612 kaupsamningum þinglýst, velta nam 33,4 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 54,5 milljónir króna.
Þjóðskrá vekur athygli á að meðalupphæð kaupsamnings sé ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta sé vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar og svo framvegis.
Flestum samingum þinglýst á Norðurlandi utan höfuðborgarsvæðisins
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Norðurlandi í apríl 2020 var 78, samkvæmt tölum Þjóðskrár um fasteignamarkaðurinn utan höfuðborgarsvæðis í apríl á þessu ári. Þar af voru 44 samningar um eignir í fjölbýli, 25 samningar um eignir í sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.526 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32,4 milljónir króna. Af þessum 78 voru 52 samningar um eignir á Akureyri. Þar af voru 39 samningar um eignir í fjölbýli, 9 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.832 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,2 milljónir króna.
Á Austurlandi var 12 samningum þinglýst. Þar af var 1 samningur um eign í fjölbýli, 10 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 336 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28 milljónir króna. Af þessum 12 voru 3 samningar um eignir í Fjarðabyggð. Þar af voru 2 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 32 milljónir króna og meðalupphæð á samning 10,5 milljónir króna.
Á Suðurlandi var 57 samningum þinglýst. Þar af voru 11 samningar um eignir í fjölbýli, 32 samningar um eignir í sérbýli og 14 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.792 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,4 milljón króna. Af þessum 57 voru 39 samningar um eignir á Árborgarsvæðinu*. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli, 28 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.339 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,3 milljónir króna.
Á Reykjanesi var 38 samningum þinglýst. Þar af voru 16 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.221 milljón króna og meðalupphæð á samning 32,1 milljónir króna. Af þessum 38 voru 25 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 13 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 886 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,4 milljónir króna.
Á Vesturlandi var 48 samningum þinglýst. Þar af voru 26 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um eignir í sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.024 milljónir króna og meðalupphæð á samning 42,2 milljónir króna. Af þessum 48 voru 35 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru 24 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 1.682 milljónir króna og meðalupphæð á samning 48,1 milljónir króna.
Á Vestfjörðum var 10 samningum þinglýst. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 242 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,2 milljónir króna. Af þessum 10 voru 6 samningar um eignir á Ísafirði. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 166 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,7 milljónir króna.