Langvarandi erfiðleikar gætu leitt af sér lýðskrumspólitík

Forsætisráðherra segist ekkert hafa hugsað um það undanfarið hvenær næstu kosningar ættu að fara fram. Hún segist aldrei kvíða kosningum en viðurkennir að yfirstandandi aðstæður hafi reynt á samstarf flokkanna í ríkisstjórn.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að ef það gangi vel að kom­ast í gegnum þá erf­ið­leika sem nú standa yfir þá gæti það leitt til þess að traust á stjórn­mál, sem hefur verið lítið árum sam­an, vaxi. „Ef erf­ið­leik­arnir verða lang­vinnir þá eru meiri líkur á því að upp spretti öfl sem kalla eftir meiri lýð­skrum­spóli­tík. Þannig að ég held að það geti farið á hvort veg­inn sem er.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­­­legu við­tali Kjarn­ans við Katrínu sem birt var um liðna helgi. Við­talið er hluti af umfjöll­un­­­ar­röð Kjarn­ans þar sem sjónum er beint að þeirri fram­­­tíð sem gæti sprottið upp úr stöð­unni sem nú blasir við Íslandi efna­hags­­­lega. Fyrsti hluti þeirrar umfjöll­unar voru við­­­töl við alla þrjá for­­­menn stjórn­­­­­ar­­­flokk­anna. 

Katrín við­ur­kennir í við­tal­inu að hafa ekk­ert hugsað um það und­an­farið hvenær næstu kosn­ingar eigi að fara fram, en kjör­tíma­bil­inu lýkur í síð­asta lagi í októ­ber á næsta ári. For­sæt­is­ráð­herra var búin að gefa það út að sam­tal myndi eiga sér stað um það á vett­vangi Alþingis í sumar hvort þær verði aftur að hausti, sem er óvenju­legt í Íslands­sög­unni, eða hvort þær verði til að mynda haldnar að vori líkt og hefð er fyr­ir. Við það ætlar hún að standa þannig að allir stjórn­mála­flokkar verði með skýra hug­mynd um hvenær næst verði kosið þegar næsti þing­vetur hefst. 

Auglýsing
Katrín seg­ist aldrei kvíða kosn­ing­um. Sú gjör­breyt­ing á aðstæðum íslensks efna­hags, og að ein­hverjum leyti sam­fé­lags, á örfáum vikum breyti þar engu um. „Hins vegar held ég að þegar ég horfi á und­an­farnar vikur – þær hafa verið þannig að þráð­ur­inn hefur oft verið stuttur í okkur öllum og þar af leið­andi hefur reynt sam­starf flokka í rík­is­stjórn – að það sam­starf hefur gengið mjög vel. Það hefur gengið vel að taka ákvarð­anir og ná saman á tímum þar sem það er mjög erfitt að taka ákvarð­an­ir.“Loft­lags- og jafn­rétt­is­mál líka hörð efna­hags­mál

Katrín telur að Íslend­ingar eigi að nýta sér aðstæður nú til að hraða breyt­ingum í umhverf­is- og loft­lags­mál­um.

Rík­is­stjórnin hefur þegar fundað um aðgerð­ar­á­ætlun sína í loft­lags­málum og rætt hvort hún sé reiðu­búin að halda áfram með þau mark­mið sem hún var búin að setja sér. „Það er fullur vilji til þess. En hins vegar hef ég áhyggjur af þessum málum á heims­vísu. Þau voru auð­vitað í ákveð­inni kreppu fyr­ir, þar sem til að mynda Banda­ríkin voru búin að segja sig frá Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Það sem maður skynjar eru miklar áhyggjur hjá þeim sem hafa verið að berj­ast fyrir þessum mál­um, aðal­lega gras­rót­ar­sam­tök­um, að COVID verði til þess að þessi mál lendi neðar á for­gangs­lista rík­is­stjórna. Þetta er dálítið eins og jafn­rétt­is­mál­in. Fólk ótt­ast að þessi mál fari aftar í röð­ina af því að nú sé verið að fást við hin hörðu efna­hags­mál. Á meðan ég segi að loft­lags- og jafn­rétt­is­málin eigi líka að vera hörð efna­hags­mál.“ Hægt er að lesa við­talið við Katrínu í heild sinni hér og hlusta á það hér að neð­an.

Hlað­varp Kjarn­ans · Kvikan – Við­var­andi atvinnu­leysi getur skapað mik­inn ójöfnuð

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021
Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.
Kjarninn 1. október 2020
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi
Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.
Kjarninn 1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
Kjarninn 1. október 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn hafa verið mismunandi sýnilegir vegna COVID-19. Svandís Svavarsdóttir nýtur nú meira trausts en áður, Katrín Jakobsdóttir stendur í stað en traust til Lilju Alfreðsdóttur hefur helmingast á rúmu ári.
Katrín nýtur mest trausts en traust til Lilju helmingast milli ára
Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins raða sér í þrjú efstu sætin yfir þá ráðherra sem landsmenn treysta síst. Þeim fækkar sem segjast treysta Lilju Alfreðsdóttur mest en fjölgar sem nefna Svandísi Svavarsdóttur eða Sigurð Inga Jóhannsson.
Kjarninn 1. október 2020
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent