Ríkissjóður Ísland gaf í dag út skuldabréf upp á 500 milljónir evra, eða 76 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir kaupum á bréfum úr útgáfunni og alls bárust tilboð frá yfir 200 aðilum fyrir 3,4 milljarða evra í hana, eða tæplega sjö sinnum það sem var í boði.
Vegna þessarar miklu umframeftirspurnar tókst að fá betri kjör en upphaflega var stefnt að, nánar tiltekið 0,3 prósentustigum lægri vexti. Skuldabréfin sem gefin voru út í dag bera 0,625 prósent vexti, eru til sex ára og á ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent.
Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna þessa kemur fram að kaupendahópurinn að skuldabréfunum samanstandi af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu. Umsjón útgáfunnar var í höndum Citi, JP Morgan og Morgan Stanley.
Hann segir útgáfuna vera í samræmi við stefnu ríkissjóðs í lánamálum. Hún auðveldi aðgengi annarra innlendra aðila að erlendum lánsfjármörkuðum og staðfesti greiðan aðgang ríkissjóðs að stórum og fjölbreyttum hópi fjárfesta. „Markaðir hafa verið líflegir að undanförnu enda eru mörg ríki í sömu sporum, að tryggja sér fjármagn til lengri tíma.“