Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum

Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Rík­is­sjóður Ísland gaf í dag út skulda­bréf upp á 500 millj­ónir evra, eða 76 millj­arða króna. Mikil eft­ir­spurn var eftir kaupum á bréfum úr útgáf­unni og alls bár­ust til­boð frá yfir 200 aðilum fyrir 3,4 millj­arða evra í hana, eða tæp­lega sjö sinnum það sem var í boð­i. 

Vegna þess­arar miklu umfram­eft­ir­spurnar tókst að fá betri kjör en upp­haf­lega var stefnt að, nánar til­tekið 0,3 pró­sentu­stigum lægri vexti. Skulda­bréfin sem gefin voru út í dag bera 0,625 pró­sent vexti, eru til sex ára og á ávöxt­un­ar­kröf­unni 0,667 pró­sent.

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna þessa kemur fram að kaup­enda­hóp­ur­inn að skulda­bréf­unum sam­an­standi af seðla­bönkum og öðrum fag­fjár­fest­um, aðal­lega frá Evr­ópu. Umsjón útgáf­unnar var í höndum Citi, JP Morgan og Morgan Stanley.

Auglýsing
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að lán­takan sé stað­fest­ing á greiðum aðgangi rík­is­sjóðs að fjár­magni á alþjóða­mörk­uðum og sýni til­trú fjár­festa á þann við­náms­þrótt sem hafi verið byggður upp á Íslandi á und­an­förnum árum. „Hún eykur getu okkar til að mæta afleið­ingum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru og end­ur­speglar mik­inn styrk og getu til að sigr­ast á efna­hags­legum afleið­ingum hans.“

Hann segir útgáf­una vera í sam­ræmi við stefnu rík­is­sjóðs í lána­mál­um. Hún auð­veldi aðgengi ann­arra inn­lendra aðila að erlendum láns­fjár­mörk­uðum og stað­festi greiðan aðgang rík­is­sjóðs að stórum og fjöl­breyttum hópi fjár­festa. „Mark­aðir hafa verið líf­legir að und­an­förnu enda eru mörg ríki í sömu spor­um, að tryggja sér fjár­magn til lengri tíma.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent