Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum

Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Rík­is­sjóður Ísland gaf í dag út skulda­bréf upp á 500 millj­ónir evra, eða 76 millj­arða króna. Mikil eft­ir­spurn var eftir kaupum á bréfum úr útgáf­unni og alls bár­ust til­boð frá yfir 200 aðilum fyrir 3,4 millj­arða evra í hana, eða tæp­lega sjö sinnum það sem var í boð­i. 

Vegna þess­arar miklu umfram­eft­ir­spurnar tókst að fá betri kjör en upp­haf­lega var stefnt að, nánar til­tekið 0,3 pró­sentu­stigum lægri vexti. Skulda­bréfin sem gefin voru út í dag bera 0,625 pró­sent vexti, eru til sex ára og á ávöxt­un­ar­kröf­unni 0,667 pró­sent.

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna þessa kemur fram að kaup­enda­hóp­ur­inn að skulda­bréf­unum sam­an­standi af seðla­bönkum og öðrum fag­fjár­fest­um, aðal­lega frá Evr­ópu. Umsjón útgáf­unnar var í höndum Citi, JP Morgan og Morgan Stanley.

Auglýsing
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að lán­takan sé stað­fest­ing á greiðum aðgangi rík­is­sjóðs að fjár­magni á alþjóða­mörk­uðum og sýni til­trú fjár­festa á þann við­náms­þrótt sem hafi verið byggður upp á Íslandi á und­an­förnum árum. „Hún eykur getu okkar til að mæta afleið­ingum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru og end­ur­speglar mik­inn styrk og getu til að sigr­ast á efna­hags­legum afleið­ingum hans.“

Hann segir útgáf­una vera í sam­ræmi við stefnu rík­is­sjóðs í lána­mál­um. Hún auð­veldi aðgengi ann­arra inn­lendra aðila að erlendum láns­fjár­mörk­uðum og stað­festi greiðan aðgang rík­is­sjóðs að stórum og fjöl­breyttum hópi fjár­festa. „Mark­aðir hafa verið líf­legir að und­an­förnu enda eru mörg ríki í sömu spor­um, að tryggja sér fjár­magn til lengri tíma.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent