Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum

Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Rík­is­sjóður Ísland gaf í dag út skulda­bréf upp á 500 millj­ónir evra, eða 76 millj­arða króna. Mikil eft­ir­spurn var eftir kaupum á bréfum úr útgáf­unni og alls bár­ust til­boð frá yfir 200 aðilum fyrir 3,4 millj­arða evra í hana, eða tæp­lega sjö sinnum það sem var í boð­i. 

Vegna þess­arar miklu umfram­eft­ir­spurnar tókst að fá betri kjör en upp­haf­lega var stefnt að, nánar til­tekið 0,3 pró­sentu­stigum lægri vexti. Skulda­bréfin sem gefin voru út í dag bera 0,625 pró­sent vexti, eru til sex ára og á ávöxt­un­ar­kröf­unni 0,667 pró­sent.

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna þessa kemur fram að kaup­enda­hóp­ur­inn að skulda­bréf­unum sam­an­standi af seðla­bönkum og öðrum fag­fjár­fest­um, aðal­lega frá Evr­ópu. Umsjón útgáf­unnar var í höndum Citi, JP Morgan og Morgan Stanley.

Auglýsing
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að lán­takan sé stað­fest­ing á greiðum aðgangi rík­is­sjóðs að fjár­magni á alþjóða­mörk­uðum og sýni til­trú fjár­festa á þann við­náms­þrótt sem hafi verið byggður upp á Íslandi á und­an­förnum árum. „Hún eykur getu okkar til að mæta afleið­ingum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru og end­ur­speglar mik­inn styrk og getu til að sigr­ast á efna­hags­legum afleið­ingum hans.“

Hann segir útgáf­una vera í sam­ræmi við stefnu rík­is­sjóðs í lána­mál­um. Hún auð­veldi aðgengi ann­arra inn­lendra aðila að erlendum láns­fjár­mörk­uðum og stað­festi greiðan aðgang rík­is­sjóðs að stórum og fjöl­breyttum hópi fjár­festa. „Mark­aðir hafa verið líf­legir að und­an­förnu enda eru mörg ríki í sömu spor­um, að tryggja sér fjár­magn til lengri tíma.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent