Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir

Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd, seg­ist ekki hafa átt von á því á árinu 2020 að meiri­hlut­inn í nefnd­inni myndi „ákveða að skapa sterka hvata fyrir gríð­ar­lega umfangs­miklum, jafn­vel sögu­leg­um, hóp­upp­sögn­um.“ 

Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti hans um frum­varp til laga um stuðn­ing úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­fresti, sem afgreitt var úr nefnd­inni í gær með sam­þykki nefnd­ar­manna úr stjórn­ar­flokk­un­um, auk þess sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, skrif­aði undir meiri­hluta­á­litið með fyr­ir­vara. 

Frum­varpið gerir ráð fyrir að rík­is­sjóður greiði fyr­ir­tækjum 27 millj­arða króna til að hjálpa þeim að segja upp fólki. 

Í minni­hluta­á­liti Smára, sem hann er einn skrif­aður fyr­ir, segir að það kunni ekki góðri lukku að stýra þegar rík­is­stjórnin leggur fram sér­tæka aðgerð, dul­búna sem almenna aðgerð, í þeim til­gangi að leysa flókið og víð­feðmt vanda­mál. „Það er hægt að lesa á milli lín­anna í frum­varp­inu og sjá hvaða fyr­ir­tæki það er hugsað fyr­ir. Almenn­ingur á Íslandi hefur fullan skiln­ing á því að núver­andi ástand er flókið og erfitt og sam­staðan und­an­farna mán­uði hefur sýnt vilja í verki til að íslenskt sam­fé­lag komi sterkara undan heims­far­aldr­in­um. Þegar hags­munum almenn­ings er hins vegar fórnað á alt­ari örfárra fyr­ir­tækja eins og hér er gert skal engan undra þótt skiln­ing­ur­inn fari þverr­and­i.“

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki sjái að óbreyttu fram á gjald­þrot á næstu vikum og mán­uð­um. Frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar muni eflaust bjarga ein­hverjum þeirra en aug­ljóst sé að þónokkur hluti þeirra þrátt fyrir það fara í þrot. Svarið við þeirri stöðu sé ekki fólgið í einu risa­stóru sleggju­frum­varpi heldur mörgum minni og hnit­mið­aðri aðgerð­um, að mati Smára. Hann tel­ur lík­legt að sagan muni „dæma þetta úrræði sem mis­tök þar sem hags­munum og stöð­ug­leika þorra launa­manna var fórnað fyrir hags­muni nokk­urra fyr­ir­tækja­eig­enda.“

Leggur til fjórar aðrar leiðir

Smári segir í álit­inu að þótt vissu­lega sé girt fyrir ákveðnar gerðir mis­notk­unar og ýmis­legt gert til að tryggja starfs­mönnum rétt­indi sé þeim boðin vinna á ný þá sé ljóst að í frum­varp­inu sé á ferð­inni réttur fyrir ótil­greindan fjölda fyr­ir­tækja til opin­bers fjár­stuðn­ings í tengslum við upp­sagnir ótil­greinds fjölda starfs­manna. „Starfs­mönnum verður gert að vinna á upp­sagn­ar­fresti, á kostnað rík­is­sjóðs. Að upp­sagn­ar­fresti liðnum er atvinnu­rek­andi hvattur til að bjóða starfs­manni sem sagt var upp end­ur­ráðn­ingu með sömu kjara­samn­ings­bundnu rétt­indum og hann hafði áður en ekki endi­lega sömu laun­um, hafi þau verið hærri en kjara­samn­ingar segja til um.“

Hann telur aðrar leiðir til boða, en til að kort­leggja þær þyrfti að grípa til sér­tæk­ari lausna. Smári segir að eðli­legt gjald fyrir gagn­rýni sé betri hug­mynd.

Smári leggur til fjórar leið­ir.

Auglýsing
Í fyrsta lagi telur hann að ríkið gæti boð­ist til að kaupa nýtt útgefið hlutafé fyr­ir­tækja sem reka mik­il­væga sam­fé­lags­lega inn­viði með þeim áhrifum að hlutur eig­enda minnkar en að fyr­ir­tækin fyr­ir­geri sér á móti rétti til útgreiðslu arðs og við­líka ráð­staf­ana þar til hlutur rík­is­ins hefur verið keyptur til baka af fyr­ir­tæk­inu sjálfu.

Í öðru lagi mætti liðka fyrir end­ur­reisn þeirra fyr­ir­tækja sem ekki telj­ast reka mik­il­væga sam­fé­lags­lega inn­viði með því að rík­is­sjóður keypti skuldir fyr­ir­tækj­anna.

Í þriðja lagi mætti nýta hluta­bóta­leið­ina betur og lengur sam­hliða öðrum aðgerð­um. Smári telur raunar það vera mikla mót­sögn að keyra þessar tvær lausnir sam­hliða þar sem hvat­arnir stang­ast á. „Lík­legt er að nokkur fjöldi fyr­ir­tækja hafni hluta­bóta­leið­inni um leið og tæki­færi gefst til að segja upp starfs­fólki á kostnað rík­is­sjóðs. Með því að sam­keyra hluta­bóta­leið­ina við öfl­ugan nýsköp­un­ar­pakka og jafn­vel útvíkka hluta­bóta­leið­ina þannig að hún tryggði skil­yrð­is­lausar atvinnu­leys­is­bætur í ein­hvern tíma hefði mátt greiða fyrir því að atvinnu­lífið næði sér smám saman yfir lengra tíma­bil, og yrði jafn­vel sterkara eftir á.“

Í fjórða lagi bendir hann á að upp­söfnuð fjár­fest­ing­ar­þörf hins opin­bera sé gíf­ur­lega mik­il. „Nær­tækt dæmi er að hús­næði sýkla- og veiru­fræði­deildar Land­spít­al­ans er ónýtt og hefur verið það í minnst fimmtán ár. Loka þurfti tveimur frumu­rækt­un­ar­stofum út af myglu sem skemmdi öll sýni 2006 en lítið sem ekk­ert hefur verið gert til að laga aðstæður þess­arar deildar sem öll þjóðin hefur reitt sig á. Ef búinn væri til for­gangs­listi yfir öll þau verk­efni sem vitað er að rík­is­stjórnir und­an­far­inna ára­tuga hafa van­rækt, og ráð­ist í þau af ákefð á grunni góðrar skulda­stöðu rík­is­sjóðs, mætti bæði efla atvinnustigið veru­lega og um leið auka lík­urnar á því að fólk geti nýtt sam­fé­lags­lega inn­viði lands­ins til að búa til enn frek­ari efna­hags­leg, sam­fé­lags­leg og menn­ing­ar­leg tæki­færi. Sam­kvæmt spátöflum Seðla­banka Íslands sem birt­ast í maí­hefti Pen­inga­mála 2020 má sjá að gert er ráð fyrir að fram­leiðslu­spenna minnki minnst næstu þrjú ár. Það er eðli­legt að ríkið nýti þessa van­nýttu fram­leiðslu­getu til góðra verka.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent