Smári McCarthy, þingmaður Pírata og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd, segist ekki hafa átt von á því á árinu 2020 að meirihlutinn í nefndinni myndi „ákveða að skapa sterka hvata fyrir gríðarlega umfangsmiklum, jafnvel sögulegum, hópuppsögnum.“
Þetta kemur fram í nefndaráliti hans um frumvarp til laga um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, sem afgreitt var úr nefndinni í gær með samþykki nefndarmanna úr stjórnarflokkunum, auk þess sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði undir meirihlutaálitið með fyrirvara.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkissjóður greiði fyrirtækjum 27 milljarða króna til að hjálpa þeim að segja upp fólki.
Í minnihlutaáliti Smára, sem hann er einn skrifaður fyrir, segir að það kunni ekki góðri lukku að stýra þegar ríkisstjórnin leggur fram sértæka aðgerð, dulbúna sem almenna aðgerð, í þeim tilgangi að leysa flókið og víðfeðmt vandamál. „Það er hægt að lesa á milli línanna í frumvarpinu og sjá hvaða fyrirtæki það er hugsað fyrir. Almenningur á Íslandi hefur fullan skilning á því að núverandi ástand er flókið og erfitt og samstaðan undanfarna mánuði hefur sýnt vilja í verki til að íslenskt samfélag komi sterkara undan heimsfaraldrinum. Þegar hagsmunum almennings er hins vegar fórnað á altari örfárra fyrirtækja eins og hér er gert skal engan undra þótt skilningurinn fari þverrandi.“
Fjölmörg fyrirtæki sjái að óbreyttu fram á gjaldþrot á næstu vikum og mánuðum. Frumvarp ríkisstjórnarinnar muni eflaust bjarga einhverjum þeirra en augljóst sé að þónokkur hluti þeirra þrátt fyrir það fara í þrot. Svarið við þeirri stöðu sé ekki fólgið í einu risastóru sleggjufrumvarpi heldur mörgum minni og hnitmiðaðri aðgerðum, að mati Smára. Hann telur líklegt að sagan muni „dæma þetta úrræði sem mistök þar sem hagsmunum og stöðugleika þorra launamanna var fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.“
Leggur til fjórar aðrar leiðir
Smári segir í álitinu að þótt vissulega sé girt fyrir ákveðnar gerðir misnotkunar og ýmislegt gert til að tryggja starfsmönnum réttindi sé þeim boðin vinna á ný þá sé ljóst að í frumvarpinu sé á ferðinni réttur fyrir ótilgreindan fjölda fyrirtækja til opinbers fjárstuðnings í tengslum við uppsagnir ótilgreinds fjölda starfsmanna. „Starfsmönnum verður gert að vinna á uppsagnarfresti, á kostnað ríkissjóðs. Að uppsagnarfresti liðnum er atvinnurekandi hvattur til að bjóða starfsmanni sem sagt var upp endurráðningu með sömu kjarasamningsbundnu réttindum og hann hafði áður en ekki endilega sömu launum, hafi þau verið hærri en kjarasamningar segja til um.“
Hann telur aðrar leiðir til boða, en til að kortleggja þær þyrfti að grípa til sértækari lausna. Smári segir að eðlilegt gjald fyrir gagnrýni sé betri hugmynd.
Smári leggur til fjórar leiðir.
Í öðru lagi mætti liðka fyrir endurreisn þeirra fyrirtækja sem ekki teljast reka mikilvæga samfélagslega innviði með því að ríkissjóður keypti skuldir fyrirtækjanna.
Í þriðja lagi mætti nýta hlutabótaleiðina betur og lengur samhliða öðrum aðgerðum. Smári telur raunar það vera mikla mótsögn að keyra þessar tvær lausnir samhliða þar sem hvatarnir stangast á. „Líklegt er að nokkur fjöldi fyrirtækja hafni hlutabótaleiðinni um leið og tækifæri gefst til að segja upp starfsfólki á kostnað ríkissjóðs. Með því að samkeyra hlutabótaleiðina við öflugan nýsköpunarpakka og jafnvel útvíkka hlutabótaleiðina þannig að hún tryggði skilyrðislausar atvinnuleysisbætur í einhvern tíma hefði mátt greiða fyrir því að atvinnulífið næði sér smám saman yfir lengra tímabil, og yrði jafnvel sterkara eftir á.“
Í fjórða lagi bendir hann á að uppsöfnuð fjárfestingarþörf hins opinbera sé gífurlega mikil. „Nærtækt dæmi er að húsnæði sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans er ónýtt og hefur verið það í minnst fimmtán ár. Loka þurfti tveimur frumuræktunarstofum út af myglu sem skemmdi öll sýni 2006 en lítið sem ekkert hefur verið gert til að laga aðstæður þessarar deildar sem öll þjóðin hefur reitt sig á. Ef búinn væri til forgangslisti yfir öll þau verkefni sem vitað er að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa vanrækt, og ráðist í þau af ákefð á grunni góðrar skuldastöðu ríkissjóðs, mætti bæði efla atvinnustigið verulega og um leið auka líkurnar á því að fólk geti nýtt samfélagslega innviði landsins til að búa til enn frekari efnahagsleg, samfélagsleg og menningarleg tækifæri. Samkvæmt spátöflum Seðlabanka Íslands sem birtast í maíhefti Peningamála 2020 má sjá að gert er ráð fyrir að framleiðsluspenna minnki minnst næstu þrjú ár. Það er eðlilegt að ríkið nýti þessa vannýttu framleiðslugetu til góðra verka.“