Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir

Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.

Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Auglýsing

Íslensk erfða­grein­ing hefur ekki fengið greitt frá íslenska rík­inu vegna skimunar fyrir kór­ónu­veiru, en þetta stað­festir heil­brigð­is­ráðu­neytið í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Kári Stef­áns­son for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sagði í Kast­ljósi á mið­viku­dags­kvöld að hann teldi kostnað Íslenskrar erfða­grein­ingar vegna skim­ana síð­ustu þrjá mán­uði hafa numið um þremur millj­örðum króna.

Hug­myndin um að Íslensk erfða­grein­ing færi að skima fyrir veirunni kvikn­aði hjá fyr­ir­tæk­inu sjálfu þann 6. mars, þegar kór­ónu­veiran var byrjuð að ganga manna á milli hér inn­an­lands. Þá bauðst fyr­ir­tækið til þess að aðstoða heil­brigð­is­yf­ir­völd í bar­átt­unni.

Auglýsing

Þann sama dag ræddi Kári við mbl.is og sagði að fyr­ir­tækið vildi leggja sitt á árarnar til að kom­ast að því hvernig veiran væri að breið­ast út í íslensku sam­fé­lagi.

 „Við erum ekki að berja okk­ur á brjóst yfir því. Við erum ósköp ein­fald­­lega að gera það sem okk­ur finnst eðli­­legt og sjálf­sagt að ger­a,“ sagði Kári.

Síðan hófst reyndar nokk­urt þras um hvort leyfi þyrfti frá Vís­inda­siða­nefnd til þess að fram­kvæma skiman­irn­ar, en nið­ur­staðan varð sú að þess þyrfti ekki.

Hafa tekið rúm 39 þús­und sýni

Í kjöl­farið byrj­aði fyr­ir­tækið að skima þjóð­ina og hefur til þessa tekið rúm­lega 39 þús­und sýni úr ein­kenna­lausum ein­stak­lingum vítt og breitt um land­ið, og eru enn að. Í heild­ina hafa rúm­lega 60 þús­und COVID-19 sýni verið tekin á Íslandi.

Alls hafa 179 þeirra sýna sem Íslensk erfða­grein­ing hefur tekið reynst jákvæð, og því hafa tæp 10 pró­sent allra þeirra 1.805 smita sem greinst hafa hér á landi greinst vegna skim­ana fyr­ir­tæk­is­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent