Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms

Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.

Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Auglýsing

Vís­bend­ingar eru um að með­al­ein­kunn nem­enda af þriggja ára stúd­ents­prófs­brautum sé örlítið lægri en hjá þeim sem lokið hafa prófi á fjög­urra ára stúd­ent­prófs­braut­um. Brott­fall hefur hins vegar minnkað lítið eitt með breyt­ingu á náms­tím­an­um.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um árangur og áhrif þess að náms­tími til stúd­ents­prófs var styttur úr fjórum árum í þrjú. Skýrslan var birt á vef Alþingis í dag. 

Nið­ur­stöður hennar sýna enn­fremur að nem­endur telja að lík­am­leg heilsa sé svipuð og und­an­farin ár en að and­legri heilsu hafi hrak­að, einkum hjá stúlk­um. Sú þróun hófst þó tals­vert fyrr en skipu­lagður náms­tími til stúd­ents­prófs var styttur í flestum fram­halds­skól­um.

Auglýsing

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti barst beiðni frá Helgu Völu Helga­dóttur og fleiri alþing­is­mönnum um að Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra flytji Alþingi skýrslu um árangur og áhrif þess að náms­tími til stúd­ents­prófs var styttur úr fjórum árum í þrjú ár. Í beiðn­inni var farið fram á svör við sjö spurn­ing­um, m.a. um áhrif á nám, líð­an, brott­fall og rekstur fram­halds­skól­anna. 

Hvað varðar áhrif stytt­ing­ar­innar á nám nem­enda og und­ir­bún­ing fyrir háskóla­nám  kemur fram í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar að rekt­orar þriggja háskóla telji erfitt að leggja mat á áhrif stytt­ing­ar­innar á þessum tíma­punkti en þó grein­ist hjá Háskóla Íslands vís­bend­ingar um að með­al­ein­kunn nem­enda af þriggja ára stúd­ents­prófs­brautum sé örlítið lægri en hjá þeim sem lokið hafa prófi á fjög­urra ára stúd­ent­prófs­braut­um.

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti gerði jafn­framt athugun og nið­ur­stöður hennar gefa til kynna vís­bend­ingar um lægri með­al­ein­kunnir nem­enda sem útskrif­uð­ust úr þriggja ára skipu­lögðum náms­tíma til stúd­ents­prófs sam­an­borið við þá sem inn­rit­uð­ust í fjög­urra ára langt stúd­ents­próf upp á 0,38 til 0,5 stað­al­frá­vik. 

Brott­fall minnkað lít­il­lega

Árlegt brott­hvarf nýnema hefur hins vegar minnkað um 0,5 pró­sentu­stig ef miðað er við tíma­bil fyrir og eftir breyt­ingu á náms­tíma til stúd­ents­prófs þ.e. árin 2010 til og með 2018. Með árlegu brott­hvarfi nýnema er átt við brott­hvarf nýnema haustið eftir að við­kom­andi nem­andi hefur inn­rit­ast beint úr grunn­skóla í fram­halds­skóla. Ekki liggja fyrir nið­ur­stöður um brott­hvarf ann­arra árganga.

Þá sýna nið­ur­stöður óveru­lega breyt­ingu á þátt­töku í félags- og tóm­stunda­starfi en það hefur þó aðeins farið minnk­andi frá 2013 til 2018. Sama má segja með íþrótta­iðkun fram­halds­skóla­nema á stúd­ents­prófs­braut­um. Hún hefur breyst óveru­lega en hefur þó frekar auk­ist.

Nið­ur­stöð­urnar sýna nokkra aukn­ingu á atvinnu­þátt­töku fram­halds­skóla­nema með námi á tíma­bil­inu 2013–2018. Hlut­fall nem­enda sem vinna með skóla hefur því hækkað frá árinu 2013.

Lík­am­leg heilsa svipuð

Við skoðun á áhrifum stytt­ingar náms­tíma á líðan nem­enda kom í ljós að nem­endur telja að lík­am­leg heilsa sé svipuð og und­an­farin ár en að and­legri heilsu hafi hrak­að, einkum hjá stúlk­um. Sú þróun hófst þó tals­vert fyrr en skipu­lagður náms­tími til stúd­ents­prófs var styttur í flestum fram­halds­skól­um.

Frá árinu 2015, þegar nær allir fram­halds­skólar breyttu náms­tíma á stúd­ents­brautum í þrjú ár, hafa mæl­ingar sem tengj­ast líðan starfs­fólks og streitu­ein­kennum þró­ast í jákvæða átt. Fram­halds­skólar mæl­ast að jafn­aði með bestu líðan starfs­fólks af öllum atvinnu­greinum í könn­un­inni Stofnun árs­ins.

Hvað rekstur skól­anna varðar kemur fram í skýrsl­unni að heild­ar­fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins hafi ekki lækkað þrátt fyrir fækkun nem­enda vegna stytt­ingar sem þýðir að fram­lög á hvern nem­anda í fullu námi hafa hækk­að.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent