Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms

Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.

Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Auglýsing

Vís­bend­ingar eru um að með­al­ein­kunn nem­enda af þriggja ára stúd­ents­prófs­brautum sé örlítið lægri en hjá þeim sem lokið hafa prófi á fjög­urra ára stúd­ent­prófs­braut­um. Brott­fall hefur hins vegar minnkað lítið eitt með breyt­ingu á náms­tím­an­um.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um árangur og áhrif þess að náms­tími til stúd­ents­prófs var styttur úr fjórum árum í þrjú. Skýrslan var birt á vef Alþingis í dag. 

Nið­ur­stöður hennar sýna enn­fremur að nem­endur telja að lík­am­leg heilsa sé svipuð og und­an­farin ár en að and­legri heilsu hafi hrak­að, einkum hjá stúlk­um. Sú þróun hófst þó tals­vert fyrr en skipu­lagður náms­tími til stúd­ents­prófs var styttur í flestum fram­halds­skól­um.

Auglýsing

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti barst beiðni frá Helgu Völu Helga­dóttur og fleiri alþing­is­mönnum um að Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra flytji Alþingi skýrslu um árangur og áhrif þess að náms­tími til stúd­ents­prófs var styttur úr fjórum árum í þrjú ár. Í beiðn­inni var farið fram á svör við sjö spurn­ing­um, m.a. um áhrif á nám, líð­an, brott­fall og rekstur fram­halds­skól­anna. 

Hvað varðar áhrif stytt­ing­ar­innar á nám nem­enda og und­ir­bún­ing fyrir háskóla­nám  kemur fram í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar að rekt­orar þriggja háskóla telji erfitt að leggja mat á áhrif stytt­ing­ar­innar á þessum tíma­punkti en þó grein­ist hjá Háskóla Íslands vís­bend­ingar um að með­al­ein­kunn nem­enda af þriggja ára stúd­ents­prófs­brautum sé örlítið lægri en hjá þeim sem lokið hafa prófi á fjög­urra ára stúd­ent­prófs­braut­um.

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti gerði jafn­framt athugun og nið­ur­stöður hennar gefa til kynna vís­bend­ingar um lægri með­al­ein­kunnir nem­enda sem útskrif­uð­ust úr þriggja ára skipu­lögðum náms­tíma til stúd­ents­prófs sam­an­borið við þá sem inn­rit­uð­ust í fjög­urra ára langt stúd­ents­próf upp á 0,38 til 0,5 stað­al­frá­vik. 

Brott­fall minnkað lít­il­lega

Árlegt brott­hvarf nýnema hefur hins vegar minnkað um 0,5 pró­sentu­stig ef miðað er við tíma­bil fyrir og eftir breyt­ingu á náms­tíma til stúd­ents­prófs þ.e. árin 2010 til og með 2018. Með árlegu brott­hvarfi nýnema er átt við brott­hvarf nýnema haustið eftir að við­kom­andi nem­andi hefur inn­rit­ast beint úr grunn­skóla í fram­halds­skóla. Ekki liggja fyrir nið­ur­stöður um brott­hvarf ann­arra árganga.

Þá sýna nið­ur­stöður óveru­lega breyt­ingu á þátt­töku í félags- og tóm­stunda­starfi en það hefur þó aðeins farið minnk­andi frá 2013 til 2018. Sama má segja með íþrótta­iðkun fram­halds­skóla­nema á stúd­ents­prófs­braut­um. Hún hefur breyst óveru­lega en hefur þó frekar auk­ist.

Nið­ur­stöð­urnar sýna nokkra aukn­ingu á atvinnu­þátt­töku fram­halds­skóla­nema með námi á tíma­bil­inu 2013–2018. Hlut­fall nem­enda sem vinna með skóla hefur því hækkað frá árinu 2013.

Lík­am­leg heilsa svipuð

Við skoðun á áhrifum stytt­ingar náms­tíma á líðan nem­enda kom í ljós að nem­endur telja að lík­am­leg heilsa sé svipuð og und­an­farin ár en að and­legri heilsu hafi hrak­að, einkum hjá stúlk­um. Sú þróun hófst þó tals­vert fyrr en skipu­lagður náms­tími til stúd­ents­prófs var styttur í flestum fram­halds­skól­um.

Frá árinu 2015, þegar nær allir fram­halds­skólar breyttu náms­tíma á stúd­ents­brautum í þrjú ár, hafa mæl­ingar sem tengj­ast líðan starfs­fólks og streitu­ein­kennum þró­ast í jákvæða átt. Fram­halds­skólar mæl­ast að jafn­aði með bestu líðan starfs­fólks af öllum atvinnu­greinum í könn­un­inni Stofnun árs­ins.

Hvað rekstur skól­anna varðar kemur fram í skýrsl­unni að heild­ar­fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins hafi ekki lækkað þrátt fyrir fækkun nem­enda vegna stytt­ingar sem þýðir að fram­lög á hvern nem­anda í fullu námi hafa hækk­að.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent