Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir

Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd, seg­ist ekki hafa átt von á því á árinu 2020 að meiri­hlut­inn í nefnd­inni myndi „ákveða að skapa sterka hvata fyrir gríð­ar­lega umfangs­miklum, jafn­vel sögu­leg­um, hóp­upp­sögn­um.“ 

Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti hans um frum­varp til laga um stuðn­ing úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­fresti, sem afgreitt var úr nefnd­inni í gær með sam­þykki nefnd­ar­manna úr stjórn­ar­flokk­un­um, auk þess sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, skrif­aði undir meiri­hluta­á­litið með fyr­ir­vara. 

Frum­varpið gerir ráð fyrir að rík­is­sjóður greiði fyr­ir­tækjum 27 millj­arða króna til að hjálpa þeim að segja upp fólki. 

Í minni­hluta­á­liti Smára, sem hann er einn skrif­aður fyr­ir, segir að það kunni ekki góðri lukku að stýra þegar rík­is­stjórnin leggur fram sér­tæka aðgerð, dul­búna sem almenna aðgerð, í þeim til­gangi að leysa flókið og víð­feðmt vanda­mál. „Það er hægt að lesa á milli lín­anna í frum­varp­inu og sjá hvaða fyr­ir­tæki það er hugsað fyr­ir. Almenn­ingur á Íslandi hefur fullan skiln­ing á því að núver­andi ástand er flókið og erfitt og sam­staðan und­an­farna mán­uði hefur sýnt vilja í verki til að íslenskt sam­fé­lag komi sterkara undan heims­far­aldr­in­um. Þegar hags­munum almenn­ings er hins vegar fórnað á alt­ari örfárra fyr­ir­tækja eins og hér er gert skal engan undra þótt skiln­ing­ur­inn fari þverr­and­i.“

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki sjái að óbreyttu fram á gjald­þrot á næstu vikum og mán­uð­um. Frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar muni eflaust bjarga ein­hverjum þeirra en aug­ljóst sé að þónokkur hluti þeirra þrátt fyrir það fara í þrot. Svarið við þeirri stöðu sé ekki fólgið í einu risa­stóru sleggju­frum­varpi heldur mörgum minni og hnit­mið­aðri aðgerð­um, að mati Smára. Hann tel­ur lík­legt að sagan muni „dæma þetta úrræði sem mis­tök þar sem hags­munum og stöð­ug­leika þorra launa­manna var fórnað fyrir hags­muni nokk­urra fyr­ir­tækja­eig­enda.“

Leggur til fjórar aðrar leiðir

Smári segir í álit­inu að þótt vissu­lega sé girt fyrir ákveðnar gerðir mis­notk­unar og ýmis­legt gert til að tryggja starfs­mönnum rétt­indi sé þeim boðin vinna á ný þá sé ljóst að í frum­varp­inu sé á ferð­inni réttur fyrir ótil­greindan fjölda fyr­ir­tækja til opin­bers fjár­stuðn­ings í tengslum við upp­sagnir ótil­greinds fjölda starfs­manna. „Starfs­mönnum verður gert að vinna á upp­sagn­ar­fresti, á kostnað rík­is­sjóðs. Að upp­sagn­ar­fresti liðnum er atvinnu­rek­andi hvattur til að bjóða starfs­manni sem sagt var upp end­ur­ráðn­ingu með sömu kjara­samn­ings­bundnu rétt­indum og hann hafði áður en ekki endi­lega sömu laun­um, hafi þau verið hærri en kjara­samn­ingar segja til um.“

Hann telur aðrar leiðir til boða, en til að kort­leggja þær þyrfti að grípa til sér­tæk­ari lausna. Smári segir að eðli­legt gjald fyrir gagn­rýni sé betri hug­mynd.

Smári leggur til fjórar leið­ir.

Auglýsing
Í fyrsta lagi telur hann að ríkið gæti boð­ist til að kaupa nýtt útgefið hlutafé fyr­ir­tækja sem reka mik­il­væga sam­fé­lags­lega inn­viði með þeim áhrifum að hlutur eig­enda minnkar en að fyr­ir­tækin fyr­ir­geri sér á móti rétti til útgreiðslu arðs og við­líka ráð­staf­ana þar til hlutur rík­is­ins hefur verið keyptur til baka af fyr­ir­tæk­inu sjálfu.

Í öðru lagi mætti liðka fyrir end­ur­reisn þeirra fyr­ir­tækja sem ekki telj­ast reka mik­il­væga sam­fé­lags­lega inn­viði með því að rík­is­sjóður keypti skuldir fyr­ir­tækj­anna.

Í þriðja lagi mætti nýta hluta­bóta­leið­ina betur og lengur sam­hliða öðrum aðgerð­um. Smári telur raunar það vera mikla mót­sögn að keyra þessar tvær lausnir sam­hliða þar sem hvat­arnir stang­ast á. „Lík­legt er að nokkur fjöldi fyr­ir­tækja hafni hluta­bóta­leið­inni um leið og tæki­færi gefst til að segja upp starfs­fólki á kostnað rík­is­sjóðs. Með því að sam­keyra hluta­bóta­leið­ina við öfl­ugan nýsköp­un­ar­pakka og jafn­vel útvíkka hluta­bóta­leið­ina þannig að hún tryggði skil­yrð­is­lausar atvinnu­leys­is­bætur í ein­hvern tíma hefði mátt greiða fyrir því að atvinnu­lífið næði sér smám saman yfir lengra tíma­bil, og yrði jafn­vel sterkara eftir á.“

Í fjórða lagi bendir hann á að upp­söfnuð fjár­fest­ing­ar­þörf hins opin­bera sé gíf­ur­lega mik­il. „Nær­tækt dæmi er að hús­næði sýkla- og veiru­fræði­deildar Land­spít­al­ans er ónýtt og hefur verið það í minnst fimmtán ár. Loka þurfti tveimur frumu­rækt­un­ar­stofum út af myglu sem skemmdi öll sýni 2006 en lítið sem ekk­ert hefur verið gert til að laga aðstæður þess­arar deildar sem öll þjóðin hefur reitt sig á. Ef búinn væri til for­gangs­listi yfir öll þau verk­efni sem vitað er að rík­is­stjórnir und­an­far­inna ára­tuga hafa van­rækt, og ráð­ist í þau af ákefð á grunni góðrar skulda­stöðu rík­is­sjóðs, mætti bæði efla atvinnustigið veru­lega og um leið auka lík­urnar á því að fólk geti nýtt sam­fé­lags­lega inn­viði lands­ins til að búa til enn frek­ari efna­hags­leg, sam­fé­lags­leg og menn­ing­ar­leg tæki­færi. Sam­kvæmt spátöflum Seðla­banka Íslands sem birt­ast í maí­hefti Pen­inga­mála 2020 má sjá að gert er ráð fyrir að fram­leiðslu­spenna minnki minnst næstu þrjú ár. Það er eðli­legt að ríkið nýti þessa van­nýttu fram­leiðslu­getu til góðra verka.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent