Telur ekki eðlilegt að fjármunum sé mokað út úr sjávarútveginum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var spurður á Alþingi í dag út í tilfærslu hlutafjár eigenda Samherja til barna sinna. Hann segir að málið hafi ekki komið inn á hans borð.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra seg­ist hafa frétt af til­færslu hluta­fjár eig­enda Sam­herja til afkom­end­anna í fjöl­miðlum rétt eins og aðr­ir. Hann telur það ekki vera eðli­legt að fjár­munum sé „mokað út úr ein­hverri til­tek­inni atvinnu­grein ef þannig háttar til“. Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að „nú á dög­unum hefði verið sett Íslands­met í arfi þar sem upp­safn­aður ágóði af sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar var afhentur nýrri kyn­slóð. Um er að ræða mestu til­færslu á verð­mætum milli kyn­slóða í íslenskri útgerð­ar­sögu af tak­mark­aðri auð­lind okk­ar.“

Hann spurði því ráð­herr­ann hvað honum fynd­ist um að þær upp­hæðir sem hér um ræðir og koma til vegna afnota af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­innar væru ekki skatt­lagðar í rík­ari mæli. Fynd­ist honum það í fullri ein­lægni vera eðli­legt, sann­gjarnt, heil­brigt, spurði Log­i. 

Auglýsing

„Það er í sjálfu sér ekk­ert nýtt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn deili ekki sýn okkar í Sam­fylk­ing­unni á fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­ið, hvorki um nauð­syn þess að tíma­binda afla­heim­ildir eða kröfu um eðli­legt gjald í stjórn­ar­skrá fyrir afnot af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur ekki ljáð máls á útfærsl­um, svo sem mark­aðs­leið sem gæti skilað eig­end­unum eðli­legu gjaldi. Þá hafa þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins fellt allar til­lögur okkar um hækkun veiði­gjalda og hafa bein­línis lækkað þau um helm­ing á kjör­tíma­bil­inu og ítrekað aflétt álögum af grein­inni, jafn­vel nú í miðjum veiru­far­aldri. Ég geri mér fylli­lega grein fyrir því að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru mis­jafn­lega stödd, alveg eins og í öðrum atvinnu­grein­um. Það finn­ast reyndar lausnir til að koma á móts við þau. En það er líka morg­un­ljóst að eig­endur margra þeirra stærstu hafa rakað til sín óheyri­lega miklum gróða á síð­ustu árum, jafnt í nið­ur- og upp­sveiflu,“ sagði Logi.

„Það þarf fleiri en einn til þess að ná samn­ing­um“

Krist­ján Þór svar­aði og sagði að ekki væri rétt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði hafnað öllum hug­myndum um til dæmis tíma­bind­ingu á samn­ingum á nýt­ingu sjáv­ar­auð­lind­ar­inn­ar. Hann sagði að slitnað hefði upp úr sam­komu­lagi í nefnd sem þáver­andi þing­mað­ur, Guð­bjartur Hann­es­son, leiddi. „Það var ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem sleit það sam­komu­lag. Þar var kveðið á um lang­tíma­samn­inga á nýt­ingu þess­ara auð­linda. Sömu­leiðis var það ákvæði í stjórn­ar­sátt­mála Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar að taka það upp. En að ein­hverjum ástæðum hefur þetta ekki náð, það þarf að reyna að ná mála­miðl­unum um svona umdeild atriði. En það hefur ekki staðið á Sjálf­stæð­is­flokknum alla­vega að ræða það. Og það þarf fleiri en einn til þess að ná samn­ing­um,“ sagði hann.

Enn fremur sagði ráð­herr­ann að alltaf væri hægt að deila um það að gjald­taka og með­ferð slíkra mála væri eðli­leg og sann­gjörn. „Það verður dálítið per­sónu­bundið mat hverju sinni. Í mínum huga hef ég engan efa um það að fiski­miðin eru sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar. Það er kveðið á um það í fyrstu grein fisk­veiði­stjórn­ar­lag­anna. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur í raun ítrekað talað fyrir því að taka upp auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá þannig að það hefur ekk­ert staðið á okkur í þessi umræðu, að taka hana. En því miður hefur stjórn­mála­öfl­unum á þing­inu ekki auðn­ast að ná sam­stöðu um það og það er engum einum um að kenna í þeim efn­um. Við berum öll sam­eig­in­lega ábyrgð á því.“

Spurði hvort þetta væri heil­brigt ástand

Logi svar­aði og sagði að auð­vitað væri mik­il­vægt að í fisk­veiði­stjórn­ar­lög­unum stæði að auð­lindin væri sam­eign Íslend­inga.

„Það er hins vegar ekki nóg þegar ein­stakir útgerð­ar­menn og erf­ingjar þeirra geta mokað út úr grein­inni enda­laust af fjár­mun­um. Með tíma­bund­inni úthlutun afla­heim­ilda gætum við komið í veg fyrir að hægt sé að færa þær afla­heim­ildir milli kyn­slóða með þessum hætti. Ástæðan fyrir því að ég nefni að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ljái ekki máls á þessu er ein­fald­lega afstaða Sjálf­stæð­is­flokks­ins í vinnu for­manna flokk­anna í stjórn­ar­skránni. Það eru ný tíð­indi og ég vona að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins mæti á næsta fund og fall­ist á það að við setjum inn í stjórn­ar­skrár­á­kvæðið ákvæði um tíma­bind­ingu. Hann hefur ekki ljáð máls á því,“ sagði hann.

Logi Einarsson Mynd: Skjáskot/Alþingi„En ég vil fá svör ráð­herra við því hvort honum finn­ist þetta ekki eðli­legt, sann­gjarnt og heil­brigt að það skuli vera skiptar skoð­anir í sam­fé­lag­inu. Ég vil fá svör ráð­herra hvort honum finn­ist þetta heil­brigt ástand,“ sagði Log­i. 

Ekki komið inn á borð ráð­herr­ans

Krist­ján Þór kom aftur í pontu og sagði að ekki væri rétt að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði ekki mætt á stjórn­ar­skrár­fund­ina. Hann hefði alltaf mætt. 

Hann sagði enn fremur að ekki væri eðli­legt að fjár­munum væri mokað út úr grein­inni. „Nei, mér finnst ekk­ert eðli­legt við að fjár­munum sé mokað út úr ein­hverri til­tek­inni atvinnu­grein ef þannig háttar til.“

Varð­andi mál Sam­herja sagði ráð­herr­ann að hann hefði lík­leg­ast fengið spurnir af yfir­færslu fjár­muna eig­enda Sam­herja til afkom­end­anna á sama tíma og Logi í fjöl­miðl­um.

„Það hefur ekki komið inn á mitt borð. Ég verð að segja að mér fannst ekki eðli­legt ef menn standa í ein­hverjum fjár­mokstri út úr til­tek­inni atvinnu­grein. Það er bara þannig. Það gilda bara um þetta ákveðnar regl­ur, hvort tveggja skatta­legar reglur og ákveðin lög um með­ferð mála og þeim ber að fylgja,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent