Telur ekki eðlilegt að fjármunum sé mokað út úr sjávarútveginum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var spurður á Alþingi í dag út í tilfærslu hlutafjár eigenda Samherja til barna sinna. Hann segir að málið hafi ekki komið inn á hans borð.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra seg­ist hafa frétt af til­færslu hluta­fjár eig­enda Sam­herja til afkom­end­anna í fjöl­miðlum rétt eins og aðr­ir. Hann telur það ekki vera eðli­legt að fjár­munum sé „mokað út úr ein­hverri til­tek­inni atvinnu­grein ef þannig háttar til“. Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að „nú á dög­unum hefði verið sett Íslands­met í arfi þar sem upp­safn­aður ágóði af sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar var afhentur nýrri kyn­slóð. Um er að ræða mestu til­færslu á verð­mætum milli kyn­slóða í íslenskri útgerð­ar­sögu af tak­mark­aðri auð­lind okk­ar.“

Hann spurði því ráð­herr­ann hvað honum fynd­ist um að þær upp­hæðir sem hér um ræðir og koma til vegna afnota af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­innar væru ekki skatt­lagðar í rík­ari mæli. Fynd­ist honum það í fullri ein­lægni vera eðli­legt, sann­gjarnt, heil­brigt, spurði Log­i. 

Auglýsing

„Það er í sjálfu sér ekk­ert nýtt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn deili ekki sýn okkar í Sam­fylk­ing­unni á fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­ið, hvorki um nauð­syn þess að tíma­binda afla­heim­ildir eða kröfu um eðli­legt gjald í stjórn­ar­skrá fyrir afnot af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur ekki ljáð máls á útfærsl­um, svo sem mark­aðs­leið sem gæti skilað eig­end­unum eðli­legu gjaldi. Þá hafa þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins fellt allar til­lögur okkar um hækkun veiði­gjalda og hafa bein­línis lækkað þau um helm­ing á kjör­tíma­bil­inu og ítrekað aflétt álögum af grein­inni, jafn­vel nú í miðjum veiru­far­aldri. Ég geri mér fylli­lega grein fyrir því að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru mis­jafn­lega stödd, alveg eins og í öðrum atvinnu­grein­um. Það finn­ast reyndar lausnir til að koma á móts við þau. En það er líka morg­un­ljóst að eig­endur margra þeirra stærstu hafa rakað til sín óheyri­lega miklum gróða á síð­ustu árum, jafnt í nið­ur- og upp­sveiflu,“ sagði Logi.

„Það þarf fleiri en einn til þess að ná samn­ing­um“

Krist­ján Þór svar­aði og sagði að ekki væri rétt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði hafnað öllum hug­myndum um til dæmis tíma­bind­ingu á samn­ingum á nýt­ingu sjáv­ar­auð­lind­ar­inn­ar. Hann sagði að slitnað hefði upp úr sam­komu­lagi í nefnd sem þáver­andi þing­mað­ur, Guð­bjartur Hann­es­son, leiddi. „Það var ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem sleit það sam­komu­lag. Þar var kveðið á um lang­tíma­samn­inga á nýt­ingu þess­ara auð­linda. Sömu­leiðis var það ákvæði í stjórn­ar­sátt­mála Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar að taka það upp. En að ein­hverjum ástæðum hefur þetta ekki náð, það þarf að reyna að ná mála­miðl­unum um svona umdeild atriði. En það hefur ekki staðið á Sjálf­stæð­is­flokknum alla­vega að ræða það. Og það þarf fleiri en einn til þess að ná samn­ing­um,“ sagði hann.

Enn fremur sagði ráð­herr­ann að alltaf væri hægt að deila um það að gjald­taka og með­ferð slíkra mála væri eðli­leg og sann­gjörn. „Það verður dálítið per­sónu­bundið mat hverju sinni. Í mínum huga hef ég engan efa um það að fiski­miðin eru sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar. Það er kveðið á um það í fyrstu grein fisk­veiði­stjórn­ar­lag­anna. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur í raun ítrekað talað fyrir því að taka upp auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá þannig að það hefur ekk­ert staðið á okkur í þessi umræðu, að taka hana. En því miður hefur stjórn­mála­öfl­unum á þing­inu ekki auðn­ast að ná sam­stöðu um það og það er engum einum um að kenna í þeim efn­um. Við berum öll sam­eig­in­lega ábyrgð á því.“

Spurði hvort þetta væri heil­brigt ástand

Logi svar­aði og sagði að auð­vitað væri mik­il­vægt að í fisk­veiði­stjórn­ar­lög­unum stæði að auð­lindin væri sam­eign Íslend­inga.

„Það er hins vegar ekki nóg þegar ein­stakir útgerð­ar­menn og erf­ingjar þeirra geta mokað út úr grein­inni enda­laust af fjár­mun­um. Með tíma­bund­inni úthlutun afla­heim­ilda gætum við komið í veg fyrir að hægt sé að færa þær afla­heim­ildir milli kyn­slóða með þessum hætti. Ástæðan fyrir því að ég nefni að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ljái ekki máls á þessu er ein­fald­lega afstaða Sjálf­stæð­is­flokks­ins í vinnu for­manna flokk­anna í stjórn­ar­skránni. Það eru ný tíð­indi og ég vona að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins mæti á næsta fund og fall­ist á það að við setjum inn í stjórn­ar­skrár­á­kvæðið ákvæði um tíma­bind­ingu. Hann hefur ekki ljáð máls á því,“ sagði hann.

Logi Einarsson Mynd: Skjáskot/Alþingi„En ég vil fá svör ráð­herra við því hvort honum finn­ist þetta ekki eðli­legt, sann­gjarnt og heil­brigt að það skuli vera skiptar skoð­anir í sam­fé­lag­inu. Ég vil fá svör ráð­herra hvort honum finn­ist þetta heil­brigt ástand,“ sagði Log­i. 

Ekki komið inn á borð ráð­herr­ans

Krist­ján Þór kom aftur í pontu og sagði að ekki væri rétt að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði ekki mætt á stjórn­ar­skrár­fund­ina. Hann hefði alltaf mætt. 

Hann sagði enn fremur að ekki væri eðli­legt að fjár­munum væri mokað út úr grein­inni. „Nei, mér finnst ekk­ert eðli­legt við að fjár­munum sé mokað út úr ein­hverri til­tek­inni atvinnu­grein ef þannig háttar til.“

Varð­andi mál Sam­herja sagði ráð­herr­ann að hann hefði lík­leg­ast fengið spurnir af yfir­færslu fjár­muna eig­enda Sam­herja til afkom­end­anna á sama tíma og Logi í fjöl­miðl­um.

„Það hefur ekki komið inn á mitt borð. Ég verð að segja að mér fannst ekki eðli­legt ef menn standa í ein­hverjum fjár­mokstri út úr til­tek­inni atvinnu­grein. Það er bara þannig. Það gilda bara um þetta ákveðnar regl­ur, hvort tveggja skatta­legar reglur og ákveðin lög um með­ferð mála og þeim ber að fylgja,“ sagði hann að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent