Telur ekki eðlilegt að fjármunum sé mokað út úr sjávarútveginum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var spurður á Alþingi í dag út í tilfærslu hlutafjár eigenda Samherja til barna sinna. Hann segir að málið hafi ekki komið inn á hans borð.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist hafa frétt af tilfærslu hlutafjár eigenda Samherja til afkomendanna í fjölmiðlum rétt eins og aðrir. Hann telur það ekki vera eðlilegt að fjármunum sé „mokað út úr einhverri tiltekinni atvinnugrein ef þannig háttar til“. Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að „nú á dögunum hefði verið sett Íslandsmet í arfi þar sem uppsafnaður ágóði af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar var afhentur nýrri kynslóð. Um er að ræða mestu tilfærslu á verðmætum milli kynslóða í íslenskri útgerðarsögu af takmarkaðri auðlind okkar.“

Hann spurði því ráðherrann hvað honum fyndist um að þær upphæðir sem hér um ræðir og koma til vegna afnota af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar væru ekki skattlagðar í ríkari mæli. Fyndist honum það í fullri einlægni vera eðlilegt, sanngjarnt, heilbrigt, spurði Logi. 

Auglýsing

„Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að Sjálfstæðisflokkurinn deili ekki sýn okkar í Samfylkingunni á fiskveiðistjórnarkerfið, hvorki um nauðsyn þess að tímabinda aflaheimildir eða kröfu um eðlilegt gjald í stjórnarskrá fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ljáð máls á útfærslum, svo sem markaðsleið sem gæti skilað eigendunum eðlilegu gjaldi. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins fellt allar tillögur okkar um hækkun veiðigjalda og hafa beinlínis lækkað þau um helming á kjörtímabilinu og ítrekað aflétt álögum af greininni, jafnvel nú í miðjum veirufaraldri. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að sjávarútvegsfyrirtæki eru misjafnlega stödd, alveg eins og í öðrum atvinnugreinum. Það finnast reyndar lausnir til að koma á móts við þau. En það er líka morgunljóst að eigendur margra þeirra stærstu hafa rakað til sín óheyrilega miklum gróða á síðustu árum, jafnt í niður- og uppsveiflu,“ sagði Logi.

„Það þarf fleiri en einn til þess að ná samningum“

Kristján Þór svaraði og sagði að ekki væri rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði hafnað öllum hugmyndum um til dæmis tímabindingu á samningum á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Hann sagði að slitnað hefði upp úr samkomulagi í nefnd sem þáverandi þingmaður, Guðbjartur Hannesson, leiddi. „Það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem sleit það samkomulag. Þar var kveðið á um langtímasamninga á nýtingu þessara auðlinda. Sömuleiðis var það ákvæði í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að taka það upp. En að einhverjum ástæðum hefur þetta ekki náð, það þarf að reyna að ná málamiðlunum um svona umdeild atriði. En það hefur ekki staðið á Sjálfstæðisflokknum allavega að ræða það. Og það þarf fleiri en einn til þess að ná samningum,“ sagði hann.

Enn fremur sagði ráðherrann að alltaf væri hægt að deila um það að gjaldtaka og meðferð slíkra mála væri eðlileg og sanngjörn. „Það verður dálítið persónubundið mat hverju sinni. Í mínum huga hef ég engan efa um það að fiskimiðin eru sameign íslensku þjóðarinnar. Það er kveðið á um það í fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun ítrekað talað fyrir því að taka upp auðlindaákvæði í stjórnarskrá þannig að það hefur ekkert staðið á okkur í þessi umræðu, að taka hana. En því miður hefur stjórnmálaöflunum á þinginu ekki auðnast að ná samstöðu um það og það er engum einum um að kenna í þeim efnum. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á því.“

Spurði hvort þetta væri heilbrigt ástand

Logi svaraði og sagði að auðvitað væri mikilvægt að í fiskveiðistjórnarlögunum stæði að auðlindin væri sameign Íslendinga.

„Það er hins vegar ekki nóg þegar einstakir útgerðarmenn og erfingjar þeirra geta mokað út úr greininni endalaust af fjármunum. Með tímabundinni úthlutun aflaheimilda gætum við komið í veg fyrir að hægt sé að færa þær aflaheimildir milli kynslóða með þessum hætti. Ástæðan fyrir því að ég nefni að Sjálfstæðisflokkurinn ljái ekki máls á þessu er einfaldlega afstaða Sjálfstæðisflokksins í vinnu formanna flokkanna í stjórnarskránni. Það eru ný tíðindi og ég vona að formaður Sjálfstæðisflokksins mæti á næsta fund og fallist á það að við setjum inn í stjórnarskrárákvæðið ákvæði um tímabindingu. Hann hefur ekki ljáð máls á því,“ sagði hann.

Logi Einarsson Mynd: Skjáskot/Alþingi„En ég vil fá svör ráðherra við því hvort honum finnist þetta ekki eðlilegt, sanngjarnt og heilbrigt að það skuli vera skiptar skoðanir í samfélaginu. Ég vil fá svör ráðherra hvort honum finnist þetta heilbrigt ástand,“ sagði Logi. 

Ekki komið inn á borð ráðherrans

Kristján Þór kom aftur í pontu og sagði að ekki væri rétt að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði ekki mætt á stjórnarskrárfundina. Hann hefði alltaf mætt. 

Hann sagði enn fremur að ekki væri eðlilegt að fjármunum væri mokað út úr greininni. „Nei, mér finnst ekkert eðlilegt við að fjármunum sé mokað út úr einhverri tiltekinni atvinnugrein ef þannig háttar til.“

Varðandi mál Samherja sagði ráðherrann að hann hefði líklegast fengið spurnir af yfirfærslu fjármuna eigenda Samherja til afkomendanna á sama tíma og Logi í fjölmiðlum.

„Það hefur ekki komið inn á mitt borð. Ég verð að segja að mér fannst ekki eðlilegt ef menn standa í einhverjum fjármokstri út úr tiltekinni atvinnugrein. Það er bara þannig. Það gilda bara um þetta ákveðnar reglur, hvort tveggja skattalegar reglur og ákveðin lög um meðferð mála og þeim ber að fylgja,“ sagði hann að lokum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent