Suður-Kórea stígur skref til baka

Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Auglýsing

Skyndi­leg fjölgun nýrra til­fella af COVID-19 í Suð­ur­-Kóreu hefur orðið til þess að stjórn­völd hafa hert tak­mark­anir að nýju í höf­uð­borg­inni Seúl. Fjöldi nýrra smita er nú meiri en hann hefur verið í tæp­lega tvo mán­uði. Ótt­ast er að önnur bylgja far­ald­urs­ins sé að skella á suð­ur­kóresku þjóð­inni.

Stjórn­völd í Suð­ur­-Kóreu hafa frá upp­hafi far­ald­urs­ins hlotið lof fyrir við­brögð sín. Fyrsta til­fellið greind­ist 20. jan­úar og þegar mest lét í mars voru að grein­ast um 500 smit á dag. Í land­inu býr 51 milljón manna og þar hafa frá upp­hafi greinst 11.344 smit af kór­ónu­veirunni. Tæp­lega 270 hafa lát­ist vegna COVID-19.

Í gær greindust hins vegar 79 ný smit, þar af 67 í höf­uð­borg­inni þar sem um helm­ingur þjóð­ar­innar býr. 

Auglýsing

Það sem veldur ótta er að þetta er þriðji dag­ur­inn í röð sem nýgreindum fjölgar hratt. Heil­brigð­is­ráð­herr­ann brást þegar í stað við með því að gefa það út að höf­uð­borg­ar­búar skuli forð­ast ónauð­syn­legar sam­komur og hvatti hann fyr­ir­tæki til að halda starfs­mönnum sem finna fyrir flensu­líkum ein­kennum heima.

Í vik­unni greindust að minnsta kosti 69 smit meðal starfs­manna einnar stærstu vef­versl­unar Suð­ur­-Kóreu, Coupang. Fyr­ir­tækið er með höf­uð­stöðvar í Seúl. Yfir 4.000 starfs­menn og við­skipta­vinir vöru­húss versl­un­ar­innar eru í ein­angr­un. Þessi nýju til­felli eru rakin til hópsmits meðal gesta nokk­urra næt­ur­klúbba í höf­uð­borg­inni í byrjun mán­að­ar. 

Fjöl­miðlar í Suð­ur­-Kóreu hafa greint frá því að stjórn­endur Coupang hafi ekki séð til þess að starfs­menn­irnir gætu haldið tveggja metra fjar­lægð sín á milli. Þá hafi þeir ekki látið þá bera and­lits­grím­ur. Einnig hefur komið fram að þeir starfs­menn sem sögð­ust finna fyrir ein­kennum voru beðnir að halda áfram að mæta í vinn­una, m.a. konu á fimm­tugs­aldri sem er talin vera sú fyrsta í hópi starfs­manna vef­versl­un­ar­innar sem smit­að­ist af COVID-19.

­Suð­ur­-Kórea fór þá leið í aðgerðum sínum að skima ítar­lega fyrir veirunni, rekja smit af kappi og setja sýkta í ein­angr­un. Ekki var gripið til harðra lokanna eins og í mörgum öðrum lönd­um. Hins vegar var fólk hvatt til félags­forð­un­ar, þ.e. að halda fjar­lægð sín á milli, forð­ast mann­marga staði og þar fram eftir göt­un­um.

 Til að bregð­ast við fjölgun nýrra smita hafa yfir­völd ákveðið að frá og með morg­un­deg­inum verði söfnum og almenn­ings­görðum lokað á ný. Þá eru fyr­ir­tæki hvött til að bjóða starfs­mönnum upp á sveigj­an­legri vinnu­tíma svo margir séu ekki í sama rými á sama tíma. Íbúar Seúl hafa svo verið hvattir til að forð­ast mann­marga staði, m.a. veit­inga­staði og bari. Þá hafa trú­fé­lög verið beðin að sýna sér­staka var­kárni á sam­komum sín­um. 

Næstu vikur mik­il­vægar

„Næstu vær vik­urnar munu skera úr um það hvort okkur tekst að koma í veg fyrir fleiri smit á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ sagði heil­brigð­is­ráð­herr­ann Park Neung-hoo. „Við munum þurfa að hverfa aftur til félags­forð­unar í ríku mæli ef okkur mis­tekst.“

Hann benti á að smit­leið­irnar væru helst á fjöl­mennum vinnu­stöðum og í mann­mergð skóla og karíókí-bara. Um 500 skólar hafa frestað því að opna bygg­ingar sínar fyrir nem­end­um.

Aðgerðum suð­ur­kóreskra stjórn­valda var aflétt um allt landið þann 6. maí. Fyrstu dag­ana virt­ist sem aflétt­ingin hefði lítil áhrif en í þess­ari viku breytt­ist allt. Þykir þetta und­ir­strika hætt­una sem getur skap­ast þegar til­slak­anir eru gerðar á tak­mörk­unum á sam­komum fólks. Fjöl­mörg lönd eru nú að stíga skref í þá átt í þeirri við­leitni að veita súr­efni inn í sam­fé­lög sín og efna­hag. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reykjavíkurstjórn líklegasti valkosturinn við sitjandi ríkisstjórn
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 5. júlí 2020
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent