Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun

Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.

Laugavegur
Auglýsing

Könn­un­ar­fyr­ir­tækið Mask­ína leið­rétti á fimmtu­dag fram­setn­ingu Morg­un­blaðs­ins á könnun sem fyr­ir­tækið vann fyrir hóp kaup­manna sem kallar sig Mið­bæj­ar­fé­lagið í byrjun mars. Í frétt blaðs­ins var því haldið fram nið­ur­stöð­urnar sýndu að „­meiri­hlut­i“ í­búa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins væri á móti því að göngu­götur yrðu allt árið í mið­borg Reykja­víkur til fram­tíð­ar, en svo er ekki.

Hið rétta er, eins og kemur fram í frétt á vef Mask­ínu sem sett var inn á þriðju­dag eftir að rangar tölur úr könn­un­inni komu fram í umfjöllun Bylgj­unn­ar, að nið­ur­stöður könn­un­ar­innar gefa til kynna að 44,2 pró­sent íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ekki bara í Reykja­vík heldur einnig í nágranna­sveit­ar­fé­lög­un­um, séu á móti því að Banka­stræti, Lauga­vegur alla leið frá Hlemmi að Þing­holts­stræti og neðri hluti Skóla­vörðu­stígs verði gerður að göngu­götu allt árið. Þetta er stærstur hluti aðspurðra, eins og nú segir í net­út­gáfu fréttar Morg­un­blaðs­ins.

En ein­ungis ögn færri, eða 41,1 pró­sent aðspurðra, sögð­ust fylgj­andi því að þetta svæði yrði gert að var­an­legri göngu­götu. 14,7 pró­sent þeirra sem tóku þátt í könn­un­inni voru í hvorki afger­andi hlynntir því né and­víg­ir. Það má því segja að íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins séu klofnir í afstöðu sinni til var­an­legra göngugatna á þessu svæði, sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­inn­ar.

Auglýsing

Mask­ína spurði einnig hvort íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins teldu sig lík­legri eða ólík­legri til þess að heim­sækja mið­borg Reykja­víkur ef þessar breyt­ingar yrðu gerð­ar. Stærstur hluti, eða 37,4 pró­sent, sagði að það myndi engu breyta fyrir sig, en 35,6 pró­sent aðspurðra sögðu að ólík­legra væri að þeir myndu heim­sækja mið­borg­ina eftir breyt­ing­ar. Á móti sögðu 27 pró­sent aðspurðra að það væri lík­legra að þeir myndu sækja mið­borg­ina heim ef þar væru göngu­götur allt árið.

Lagt var rang­lega út frá nið­ur­stöðum þess­arar könn­unar í leið­ara Morg­un­blaðs­ins á föstu­dag. Þar var því haldið fram að í könnun Mask­ínu fyrir Mið­bæj­ar­fé­lagið hefði verið spurt um afstöðu Reyk­vík­inga til göngugatna í mið­borg­inni, þegar hið rétta er að verið var að spyrja íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu, eins og kom fram í frétt blaðs­ins á fimmtu­dag. ­Nið­ur­stöð­urnar könn­un­ar­innar voru svo sagðar sýna að „lokana­stefna“ borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans væri komin í öng­stræti.

Meiri­hluti Reyk­vík­inga er jákvæður gagn­vart göngu­götum

Reykja­vík­ur­borg hefur á und­an­förnum árum látið Mask­ínu fram­kvæma árlegar kann­anir á afstöðu Reyk­vík­inga til göngugatna í mið­borg­inni. Nið­ur­stöð­urnar sýna að meiri­hluti Reyk­vík­inga er jákvæður gagn­vart göngu­göt­um.

Í nýj­ustu könnun Mask­ínu fyrir borg­ina, sem fram­kvæmd var í sept­em­ber í fyrra, voru 64,5 pró­sent aðspurðra borg­ar­búa jákvæðir gagn­vart göngu­götum í mið­borg­inni og stærstur hluti aðspurðra, eða 28 pró­sent, sagð­ist vilja göngu­götur allt árið. Rúm 20 pró­sent sögð­ust að ein­hverju leyti nei­kvæð í garð göngugatna.

Jákvæðni í garð göngugatna eykst eftir því sem fólk kemur oftar í mið­borg­ina, en 79 pró­sent þeirra sem sögð­ust koma viku­lega eða oftar í mið­borg­ina sögð­ust jákvæðir gagn­vart göngu­göt­um. Það voru einnig 68 pró­sent þeirra sem komu alla­vega 1-3 sinnum í mán­uði, en ein­ungis 45 pró­sent þeirra sem koma í mið­borg­ina sjaldnar en mán­að­ar­lega.

Göngu­göt­urnar orðnar var­an­legar en samt bílar um allt

Göngu­götur í mið­borg­inni eru nú orðnar var­an­leg­ar. Sú ákvörðun var nýlega stað­fest af borg­ar­yf­ir­völd­um, en um er að ræða Lauga­veg frá Klapp­ar­stíg að Þing­holts­stræti, Skóla­vörðu­stíg á milli Berg­staða­strætis og Lauga­vegar og Vega­móta­stíg frá Lauga­vegi að Grett­is­götu. Í sumar er svæðið raunar enn stærra og Lauga­veg­ur­inn tíma­bundið göngu­gata alla leið­ina að Frakka­stíg.

Búið er að setja upp skilti sem banna akstur um göngu­göt­urn­ar, en þeim er ekki lokað með hliðum eins og gert hefur verið und­an­farin ár. 

Ástæðan fyrir því er sú að sam­kvæmt nýjum umferð­ar­lögum er ákveðnum hópum heim­ilt að fara um göngu­götur á bíl. Þetta eru hand­hafar stæð­iskorta fyrir hreyfi­haml­aða og svo þeir sem sinna akst­urs­þjón­ustu fatl­aðra. Einnig mega lög­regla, slökkvi­lið og sjúkra­bílar aka um göngu­göt­ur.

Þó eru mun fleiri á ferð­inni á bílum sínum um göngu­göt­urnar en þeir sem hafa til þess leyfi. Hafa margir vakið máls á því á sam­fé­lags­miðlum und­an­farna daga að öku­menn brjóti umferð­ar­lögin og fari rún­t­andi niður Skóla­vörðu­stíg, Lauga­veg og Banka­stræti.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent