Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun

Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.

Laugavegur
Auglýsing

Könn­un­ar­fyr­ir­tækið Mask­ína leið­rétti á fimmtu­dag fram­setn­ingu Morg­un­blaðs­ins á könnun sem fyr­ir­tækið vann fyrir hóp kaup­manna sem kallar sig Mið­bæj­ar­fé­lagið í byrjun mars. Í frétt blaðs­ins var því haldið fram nið­ur­stöð­urnar sýndu að „­meiri­hlut­i“ í­búa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins væri á móti því að göngu­götur yrðu allt árið í mið­borg Reykja­víkur til fram­tíð­ar, en svo er ekki.

Hið rétta er, eins og kemur fram í frétt á vef Mask­ínu sem sett var inn á þriðju­dag eftir að rangar tölur úr könn­un­inni komu fram í umfjöllun Bylgj­unn­ar, að nið­ur­stöður könn­un­ar­innar gefa til kynna að 44,2 pró­sent íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ekki bara í Reykja­vík heldur einnig í nágranna­sveit­ar­fé­lög­un­um, séu á móti því að Banka­stræti, Lauga­vegur alla leið frá Hlemmi að Þing­holts­stræti og neðri hluti Skóla­vörðu­stígs verði gerður að göngu­götu allt árið. Þetta er stærstur hluti aðspurðra, eins og nú segir í net­út­gáfu fréttar Morg­un­blaðs­ins.

En ein­ungis ögn færri, eða 41,1 pró­sent aðspurðra, sögð­ust fylgj­andi því að þetta svæði yrði gert að var­an­legri göngu­götu. 14,7 pró­sent þeirra sem tóku þátt í könn­un­inni voru í hvorki afger­andi hlynntir því né and­víg­ir. Það má því segja að íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins séu klofnir í afstöðu sinni til var­an­legra göngugatna á þessu svæði, sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­inn­ar.

Auglýsing

Mask­ína spurði einnig hvort íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins teldu sig lík­legri eða ólík­legri til þess að heim­sækja mið­borg Reykja­víkur ef þessar breyt­ingar yrðu gerð­ar. Stærstur hluti, eða 37,4 pró­sent, sagði að það myndi engu breyta fyrir sig, en 35,6 pró­sent aðspurðra sögðu að ólík­legra væri að þeir myndu heim­sækja mið­borg­ina eftir breyt­ing­ar. Á móti sögðu 27 pró­sent aðspurðra að það væri lík­legra að þeir myndu sækja mið­borg­ina heim ef þar væru göngu­götur allt árið.

Lagt var rang­lega út frá nið­ur­stöðum þess­arar könn­unar í leið­ara Morg­un­blaðs­ins á föstu­dag. Þar var því haldið fram að í könnun Mask­ínu fyrir Mið­bæj­ar­fé­lagið hefði verið spurt um afstöðu Reyk­vík­inga til göngugatna í mið­borg­inni, þegar hið rétta er að verið var að spyrja íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu, eins og kom fram í frétt blaðs­ins á fimmtu­dag. ­Nið­ur­stöð­urnar könn­un­ar­innar voru svo sagðar sýna að „lokana­stefna“ borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans væri komin í öng­stræti.

Meiri­hluti Reyk­vík­inga er jákvæður gagn­vart göngu­götum

Reykja­vík­ur­borg hefur á und­an­förnum árum látið Mask­ínu fram­kvæma árlegar kann­anir á afstöðu Reyk­vík­inga til göngugatna í mið­borg­inni. Nið­ur­stöð­urnar sýna að meiri­hluti Reyk­vík­inga er jákvæður gagn­vart göngu­göt­um.

Í nýj­ustu könnun Mask­ínu fyrir borg­ina, sem fram­kvæmd var í sept­em­ber í fyrra, voru 64,5 pró­sent aðspurðra borg­ar­búa jákvæðir gagn­vart göngu­götum í mið­borg­inni og stærstur hluti aðspurðra, eða 28 pró­sent, sagð­ist vilja göngu­götur allt árið. Rúm 20 pró­sent sögð­ust að ein­hverju leyti nei­kvæð í garð göngugatna.

Jákvæðni í garð göngugatna eykst eftir því sem fólk kemur oftar í mið­borg­ina, en 79 pró­sent þeirra sem sögð­ust koma viku­lega eða oftar í mið­borg­ina sögð­ust jákvæðir gagn­vart göngu­göt­um. Það voru einnig 68 pró­sent þeirra sem komu alla­vega 1-3 sinnum í mán­uði, en ein­ungis 45 pró­sent þeirra sem koma í mið­borg­ina sjaldnar en mán­að­ar­lega.

Göngu­göt­urnar orðnar var­an­legar en samt bílar um allt

Göngu­götur í mið­borg­inni eru nú orðnar var­an­leg­ar. Sú ákvörðun var nýlega stað­fest af borg­ar­yf­ir­völd­um, en um er að ræða Lauga­veg frá Klapp­ar­stíg að Þing­holts­stræti, Skóla­vörðu­stíg á milli Berg­staða­strætis og Lauga­vegar og Vega­móta­stíg frá Lauga­vegi að Grett­is­götu. Í sumar er svæðið raunar enn stærra og Lauga­veg­ur­inn tíma­bundið göngu­gata alla leið­ina að Frakka­stíg.

Búið er að setja upp skilti sem banna akstur um göngu­göt­urn­ar, en þeim er ekki lokað með hliðum eins og gert hefur verið und­an­farin ár. 

Ástæðan fyrir því er sú að sam­kvæmt nýjum umferð­ar­lögum er ákveðnum hópum heim­ilt að fara um göngu­götur á bíl. Þetta eru hand­hafar stæð­iskorta fyrir hreyfi­haml­aða og svo þeir sem sinna akst­urs­þjón­ustu fatl­aðra. Einnig mega lög­regla, slökkvi­lið og sjúkra­bílar aka um göngu­göt­ur.

Þó eru mun fleiri á ferð­inni á bílum sínum um göngu­göt­urnar en þeir sem hafa til þess leyfi. Hafa margir vakið máls á því á sam­fé­lags­miðlum und­an­farna daga að öku­menn brjóti umferð­ar­lögin og fari rún­t­andi niður Skóla­vörðu­stíg, Lauga­veg og Banka­stræti.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent