Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins

Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.

Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur hætt umfjöllun um frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingar á upp­lýs­inga­lög­um. Það var gert eftir að Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, fram­sögu­maður máls­ins í nefnd­inni, lagði það til á fundi hennar í morg­un. Afleið­ingar þess eru þær að frum­varpið er þá ekki lengur á dag­skrá og það þarf að leggja það fram að nýju eigi frum­varpið að verða að lög­um. 

Frá þessu er greint á vef RÚV en þar segir að í bókun Kol­beins vegna þessa hafi sagt að ýmsar spurn­ingar hafi komið fram sem hefðu kallað á umfangs­meiri skoðun en færi væri á að fara í. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um frum­varpið í frétta­skýr­ingu í morgun. Það var lagt fram í mars af for­sæt­is­ráð­herra og þá sagt að til­gangur þess væri að „auka gagn­­sæi í atvinn­u­­lífi og allri stjórn­­­sýslu til að efla traust almenn­ings á rekstri fyr­ir­tækja, fjár­­­mála­lífi, stjórn­­­málum og stofn­unum sam­­fé­lags­ins.“

Auglýsing
For­saga þess að frum­varpið var lagt fram eru athuga­­semdir sem Sam­tök atvinn­u­lífs­ins skil­uðu inn í fyrra, þegar lögum um upp­­lýs­inga­­mál var breytt án þess að nokkur þing­­maður greiddi atkvæði gegn því. Athuga­­semdir þeirra snéru að því að sam­tökin vildi að hinu opin­bera yrði gert skylt að leita upp­­lýs­inga hjá þriðja aðila, t.d. skjól­­stæð­inga Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins, um hvort þeir vildu að upp­­lýs­ingar um þá yrðu gerðar opin­ber­­ar. Nýlegt dæmi um slíka þriðja aðila er þegar Kjarn­inn og Við­­skipta­­blaðið leit­uðu eftir að fá stefnur nokk­­urra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja á hendur rík­­inu þar sem þau fóru fram á yfir tíu millj­­arða króna bætur vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta. Rík­­is­lög­­maður taldi sér ekki heim­ilt að afhenda stefn­­urnar þar sem sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækið reynd­ust því mót­­fall­in. Málið var kært til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að stefn­­urnar ættu fullt erindi við almenn­ing og skyldu afhent­­ar. 

Hörð gagn­rýni

Fjöl­margir hafa gagn­rýnt frum­varpið harð­lega.  Sið­fræð­i­­stofnun Háskóla Íslands sagði að hætt væri við því að með frum­varp­inu yrði „stigið skref til baka“ þar sem að ekki væri tryggt að máls­­með­­­ferð­­ar­­tími vegna upp­­lýs­inga­beiðna myndi ekki lengj­­ast verði það að lög­­­um. Blaða­­manna­­fé­lag Íslands leggst alfarið gegn sam­­þykkt frum­varps­ins og það gerir Félag frétta­­manna RÚV einnig. 

Þá skil­aði Úrskurð­­ar­­nefnd um upp­­lýs­inga­­mál (ÚNU) umsögn í gær þar sem segir að frum­varpið muni gera fram­­kvæmd upp­lýs­inga­lag­anna „bæði flókn­­ari og óskil­­virk­­ari“. Ein­­boðið sé að verði frum­varpið að lögum muni það valda enn tíð­­ari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grund­velli upp­­lýs­inga­laga. 

Þar segir enn fremur að ÚNU vilji árétta að „sam­­bæri­­leg ákvæði um aðkomu þriðja aðila að máls­­með­­­ferð stjórn­­­valds, eins og frum­varpið felur í sér, eru ekki í nor­rænni lög­­­gjöf um upp­­lýs­inga­rétt almenn­ings. Síð­­ast­­nefnda atriðið end­­ur­­speglar enn fremur að sjón­­­ar­mið sem hafa komið fram opin­ber­­lega um að þörf sé á breyt­ingum á upp­­lýs­inga­lögum vegna laga[...]um per­­són­u­vernd og vinnslu per­­són­u­­upp­­lýs­inga, eiga ekki við rök að styðj­­ast.“

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins skil­uðu líka inn umsögn um frum­varpið og lýstu yfir ánægju með það en lögðu líka til frek­­ari breyt­ing­­ar. Meðal ann­­ars vilja sam­tökin að tekin verði upp gjald­­­taka fyrir aðgang að upp­­­lýs­ingum frá hinu opin­bera. Sá kostn­aður myndi að upp­­i­­­­stöðu falla á fjöl­miðla sem leggja fram nær allar beiðnir sem hinu opin­bera ber­­­ast um upp­­­lýs­ing­­­ar. Þau vildu líka að tími til að afgreiða beiðni yrði tvö­­fald­aður og að þeim sem leit­­ast eftir að fá upp­­lýs­ingar verði gert að útskýra til­­­gang beiðn­­innar fyr­ir­fram.

For­sæt­is­ráð­herra, sagði í hádeg­is­fréttum RÚV í dag að sér hugn­að­ist ekki hug­myndir Sam­taka atvinnu­lífs­ins um gjald­töku vegna upp­lýs­inga­beiðna. „Eftir því sem ég sé þá kalla allar þessar umsagnir á miklu meiri vinnu í þetta mál þannig að ég hef það ekki í for­gangi að þessu máli verði lokið núna. Ég tel að það sýni að við verðum að skoða þetta miklu bet­ur.“ 

Nú hefur málið verið aflagt, að minnsta kosti sem stend­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent