Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins

Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.

Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur hætt umfjöllun um frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingar á upp­lýs­inga­lög­um. Það var gert eftir að Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, fram­sögu­maður máls­ins í nefnd­inni, lagði það til á fundi hennar í morg­un. Afleið­ingar þess eru þær að frum­varpið er þá ekki lengur á dag­skrá og það þarf að leggja það fram að nýju eigi frum­varpið að verða að lög­um. 

Frá þessu er greint á vef RÚV en þar segir að í bókun Kol­beins vegna þessa hafi sagt að ýmsar spurn­ingar hafi komið fram sem hefðu kallað á umfangs­meiri skoðun en færi væri á að fara í. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um frum­varpið í frétta­skýr­ingu í morgun. Það var lagt fram í mars af for­sæt­is­ráð­herra og þá sagt að til­gangur þess væri að „auka gagn­­sæi í atvinn­u­­lífi og allri stjórn­­­sýslu til að efla traust almenn­ings á rekstri fyr­ir­tækja, fjár­­­mála­lífi, stjórn­­­málum og stofn­unum sam­­fé­lags­ins.“

Auglýsing
For­saga þess að frum­varpið var lagt fram eru athuga­­semdir sem Sam­tök atvinn­u­lífs­ins skil­uðu inn í fyrra, þegar lögum um upp­­lýs­inga­­mál var breytt án þess að nokkur þing­­maður greiddi atkvæði gegn því. Athuga­­semdir þeirra snéru að því að sam­tökin vildi að hinu opin­bera yrði gert skylt að leita upp­­lýs­inga hjá þriðja aðila, t.d. skjól­­stæð­inga Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins, um hvort þeir vildu að upp­­lýs­ingar um þá yrðu gerðar opin­ber­­ar. Nýlegt dæmi um slíka þriðja aðila er þegar Kjarn­inn og Við­­skipta­­blaðið leit­uðu eftir að fá stefnur nokk­­urra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja á hendur rík­­inu þar sem þau fóru fram á yfir tíu millj­­arða króna bætur vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta. Rík­­is­lög­­maður taldi sér ekki heim­ilt að afhenda stefn­­urnar þar sem sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækið reynd­ust því mót­­fall­in. Málið var kært til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að stefn­­urnar ættu fullt erindi við almenn­ing og skyldu afhent­­ar. 

Hörð gagn­rýni

Fjöl­margir hafa gagn­rýnt frum­varpið harð­lega.  Sið­fræð­i­­stofnun Háskóla Íslands sagði að hætt væri við því að með frum­varp­inu yrði „stigið skref til baka“ þar sem að ekki væri tryggt að máls­­með­­­ferð­­ar­­tími vegna upp­­lýs­inga­beiðna myndi ekki lengj­­ast verði það að lög­­­um. Blaða­­manna­­fé­lag Íslands leggst alfarið gegn sam­­þykkt frum­varps­ins og það gerir Félag frétta­­manna RÚV einnig. 

Þá skil­aði Úrskurð­­ar­­nefnd um upp­­lýs­inga­­mál (ÚNU) umsögn í gær þar sem segir að frum­varpið muni gera fram­­kvæmd upp­lýs­inga­lag­anna „bæði flókn­­ari og óskil­­virk­­ari“. Ein­­boðið sé að verði frum­varpið að lögum muni það valda enn tíð­­ari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grund­velli upp­­lýs­inga­laga. 

Þar segir enn fremur að ÚNU vilji árétta að „sam­­bæri­­leg ákvæði um aðkomu þriðja aðila að máls­­með­­­ferð stjórn­­­valds, eins og frum­varpið felur í sér, eru ekki í nor­rænni lög­­­gjöf um upp­­lýs­inga­rétt almenn­ings. Síð­­ast­­nefnda atriðið end­­ur­­speglar enn fremur að sjón­­­ar­mið sem hafa komið fram opin­ber­­lega um að þörf sé á breyt­ingum á upp­­lýs­inga­lögum vegna laga[...]um per­­són­u­vernd og vinnslu per­­són­u­­upp­­lýs­inga, eiga ekki við rök að styðj­­ast.“

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins skil­uðu líka inn umsögn um frum­varpið og lýstu yfir ánægju með það en lögðu líka til frek­­ari breyt­ing­­ar. Meðal ann­­ars vilja sam­tökin að tekin verði upp gjald­­­taka fyrir aðgang að upp­­­lýs­ingum frá hinu opin­bera. Sá kostn­aður myndi að upp­­i­­­­stöðu falla á fjöl­miðla sem leggja fram nær allar beiðnir sem hinu opin­bera ber­­­ast um upp­­­lýs­ing­­­ar. Þau vildu líka að tími til að afgreiða beiðni yrði tvö­­fald­aður og að þeim sem leit­­ast eftir að fá upp­­lýs­ingar verði gert að útskýra til­­­gang beiðn­­innar fyr­ir­fram.

For­sæt­is­ráð­herra, sagði í hádeg­is­fréttum RÚV í dag að sér hugn­að­ist ekki hug­myndir Sam­taka atvinnu­lífs­ins um gjald­töku vegna upp­lýs­inga­beiðna. „Eftir því sem ég sé þá kalla allar þessar umsagnir á miklu meiri vinnu í þetta mál þannig að ég hef það ekki í for­gangi að þessu máli verði lokið núna. Ég tel að það sýni að við verðum að skoða þetta miklu bet­ur.“ 

Nú hefur málið verið aflagt, að minnsta kosti sem stend­ur. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent