Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins

Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.

Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur hætt umfjöllun um frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingar á upp­lýs­inga­lög­um. Það var gert eftir að Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, fram­sögu­maður máls­ins í nefnd­inni, lagði það til á fundi hennar í morg­un. Afleið­ingar þess eru þær að frum­varpið er þá ekki lengur á dag­skrá og það þarf að leggja það fram að nýju eigi frum­varpið að verða að lög­um. 

Frá þessu er greint á vef RÚV en þar segir að í bókun Kol­beins vegna þessa hafi sagt að ýmsar spurn­ingar hafi komið fram sem hefðu kallað á umfangs­meiri skoðun en færi væri á að fara í. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um frum­varpið í frétta­skýr­ingu í morgun. Það var lagt fram í mars af for­sæt­is­ráð­herra og þá sagt að til­gangur þess væri að „auka gagn­­sæi í atvinn­u­­lífi og allri stjórn­­­sýslu til að efla traust almenn­ings á rekstri fyr­ir­tækja, fjár­­­mála­lífi, stjórn­­­málum og stofn­unum sam­­fé­lags­ins.“

Auglýsing
For­saga þess að frum­varpið var lagt fram eru athuga­­semdir sem Sam­tök atvinn­u­lífs­ins skil­uðu inn í fyrra, þegar lögum um upp­­lýs­inga­­mál var breytt án þess að nokkur þing­­maður greiddi atkvæði gegn því. Athuga­­semdir þeirra snéru að því að sam­tökin vildi að hinu opin­bera yrði gert skylt að leita upp­­lýs­inga hjá þriðja aðila, t.d. skjól­­stæð­inga Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins, um hvort þeir vildu að upp­­lýs­ingar um þá yrðu gerðar opin­ber­­ar. Nýlegt dæmi um slíka þriðja aðila er þegar Kjarn­inn og Við­­skipta­­blaðið leit­uðu eftir að fá stefnur nokk­­urra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja á hendur rík­­inu þar sem þau fóru fram á yfir tíu millj­­arða króna bætur vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta. Rík­­is­lög­­maður taldi sér ekki heim­ilt að afhenda stefn­­urnar þar sem sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækið reynd­ust því mót­­fall­in. Málið var kært til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að stefn­­urnar ættu fullt erindi við almenn­ing og skyldu afhent­­ar. 

Hörð gagn­rýni

Fjöl­margir hafa gagn­rýnt frum­varpið harð­lega.  Sið­fræð­i­­stofnun Háskóla Íslands sagði að hætt væri við því að með frum­varp­inu yrði „stigið skref til baka“ þar sem að ekki væri tryggt að máls­­með­­­ferð­­ar­­tími vegna upp­­lýs­inga­beiðna myndi ekki lengj­­ast verði það að lög­­­um. Blaða­­manna­­fé­lag Íslands leggst alfarið gegn sam­­þykkt frum­varps­ins og það gerir Félag frétta­­manna RÚV einnig. 

Þá skil­aði Úrskurð­­ar­­nefnd um upp­­lýs­inga­­mál (ÚNU) umsögn í gær þar sem segir að frum­varpið muni gera fram­­kvæmd upp­lýs­inga­lag­anna „bæði flókn­­ari og óskil­­virk­­ari“. Ein­­boðið sé að verði frum­varpið að lögum muni það valda enn tíð­­ari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grund­velli upp­­lýs­inga­laga. 

Þar segir enn fremur að ÚNU vilji árétta að „sam­­bæri­­leg ákvæði um aðkomu þriðja aðila að máls­­með­­­ferð stjórn­­­valds, eins og frum­varpið felur í sér, eru ekki í nor­rænni lög­­­gjöf um upp­­lýs­inga­rétt almenn­ings. Síð­­ast­­nefnda atriðið end­­ur­­speglar enn fremur að sjón­­­ar­mið sem hafa komið fram opin­ber­­lega um að þörf sé á breyt­ingum á upp­­lýs­inga­lögum vegna laga[...]um per­­són­u­vernd og vinnslu per­­són­u­­upp­­lýs­inga, eiga ekki við rök að styðj­­ast.“

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins skil­uðu líka inn umsögn um frum­varpið og lýstu yfir ánægju með það en lögðu líka til frek­­ari breyt­ing­­ar. Meðal ann­­ars vilja sam­tökin að tekin verði upp gjald­­­taka fyrir aðgang að upp­­­lýs­ingum frá hinu opin­bera. Sá kostn­aður myndi að upp­­i­­­­stöðu falla á fjöl­miðla sem leggja fram nær allar beiðnir sem hinu opin­bera ber­­­ast um upp­­­lýs­ing­­­ar. Þau vildu líka að tími til að afgreiða beiðni yrði tvö­­fald­aður og að þeim sem leit­­ast eftir að fá upp­­lýs­ingar verði gert að útskýra til­­­gang beiðn­­innar fyr­ir­fram.

For­sæt­is­ráð­herra, sagði í hádeg­is­fréttum RÚV í dag að sér hugn­að­ist ekki hug­myndir Sam­taka atvinnu­lífs­ins um gjald­töku vegna upp­lýs­inga­beiðna. „Eftir því sem ég sé þá kalla allar þessar umsagnir á miklu meiri vinnu í þetta mál þannig að ég hef það ekki í for­gangi að þessu máli verði lokið núna. Ég tel að það sýni að við verðum að skoða þetta miklu bet­ur.“ 

Nú hefur málið verið aflagt, að minnsta kosti sem stend­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent