Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi

Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

„COVID-19 kreppan hefur komið illa við vinnu­mark­að­inn með því að þurrka út þús­undir starfa í ferða­þjón­ustu. En hún hefur einnig afhjúpað veik­leika sem voru fyrir hendi áður og fel­ast í því að lág­launa­grein í hálauna­landi búi til störf fyrir inn­flytj­endur á meðan margir Íslend­ingar flytja búferlum til ann­arra landa og aðrir fá ekki störf við sitt hæfi innan lands.“

Þetta segir Gylfi Zoega, pró­­fessor í hag­fræði, í grein í nýj­­ustu Vís­bend­ingu sem kom út í lok síð­­­ustu viku þar sem hann fjallar um þá efna­hag­skreppu sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur leitt af sér.

Gylfi segir að eftir mis­heppn­aða einka­væð­ingu banka í byrjun ald­ar­innar og mik­inn vöxt ferða­þjón­ustu eftir banka­hrunið sé nú lag að skipu­leggja fram í tím­ann hvaða greinum eigi að hlúa að til þess að skapa vel launuð störf í fram­tíð­inni. „End­ur­reisn ferða­þjón­ustu í sömu mynd og hún hafði fyrir daga far­sótt­ar­innar er varla æski­leg.“

Ósjálf­bær vöxtur

Í grein­inni bendir Gylfi á að mik­ill vöxtur ferða­þjón­ustu síð­ustu árin hafi fært þjóð­ar­bú­inu miklar gjald­eyr­is­tekjur sem unnt var að nota til þess að byggja upp gjald­eyr­is­forða, greiða niður erlendar skuldir og fjár­festa erlend­is. En að öðru leyti hafi þessi mikli vöxtur ekki góður að öllu leyt­i. 

Auglýsing
Ferðaþjónusta sé grein sem þrí­fist best í löndum þar sem vinnu­afl er ódýrt. „Mik­ill vöxtur lág­launa­greinar í hálauna­landi var orð­inn ósjálf­bær, launa­kostn­aður sem hlut­fall af rekstr­ar­tekjum var sá hæsti sem mælst hafði frá því að mæl­ingar hófust skv. Hag­stof­unni og mun hærri en í öðrum ferða­þjón­ustu­lönd­um. Kjara­samn­ing­arnir í mars 2019 kipptu rekstr­ar­grund­velli undan fjölda fyr­ir­tækja, t.d. veit­inga­staða. Gjald­þrot fyr­ir­tækja í grein­inni blasti við löngu áður en nokkur frétti af COVID-19. Fall WOW air má að minnsta kosti að ein­hverju leyti rekja til launa­kostn­að­ar.“

Árið 2019 hafi fjár­fest­ing í land­inu farið lækk­andi og atvinnu­leysi vax­andi. Vöxtur atvinnu­vega­fjár­fest­ingar náði hámarki árið 2015, var enn mik­ill árið 2016 en lækk­aði og varð nei­kvæður árin 2018 og 2019. Sam­drátt­ur­inn var þannig haf­inn áður en far­sóttin barst til lands­ins þótt hag­vöxtur hafi enn mælst jákvæður árið 2019. 

Fleiri fóru en komu

Gylfi segir að ein afleið­ing vaxtar ferða­þjón­ustu hafi verið sú að fleiri Íslend­ingar fluttu til útlanda heldur en þeir sem fluttu aftur til Íslands þrátt fyrir mik­inn hag­vöxt og góð­æri og á móti kom aðflutt, ódýrt vinnu­afl til þess að fylla störf í grein­inni. „Stefn­an, eða öllu heldur stefnu­leysið, í atvinnu­málum á Íslandi hafði í för með sér að fjöldi lág­launa­starfa varð til og sam­setn­ing þjóð­ar­innar breytt­ist smám sam­an. En launa­hækk­anir sem samið var um árið 2019 og komu ofan á aðrar hækk­anir áranna 2015-2017 urðu til þess að kippa grund­vell­inum undan rekstri veit­inga­staða og margra gisti­staða. Greinin glímdi við of háan kostnað áður en COVID-19 barst til lands­ins og atvinnu­leysi fór vax­and­i.“

Hann segir að það sé á vinnu­mark­aði sem vanda­málin blasi við. Ekki hafi verið lögð áhersla á að efla greinar sem búa til vel launuð störf. „Sú stefna var tekin á Norð­ur­löndum upp úr árinu 1990 að skapa umhverfi sem hjálp­aði þekk­ing­ar­fyr­ir­tækjum að vaxa. En af ein­hverjum ástæðum var það ekki gert hér heldur ráð­ist í einka­væð­ingu banka og svo ósjálf­bæran vöxt ferða­þjón­ustu. Ofan á þetta bæt­ist að far­sóttin þurrkar út lág­launa­störfin í ferða­þjón­ustu og tækni­væð­ing skapar enn aðra ógn með því að gera sífellt fleiri störf úrelt.“ 

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent