Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi

Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

„COVID-19 kreppan hefur komið illa við vinnu­mark­að­inn með því að þurrka út þús­undir starfa í ferða­þjón­ustu. En hún hefur einnig afhjúpað veik­leika sem voru fyrir hendi áður og fel­ast í því að lág­launa­grein í hálauna­landi búi til störf fyrir inn­flytj­endur á meðan margir Íslend­ingar flytja búferlum til ann­arra landa og aðrir fá ekki störf við sitt hæfi innan lands.“

Þetta segir Gylfi Zoega, pró­­fessor í hag­fræði, í grein í nýj­­ustu Vís­bend­ingu sem kom út í lok síð­­­ustu viku þar sem hann fjallar um þá efna­hag­skreppu sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur leitt af sér.

Gylfi segir að eftir mis­heppn­aða einka­væð­ingu banka í byrjun ald­ar­innar og mik­inn vöxt ferða­þjón­ustu eftir banka­hrunið sé nú lag að skipu­leggja fram í tím­ann hvaða greinum eigi að hlúa að til þess að skapa vel launuð störf í fram­tíð­inni. „End­ur­reisn ferða­þjón­ustu í sömu mynd og hún hafði fyrir daga far­sótt­ar­innar er varla æski­leg.“

Ósjálf­bær vöxtur

Í grein­inni bendir Gylfi á að mik­ill vöxtur ferða­þjón­ustu síð­ustu árin hafi fært þjóð­ar­bú­inu miklar gjald­eyr­is­tekjur sem unnt var að nota til þess að byggja upp gjald­eyr­is­forða, greiða niður erlendar skuldir og fjár­festa erlend­is. En að öðru leyti hafi þessi mikli vöxtur ekki góður að öllu leyt­i. 

Auglýsing
Ferðaþjónusta sé grein sem þrí­fist best í löndum þar sem vinnu­afl er ódýrt. „Mik­ill vöxtur lág­launa­greinar í hálauna­landi var orð­inn ósjálf­bær, launa­kostn­aður sem hlut­fall af rekstr­ar­tekjum var sá hæsti sem mælst hafði frá því að mæl­ingar hófust skv. Hag­stof­unni og mun hærri en í öðrum ferða­þjón­ustu­lönd­um. Kjara­samn­ing­arnir í mars 2019 kipptu rekstr­ar­grund­velli undan fjölda fyr­ir­tækja, t.d. veit­inga­staða. Gjald­þrot fyr­ir­tækja í grein­inni blasti við löngu áður en nokkur frétti af COVID-19. Fall WOW air má að minnsta kosti að ein­hverju leyti rekja til launa­kostn­að­ar.“

Árið 2019 hafi fjár­fest­ing í land­inu farið lækk­andi og atvinnu­leysi vax­andi. Vöxtur atvinnu­vega­fjár­fest­ingar náði hámarki árið 2015, var enn mik­ill árið 2016 en lækk­aði og varð nei­kvæður árin 2018 og 2019. Sam­drátt­ur­inn var þannig haf­inn áður en far­sóttin barst til lands­ins þótt hag­vöxtur hafi enn mælst jákvæður árið 2019. 

Fleiri fóru en komu

Gylfi segir að ein afleið­ing vaxtar ferða­þjón­ustu hafi verið sú að fleiri Íslend­ingar fluttu til útlanda heldur en þeir sem fluttu aftur til Íslands þrátt fyrir mik­inn hag­vöxt og góð­æri og á móti kom aðflutt, ódýrt vinnu­afl til þess að fylla störf í grein­inni. „Stefn­an, eða öllu heldur stefnu­leysið, í atvinnu­málum á Íslandi hafði í för með sér að fjöldi lág­launa­starfa varð til og sam­setn­ing þjóð­ar­innar breytt­ist smám sam­an. En launa­hækk­anir sem samið var um árið 2019 og komu ofan á aðrar hækk­anir áranna 2015-2017 urðu til þess að kippa grund­vell­inum undan rekstri veit­inga­staða og margra gisti­staða. Greinin glímdi við of háan kostnað áður en COVID-19 barst til lands­ins og atvinnu­leysi fór vax­and­i.“

Hann segir að það sé á vinnu­mark­aði sem vanda­málin blasi við. Ekki hafi verið lögð áhersla á að efla greinar sem búa til vel launuð störf. „Sú stefna var tekin á Norð­ur­löndum upp úr árinu 1990 að skapa umhverfi sem hjálp­aði þekk­ing­ar­fyr­ir­tækjum að vaxa. En af ein­hverjum ástæðum var það ekki gert hér heldur ráð­ist í einka­væð­ingu banka og svo ósjálf­bæran vöxt ferða­þjón­ustu. Ofan á þetta bæt­ist að far­sóttin þurrkar út lág­launa­störfin í ferða­þjón­ustu og tækni­væð­ing skapar enn aðra ógn með því að gera sífellt fleiri störf úrelt.“ 

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent