Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu

„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, telur að nýsköp­un­ar­að­gerðir stjórn­valda nái ekki yfir þann gríð­ar­lega fjölda fólks sem hefur orðið atvinnu­laust og leitar nú að vinnu. „Þess vegna þarf nú enn aukið átak í nýsköp­un, til þess að nýta tæki­færið sem þetta svig­rúm gef­ur. Á und­an­förnum árum höfum við verið að hjakka í sama far­inu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hval­reka sem ferða­þjón­ustan hefur verið – eins og til að mynda síldar­æv­in­týrið, álið og .com-­bólan var fyrir okk­ur. Alltaf grípum við þessi tæki­færi sem gefast, við rennum út þá öldu ein­hvern veg­inn en spyrjum ekki hvað ger­ist þegar sú alda klár­ast. Við lendum alltaf í dýfu eftir það, í stað­inn fyrir að aldan fjari út á föstu landi þar sem við getum gengið án þess að falla í öldu­dal­inn.“

Þetta var meðal þess sem kom fram í við­tali við Björn Leví í vik­unni en Kjarn­inn tal­aði við full­trúa í stjórn­ar­and­stöð­unni til þess að kanna hvernig þeir sæju fram­tíð­ina fyrir sér – og hvaða leiðir væru bestar út úr þessu ástandi. Fyrstur í röð­inni var þing­maður Pírata.

Björn Leví segir að vissu­lega séu óhefð­bundnar ástæður fyrir því að ástandið sé erfitt núna en hann telur að það hafi þó þrátt fyrir það verið fyr­ir­sjá­an­legt. „Það var í fyrra end­ur­skoðuð fjár­mála­stefna og allir umsagn­ar­að­ilar sögðu: Það er að koma dýfa. Þá var alltaf sagt að við værum að fara í mjúka lend­ingu en það var ekk­ert sem sýndi fram á það. Það var ein­ungis ágisk­un.“

Auglýsing

Hann segir þess vegna að ástandið væri erfitt efna­hags­lega á Íslandi núna hvort sem COVID-19 sjúk­dóm­ur­inn hefði riðið yfir heim­inn eður ei. „En að sjálf­sögðu ekki af sömu stærð­argráðu – alls ekki – en skort­ur­inn á fram­tíð­ar­sýn stjórn­valda er algjör­lega sá sami. Það hefði komið lægð, eins og allir voru að benda á og búist var við og fjár­mála­stefnan end­ur­spegl­aði þá lægð, en það var eng­inn sýn um það hvernig við ætl­uðum annað hvort að koma í veg fyrir lægð­ina eða hvernig við ætl­uðum að stíga upp úr henni. Öll spá­módel gerðu ráð fyrir því að við yrðum komin í eðli­legan hag­vöxt eftir tvö ár. En það segja öll spá­módel alltaf og þá erum við bara að von­ast til þess að allt ger­ist sjálf­krafa.“

Þannig búist stjórn­völd við því að lægðin klárist eftir eitt til tvö ár. Hann segir þó að þetta sé rétt ályktun að vissu leyti vegna þess að Ísland sé ríkt land – og telur hann að í raun sé ein­kenni­legt að allir Íslend­ingar séu ekki ríkir vegna þessa ríki­dæm­is. „Við erum nú að taka lán frá fram­tíð­ar­kyn­slóðum og við munum hafa efni á því láni. Það er eng­inn efi um það en þegar við tökum lán frá fram­tíð­inni þá eigum við að nota það til þess að byggja upp arð­semi til að greiða það lán til baka þannig að næstu kyn­slóðir þurfi ekki að greiða okkar skuld­ir. Við þurfum að gefa þeim tæki­færi til þess að fá arð af þeirri fjár­fest­ingu sem við fengum að láni frá þeim til þess að end­ur­greiða lán­ið. Þannig er hægt að halda sömu rétt­indum og þjón­ustu þrátt fyrir að borga lánið sem við þurftum að nota til þess að brúa þetta bil.“

Það sem vantar í aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að mati Björns Levís, er þessi arð­sem­is­fjár­fest­ing.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent