Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu

„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, telur að nýsköp­un­ar­að­gerðir stjórn­valda nái ekki yfir þann gríð­ar­lega fjölda fólks sem hefur orðið atvinnu­laust og leitar nú að vinnu. „Þess vegna þarf nú enn aukið átak í nýsköp­un, til þess að nýta tæki­færið sem þetta svig­rúm gef­ur. Á und­an­förnum árum höfum við verið að hjakka í sama far­inu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hval­reka sem ferða­þjón­ustan hefur verið – eins og til að mynda síldar­æv­in­týrið, álið og .com-­bólan var fyrir okk­ur. Alltaf grípum við þessi tæki­færi sem gefast, við rennum út þá öldu ein­hvern veg­inn en spyrjum ekki hvað ger­ist þegar sú alda klár­ast. Við lendum alltaf í dýfu eftir það, í stað­inn fyrir að aldan fjari út á föstu landi þar sem við getum gengið án þess að falla í öldu­dal­inn.“

Þetta var meðal þess sem kom fram í við­tali við Björn Leví í vik­unni en Kjarn­inn tal­aði við full­trúa í stjórn­ar­and­stöð­unni til þess að kanna hvernig þeir sæju fram­tíð­ina fyrir sér – og hvaða leiðir væru bestar út úr þessu ástandi. Fyrstur í röð­inni var þing­maður Pírata.

Björn Leví segir að vissu­lega séu óhefð­bundnar ástæður fyrir því að ástandið sé erfitt núna en hann telur að það hafi þó þrátt fyrir það verið fyr­ir­sjá­an­legt. „Það var í fyrra end­ur­skoðuð fjár­mála­stefna og allir umsagn­ar­að­ilar sögðu: Það er að koma dýfa. Þá var alltaf sagt að við værum að fara í mjúka lend­ingu en það var ekk­ert sem sýndi fram á það. Það var ein­ungis ágisk­un.“

Auglýsing

Hann segir þess vegna að ástandið væri erfitt efna­hags­lega á Íslandi núna hvort sem COVID-19 sjúk­dóm­ur­inn hefði riðið yfir heim­inn eður ei. „En að sjálf­sögðu ekki af sömu stærð­argráðu – alls ekki – en skort­ur­inn á fram­tíð­ar­sýn stjórn­valda er algjör­lega sá sami. Það hefði komið lægð, eins og allir voru að benda á og búist var við og fjár­mála­stefnan end­ur­spegl­aði þá lægð, en það var eng­inn sýn um það hvernig við ætl­uðum annað hvort að koma í veg fyrir lægð­ina eða hvernig við ætl­uðum að stíga upp úr henni. Öll spá­módel gerðu ráð fyrir því að við yrðum komin í eðli­legan hag­vöxt eftir tvö ár. En það segja öll spá­módel alltaf og þá erum við bara að von­ast til þess að allt ger­ist sjálf­krafa.“

Þannig búist stjórn­völd við því að lægðin klárist eftir eitt til tvö ár. Hann segir þó að þetta sé rétt ályktun að vissu leyti vegna þess að Ísland sé ríkt land – og telur hann að í raun sé ein­kenni­legt að allir Íslend­ingar séu ekki ríkir vegna þessa ríki­dæm­is. „Við erum nú að taka lán frá fram­tíð­ar­kyn­slóðum og við munum hafa efni á því láni. Það er eng­inn efi um það en þegar við tökum lán frá fram­tíð­inni þá eigum við að nota það til þess að byggja upp arð­semi til að greiða það lán til baka þannig að næstu kyn­slóðir þurfi ekki að greiða okkar skuld­ir. Við þurfum að gefa þeim tæki­færi til þess að fá arð af þeirri fjár­fest­ingu sem við fengum að láni frá þeim til þess að end­ur­greiða lán­ið. Þannig er hægt að halda sömu rétt­indum og þjón­ustu þrátt fyrir að borga lánið sem við þurftum að nota til þess að brúa þetta bil.“

Það sem vantar í aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að mati Björns Levís, er þessi arð­sem­is­fjár­fest­ing.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent