Einstakri náttúru við Hagavatn verði ekki fórnað fyrir „hagnaðarvon einkaaðila“

Hagavatnsvirkjun myndi auka uppfok en ekki minnka, að mati Sveins Runólfssonar fyrrverandi landgræðslustjóra. Hann leggst alfarið gegn því að náttúru verði fórnað fyrir „hagnaðarvon einkaðila sem mun hafa bein, áhrif á stóran hluta almennings í landinu“.

Foss í Farinu, útrennsli Hagavatns.
Foss í Farinu, útrennsli Hagavatns.
Auglýsing

Haga­vatns­virkjun gæti haft í för með sér alvar­lega svifryks­mengun á stórum byggða­svæð­um. Kæmi til stækk­unar hinnar fyr­ir­hug­uðu virkj­unar síðar meir yrði upp­fokið enn meira.

Þetta segir Sveinn Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi land­græðslu­stjóri, í athuga­semd sinni við til­lögu að mats­á­ætlun 9,9 MW Haga­vatns­virkj­unar sem Íslensk vatns­orka ehf. áformar sunnan Lang­jök­uls. Við miðlun í Haga­vatni, eins og hún er kynnt í til­lög­unni, myndi um 600 hekt­arar af jök­ul­leir­bornum vatns­botni verða þurr langt fram á sum­ar, „vænt­an­lega fram í ágúst og mun það að feng­inni reynslu frá Háls­lóni og Blöndu­lóni leiða til mik­ils upp­foks og ein­hvers áfoks úr lóns­stæð­in­u,“ skrifar Sveinn. Komi til virkj­unar muni sá gróður sem náð hefur að festa rætur á um 1.800 hekt­ara svæði eyð­ast með öllu.

Hug­myndir að virkjun Haga­vatns hafa verið uppi í nokkra ára­tugi. Fyrst var talað um 35 MW virkjun en í nýj­ustu til­lögu er hún orðin 9,9 MW, rétt undir þeim mörkum sem krefj­ast með­ferðar í ramma­á­ætlun en þar er til­laga um 20 MW virkjun í Haga­vatni í bið­flokki.

Auglýsing

Þó að megawöttin séu færri er umfang fram­kvæmd­ar­innar sjálfrar hins vegar nokkuð sam­bæri­legt á milli til­lagna. Stíflur eru jafn marg­ar, jafn háar og svipað langar og miðl­un­ar­lónið sem yrði til með stíflun Haga­vatns yrði jafn stórt.Árni Braga­son land­græðslu­stjóri sagði í við­tali við Kjarn­ann í vetur að allar hug­myndir um fyr­ir­hug­aða Haga­vatns­virkjun sem Íslensk vatns­orka ehf. hefði kynnt und­an­farin ár myndu, ef þær yrðu að veru­leika, auka upp­blástur á svæð­inu en ekki draga úr hon­um. Öflug land­mót­un­aröfl, skrið og hop jökla, eru að verki sunnan Lang­jök­uls. Sagði Árni að Land­græðslan hefði engin áform um að grípa inn í nátt­úru­lega ferla.Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. Mynd: Af vef Háskólafélags Suðurlands.Sveinn, for­veri Árna hjá Land­græðsl­unni, gerir að eigin sögn „meiri­háttar athuga­semd­ir“ við ýmsar full­yrð­ingar sem settar eru fram í til­lögum að mats­á­ætlun Haga­vatns­virkj­un­ar. Hafa verði í huga að landið sunnan Haga­fellsjöklanna og Haga­fells sé óheppi­legt fyrir miðl­un­ar­lón vegna þess hversu flatt það er og að lónið yrði því á stórum svæðum mjög grunnt. Það er ástæða þess að gert er ráð fyrir að með virkjun myndi vatns­borðið sveifl­ast um fimm metra eftir árs­tíma.Enn­fremur segir Sveinn að í til­lög­unni sé því rang­lega haldið fram að gerð miðl­un­ar­lóns í Haga­vatni yrði sam­bæri­leg þeirri fram­kvæmd er Land­græðsla rík­is­ins stóð fyrir árið 1986 þegar vatns­borð Sand­vatns á Hauka­dals­heiði var hækkað með stífl­um. „Það yrði grund­vall­ar­munur á þessum tveimur aðgerð­um, því eins og segir í inn­gang­inum í til­lögu að mats­á­ætlun er leit­ast við að halda vatns­borði Sands­vatns stöð­ugu, einmitt til þess að koma í veg fyrir að stór flæmi botns jök­ul­lóns verði þurr á vorin og fram á sum­ar­ið.“

Skerðir sér­kenni og nátt­úru­gæði

Hann telur að yrði virkj­unin leyfð myndi það ganga þvert gegn mark­miðum lands­skipu­lags­stefnu. „Það hlýtur að vera alveg ljóst að umrædd fyr­ir­huguð virkj­un, ekki síst miðl­un­ar­lónið með breyti­legri vatns­yf­ir­borðs­stöðu og til­heyr­andi upp- og áfoki, skerðir sér­kenni og nátt­úru­gæði mið­há­lend­is­ins og skerðir víð­erni þess með óaft­ur­kræfum hætti. Upp­fok frá þurrum lóns­botni á vorin og langt fram á sumar verður miklu meira en nú er á fyr­ir­huguð lóns­stæði með til­heyr­andi skertum loft­gæðum og getur leitt til svifryks­meng­unar í aðliggj­andi byggðum langt yfir heilsu­fars­mörk­um.“

Æski­legt er að mati Sveins að hækka vatns­yf­ir­borð Haga­vatns með var­an­legum hætti „þó að það geti alls ekki talist brýn þörf við núver­andi aðstæð­ur.“

Hann bætir svo við: „Það er hins vegar full­kom­lega ósam­rým­an­legt að nýta stækkað Haga­vatn sem miðl­un­ar­lón til raf­orku­fram­leiðslu.“

Í athuga­semdum sínum rifjar Sveinn upp að Land­græðslan hafði á tíunda ára­tug síð­ustu aldar hug á því að stækka Haga­vatn með stíflu. Mat á umhverf­is­á­hrifum þeirrar fram­kvæmdar var ekki sam­þykkt af umhverf­is­ráðu­neyt­inu og í kjöl­farið mættu hug­mynd­irnar mik­illi and­stöðu meðal fjölda umhverf­is­vernd­ar- og ferða­þjón­ustu­að­ila. Þau fyr­ir­tæki sem ætl­uðu að styrkja og kosta fram­kvæmd­ina hættu við stuðn­ing sinn og Land­græðslan taldi sér ekki fært „að fara gegn slíkri and­stöð­u“.

Tilhögun fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar eins og hún er kynnt í tillögu að matsskýrslu.Í grein­ar­gerð með nýlegu aðal­skipu­lagi Blá­skóga­byggðar er talað um „end­ur­heimt Haga­vatns“ og vísað til þess að þó að stækkun vatns­ins myndi vissu­lega breyta ásýnd lands­ins á þessu svæði „þá ber að líta á það að Haga­vatn náði yfir umrætt svæði allt þar til hjóp úr því árið 1939“.Þessi full­yrð­ing um stærð Haga­vatns stenst ekki að sögn Sveins. „Það kann að vera að syðri strand­lína vatns­ins hafi verið nær því sem fyr­ir­hugað lón verði. En þá náðu Haga­fellsjökl­arnir miklu lengra til suð­urs en nú er. Miðl­un­ar­lón yrði því miklu stærra að flat­ar­máli en Haga­vatn um 1900.“

Aukin þekk­ing og reynsla af upp­græðsluÍ sömu grein­ar­gerð, sem ítrekað er vitnað til í til­lögu að mats­á­ætlun Haga­vatns­virkj­un­ar, stendur einnig að „end­ur­heimt Haga­vatns“ sé for­senda þess að hægt sé að ráð­ast í frek­ari land­græðslu­að­gerðir sunnan vatns­ins. Sveinn segir þessa full­yrð­ingu ekki heldur stand­ast með til­liti til auk­innar þekk­ingar og reynslu í upp­græðslu, „enda hefur all nokkuð verið unnið að land­græðslu sunnan og suð­vestan við vatnið á síð­ast­liðnum árum með ágætum árangri“.Sveinn minnir á að þegar Land­græðslan áform­aði að stækka Haga­vatn í lok síð­ustu aldar hafi aðilar í ferða­þjón­ustu mót­mælt því harka­lega. „Það að spilla þess­ari stór­kost­legu nátt­úru við Haga­vatn með virkj­un­ar­fram­kvæmd­um, mann­virkjum og stóru mann­gerðu jök­ul­lóni með til­heyr­andi upp­foki frá ströndum er ekki til þess fallið að gleðja augu ferða­manna.“Í athuga­semdum sínum leggur Sveinn ríka áherslu á að hann búi á áhrifa­svæði „óhjá­kvæmi­legs upp­foks“ frá fyr­ir­hug­uðu miðl­un­ar­lóni og sem borg­ari þessa lands þá legg­ist hann „al­farið gegn því að þess­ari ein­stöku og fágætu nátt­úru við Haga­vatn verði fórnað fyrir hagn­að­ar­von einka­að­ila sem mun hafa bein, nei­kvæð áhrif á stóran hluta almenn­ings í land­in­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent