Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins

Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.

Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Auglýsing

Nýlega hefur Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti skotið föstum skotum í átt að Antifa, hópi aðgerð­ar­sinna gegn fas­isma. Bæði Trump og ráð­herrar í rík­is­stjórn hans hafa sakað Antifa um að bera ábyrgð á því að mót­mælin sem nú ein­kenna banda­rískt þjóð­líf hafi brot­ist út í óeirð­ir.Til að mynda lét William Barr dóms­mála­ráð­herra þessi orð falla á blaða­manna­fundi í vik­unni:  „Við höfum sönn­un­ar­gögn fyrir því að Antifa og aðrir sam­bæri­legir öfga­hópar sem og erlendir æsinga­menn með fjöl­breyttar stjórn­mála­legar skoð­anir hafa stuðlað að og tekið þátt í ofbeld­is­fullum aðgerð­u­m.“ 

AuglýsingÞann 31. maí lýsti Trump því yfir að banda­rísk stjórn­völd ætl­uðu sér að skil­greina Antifa sem hryðju­verka­sam­tök. Óljóst þykir hvernig því verður háttað enda er ekki hægt að líta á Antifa sem sam­tök, frekar mætti lýsa Antifa sem form­lausri hreyf­ingu.Minnir á við­brögð við mann­rétt­inda­bar­áttu svartra á 7. ára­tug 20. aldar

„Það er mjög erfitt að sjá hvernig það verður fram­kvæmt,“ segir Pontus Jarvstad um fyr­ir­ætl­anir Trump í sam­tali við Kjarn­ann en Pontus vinnur nú að dokt­ors­verk­efni um and­fas­isma á Norð­ur­lönd­un­um. Hann segir mik­inn aðdrag­anda liggja að baki þeirri stöðu sem komin er upp í mál­efnum Antifa í Banda­ríkj­un­um. Þar hafi hreyf­ingar nas­ista og fas­ista mætt harðri and­stöðu og and­spyrnu frá Antifa og með­limir slíkra hreyf­inga í kjöl­farið talað um skerð­ingu á tján­ing­ar­frelsi. „Núna eru þau nátt­úr­lega mjög glöð ef þetta myndi ger­ast, að Trump myndi reyna að setja ein­hvern hryðju­verka­stimpil á Antifa,“ segir Pont­us.Hann bætir því við að fjölda­hreyf­ingar líkt og Antifa séu auð­vitað mjög flókin fyr­ir­bæri. „Það er ekki hægt að segja að þau séu bara frið­sam­leg eða bara ofbeld­is­full. Fjölda­hreyf­ingar taka á sig alls konar form og það snýst bara um sögu­legt sam­hengi, menn­ing­ar­legt sam­hengi, það snýst um svo marg­t.“Í kjöl­farið víkur Pontus máli sínu að bar­áttu svartra fyrir auknum mann­rétt­indum í Banda­ríkj­unum á sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar og þeirri mót­stöðu sem sú mann­rétt­inda­hreyf­ing þurfti að þola af hálfu yfir­valda. „Þá sáum við til­hneig­ingu frá rík­inu til að reyna að grafa undan (e. deligitem­ize) þess­ari mann­rétt­inda­hreyf­ingu með því að segja að þau væru bara komm­ún­istar, að þau væru ofbeld­is­fullir komm­ún­istar sem vildu gjör­bylta banda­rísku sam­fé­lag­i.“Að hans mati er ákveðin hlið­stæða fólgin í við­brögðum yfir­valda þess tíma við við­brögð Trumps um þessar mund­ir. Black Lives Matter sé stór og fjöl­breytt mann­rétt­inda­hreyf­ing sem er ítrekað bendluð við Antifa, anar­kista og menn­ing­ar­lega marx­ista, svo eitt­hvað sé nefnt, til þess að draga úr áhrifa­mætti hreyf­ing­ar­inn­ar.Rætur Antifa liggja í Evr­ópu

Saga Antifa er marg­slungin og alls ekki bundin við Banda­rík­in. Fyrsta hreyf­ingin sem fylkti sér á bak við þetta nafn spratt fram í Weimar-lýð­veld­inu og nafn þess­ara for­víg­is­manna því upp á þýsku: Antifaschistische Aktion.

Merki Antifa.

 „Þetta merki sem er notað nú til dags átti upp­haf sitt á milli­stríðs­ár­unum í Þýska­landi. Það var notað af komm­ún­ista­flokknum í Þýska­landi og áður en nas­ist­arnir komust til valda voru mikið af götu­bar­dögum milli nas­ista og komm­ún­ista,“ segir Pontus um upp­hafsár Antifa og ein­kenn­is­merki hreyf­ing­ar­innar sem enn er notað í til­tölu­lega óbreyttri mynd.And­fas­ism­inn nær þó aftar í evr­ópskri sögu segir Pontus: „And­fas­istar voru búnir að skipu­leggja sig löngu fyrir það, eins og til dæmis á Ítalíu áður en Mus­sol­ini kom til valda. Þar voru mis­mun­andi and­fasískir hópar, bæði frá vinstr­inu og líka að ein­hverju leyti frá frjáls­hyggju­fólki þess tíma.“ Pontus bendir á að sú frjáls­hyggja sem hér um ræðir sé ólík frjáls­hyggju dags­ins í dag sem helst birt­ist okkur í nýfrjáls­hyggju. Frekar hafi þetta verið fólk sem aðhyllt­ist frjáls­lynd við­horf og var stað­sett vinstra megin á póli­tíska ásnum – enska hug­takið liber­als sé að ein­hverju leyti lýsandi.„Margir sáu það mjög snemma að fas­ism­inn væri ógn á móti verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Það sem var mik­il­vægt þá var að verka­lýðs­hreyf­ingin átti part í því að byggja upp lýð­ræð­i.“ Fas­ism­inn var þar af leið­andi bæði ógn gegn verka­lýðs­hreyf­ing­unni sem og lýð­ræð­in­u. Í bar­áttu sinni hafi and­fas­istar not­ast við ólík verk­færi. Sumir ein­beittu sér að því að skrifa gegn fas­ist­un­um, aðrir ein­beittu sér að því að koma í veg fyrir að fas­istar gætu hist og skipu­lagt sig sem hreyf­ingu.Þessi andi náði líka til Íslands og Norð­ur­land­anna. „Á Norð­ur­lönd­unum voru alls ekki eins blóðug átök eins og gerð­ust í hinum Evr­ópu­lönd­un­um,“ segir Pont­us. Til dæmis hafi ólíkir hópar keppst við að syngja og mark­miðið ein­fald­lega að vera hávær­ari en hinn hóp­ur­inn. „En svo voru líka götu­bar­dag­ar. Það gerð­ist líka á Íslandi, það voru komm­ún­istar í götu­bar­dögum gegn nas­istum hérna á Íslandi á milli­stríðs­ár­unum og líka á Norð­ur­lönd­un­um.“

Styrkur and­fas­ista vex og hnígur í takt við ógn fas­ism­ans

„Þetta kemur í bylgj­um. And­fas­ismi er nátt­úr­lega bara ein­hvers konar svar við fasískum hreyf­ing­um,“ segir Pontus um styrk hreyf­ing­ar­inn­ar. Hann segir að fólk sem standi að skipu­lagn­ingu and­fasískra hreyf­inga sé oft rót­tækt fólk með rót­tækar skoð­anir sem vinnur með við­kvæmum hóp­um, hópum sem sam­anstendur af fólki sem á það að hættu að verða fyrir ofsóknum af hálfu fas­ista. Hann nefnir flótta­fólk og inn­flytj­endur sem dæmi.„Það sem maður getur sagt um módern and­fasískar hreyf­ingar í Evr­ópu er að þær eiga upp­haf sitt á árunum í kringum 1980-90. Þá sáum við upp­haf nýrrar and­fasískrar hreyf­ingar í Evr­ópu,“ segir Pontus, en þá hafi Antifa sprottið aftur upp sem and­svar við fasískum hreyf­ingum sem settu sig upp á móti auknum fjölda inn­flytj­enda og flótta­manna í Evr­ópu. Þannig hafi inn­flytj­endum fyrst og fremst staðið ógn af fas­isma í Evr­ópu á síð­ustu ára­tugum í stað verka­lýðs­ins áður.Hann segir að umfang Antifa hafi ekki vaxið á síð­ustu árum í Evr­ópu. Í Banda­ríkj­unum sé hins vegar annað uppi á ten­ingnum að mati Pontus­ar: „Þegar Trump var kos­inn opn­aði hann póli­tískt rými þar sem öfga­hægrið gat vax­ið.“ Þar af leið­andi hafi hreyf­ing and­fas­ista þar í landi vaxið fiskur um hrygg upp á síðkast­ið.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent