Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr

„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.

Inga Sæland
Inga Sæland
Auglýsing

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, spyr á Face­book-­síðu sinni hvort Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður VG – sem hafi viljað kenna sig við jafn­rétti og femín­isma – ætli að láta það líð­ast að mennta­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn hennar brjóti jafn­rétt­islög.

Greint var frá því í fyrra­dag að Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefði brotið jafn­­­rétt­is­lög við skipun Páls Magn­ús­­­sonar í emb­ætti ráðu­­­neyt­is­­­stjóra í fyrra.

„Hvenær hættir maður að verða hissa á sér­hags­muna­gæsl­unni í póli­tík? Svarið er ein­falt: Aldrei!“ skrifar Inga. 

Auglýsing

Inga segir að Sig­ríður Á. And­ers­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, hafi verið „látin taka pok­ann sinn“ úr ráðu­neyti dóms­mála fyrir að hafa brotið lög varð­andi ráðn­ingar dóm­ara við Lands­rétt. Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, hafi líka þurft að yfir­gefa sinn ráð­herra­stól vegna leka­máls­ins svo­kall­aða. Inga spyr hvort ein­hver sýni­legur eðl­is­munur sé á þessu máli um viðu­kennt brot ráð­herra á jafn­rétt­islög­gjöf­inni, sem gæti mögu­lega slegið skjald­borg um mennta­mála­ráð­herr­ann.

Fram kom í fréttum í dag að Lilja hefði sagt að hún fengi alltaf færasta og öfl­­ug­asta fólkið til liðs við sig. Inga gefur lítið fyrir það og seg­ir: „Nei, fram­sókn­ar­menn eru ráðnir af fram­sókn­ar­ráð­herr­an­um, það er ekki flókn­ara en það. Sama gamla spill­ing­ar­kerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Fram­sókn­ar­maður ráð­inn sem for­maður fjömiðla­nefndar þrátt fyrir að hæf­ari ein­stak­lingur hafi sótt um starf­ið. Sami for­maður fjömiðla­nefndar hefur skreytt stjórn­ar­for­mennsku 8 nefnda í boði Fram­sókn­ar­flokks­ins.“

Ætlar for­sæt­is­ráð­herra og for­maður VG sem hefur viljað kenna sig við jafn­rétti og femín­is­ma, að láta það líð­ast að...

Posted by Inga Sæland on Fri­day, June 5, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent