Alls 39 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar

Atvinnuleysi er mun meira á meðal erlendra ríkisborgara sem hér búa en á meðal þeirra sem eru íslenskir ríkisborgarar.

Margir erlendir ríkisborgarar sem hafa komið hingað til lands á síðustu árum hafa starfað í ferðaþjónustu eða byggingaiðnaði.
Margir erlendir ríkisborgarar sem hafa komið hingað til lands á síðustu árum hafa starfað í ferðaþjónustu eða byggingaiðnaði.
Auglýsing

Fjórir af hverjum tíu sem voru hefð­bundnir atvinnu­leit­endur í maí, þ.e. voru atvinnu­lausir að öllu leyti en ekki á hluta­bót­um, voru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Alls voru 6.320 slíkir án atvinnu í síð­asta mán­uði sem sam­svarar því að um 17,6 pró­sent atvinnu­leysi er á meðal erlendra rík­is­borg­ara sem búa á Íslandi. Til sam­an­burðar var almennt atvinnu­leysi í heild sinni 7,4 pró­sent í maí mán­uð­i. 

Fjöldi atvinnu­lausra íbúa sem eru erlendir rík­is­borg­arar hefur auk­ist 3.821 frá því í apríl í fyrra, þegar þeir voru 2.499 tals­ins. Það er rúm­lega 150 pró­sent aukn­ing á 13 mán­uð­um.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn á Íslandi í maí. 

Alls voru 50.877 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi þann 1. maí 2020. Þeir eru 13,9 pró­sent allra íbúa og því er atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara langt umfram það hlut­fall sem þeir eru af öllum íbúum lands­ins. 

Auglýsing
Erlendum rík­is­borg­urum hefur fjölgað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum og sú fjölgun hélt áfram í fyrra og framan af þessu ári, þrátt fyrir að veru­lega hefði hægst um í efna­hags­líf­inu. Frá 1. des­em­ber 2019 fjölg­aði þeim til að mynda um 1.530.

Flestir koma frá Pól­landi

Flestir erlendir rík­is­borg­arar á atvinnu­leys­is­skrá komu frá Pól­landi eða 3.199 tals­ins. Það þýðir að rúm­lega helm­ingur atvinnu­lausra útlend­inga, alls 51 pró­sent, sem eru á atvinnu­leys­is­skrá koma frá Pól­landi. Næstir í röð­inni eru rík­is­borg­arar Lit­háen og Lett­lands.

Það ætti ekki að koma á óvart að Pól­verjar séu fyr­ir­ferð­ar­miklir í töl­un­um. Þeir eru langstærsti hópur erlendra rík­is­borg­ara sem býr á Íslandi. Þeir eru nú 21.004 tals­ins eða 5,7 pró­sent íbúa lands­ins. Frá 1. des­em­ber 2019 hefur pólskum rík­is­borg­urum fjölgað um 330 tals­ins.

Heild­ar­at­vinnu­leysi að drag­ast saman

Heild­ar­at­vinn­u­­leysi lækk­­aði mikið í maí og fór úr 17,8 pró­­sent í apríl í þrettán pró­­sent  í maí. Þar munar mest um að atvinn­u­­leysi sem teng­ist hluta­­bóta­­leið­inni lækk­­aði úr 10,3 pró­­sent í 5,6 pró­­sent. Almenna atvinn­u­­leysið lækk­­aði einnig lít­il­­lega, eða úr 7,5 í 7,4 pró­­sent. Gert er ráð fyrir að heild­ar­at­vinn­u­­leysi lækki enn í júní og fari þá í 11,2 pró­­sent.

Í almenna bóta­­kerf­inu voru 16.134 ein­stak­l­ingar atvinn­u­­lausir í lok maí­mán­aðar og 17.213 í minn­k­aða starfs­hlut­­fall­inu, eða sam­tals 33.347. Með­­al­­bóta­hlut­­fall þeirra sem voru í minn­k­uðu starfs­hlut­­falli í maí var um 60 pró­­sent. Í mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar segir að „alls voru um 21.500 ein­stak­l­ingar sem eitt­hvað voru á hluta­­bóta­­leið­inni í maí, flestir þeirra í byrjun mán­að­­ar­ins en fækk­­aði yfir mán­uð­inn sem fyrr segir í um 17.200 í lok mán­að­­ar­ins. Um 5.200 fyr­ir­tæki voru að baki þessum ein­stak­l­ing­­um. Atvinn­u­­leysi þeirra sem eru í minn­k­uðu starfs­hlut­­falli er í mun meira mæli bundið við ferða­­þjón­­ustu heldur en þeirra sem eru í almenna bóta­­kerf­in­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent