Lýst eftir tveimur Rúmenum sem talið er að gætu verið smitaðir af COVID-19

Þrír af sex rúmenskum ríkisborgurum sem komu til landsins fyrir fimm dögum voru handteknir í gær. Tveir þeirra reyndust með virkt COVID-19 smit og smita því aðra. Lögreglan leitar af hinum þremur.

eftirlýstir.jpg
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lýsti í gær eftir þremur rúm­enskum karl­mönn­um, sem komu til lands­ins fyrripart vik­unn­ar, nánar til­tekið fyrir fimm dögum síð­an. Menn­irnir þrír komu til lands­ins í sex manna hópi, en þeir eru taldir vera mögu­lega smit­aðir af COVID-19 og vera með virk smit. 

Þrír hinna sex mann­anna voru hand­teknir í gær vegna búð­ar­hnupls á Sel­fossi og reynd­ust tveir þeirra vera greindir með virkt COVID-19 smit. Því grunar lög­regl­una að þeir þrír sem lýst er eftir geti verið smit­aðir lík­a. 

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kemur fram að menn­irnir sem leitað er að heita Pioaru Alex­andru Ionut, Adrian Badiu og Madalin Sorin Dragom­ir. Ionut og Dragomir eru á þrí­tugs­aldri, en Badiu er á fer­tugs­aldri. Hægt er að sjá mynd af tveimur þeirra efst í þess­ari frétt.

Auglýsing
Lögreglan biður alla þá sem geta veitt upp­lýs­ingar um ferðir þre­menn­ing­anna, eða vita hvar þeir eru nið­ur­komn­ir, að hafa taf­ar­laust sam­band við lög­reglu í síma 112.

Fóru víða

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu greindi frá því í gær að hún hefði hand­tekið áður­nefnda þrjá menn fyrir þjófnað á Sel­fossi í gær. Við rann­sókn máls­ins hafi komið í ljós að þeir komu til lands­ins fyrir fjórum dögum og áttu því að vera í sótt­kví. Vegna þessa var ákveðið að taka sýni úr nef­koki til að kanna með hugs­an­leg COVID-19 smit.

Nið­ur­stöður bár­ust lög­reglu um hádegi í gær og reynd­ust þá tveir ein­stak­ling­ana vera jákvæð­ir.

Þar sem menn­irnir voru með virk smit, og höfðu ekki myndað mótefni gegn COVID-19, eru 16 lög­reglu­menn hjá lög­regl­unni á Suð­ur­landi og Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem komu að máli þeirra í sótt­kví.

Viðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn sagði við RÚV í gær að menn­irnir sem voru hand­teknir í gær verði fluttir í far­sótt­ar­hús á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag, sunnu­dag, þar sem þeir verða í ein­angr­un. Þar munu þeir sæta gæslu lög­regl­unnar þar til næstu skref verða ákveðin en fá við­eig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu og aðgang að heil­brigð­is­starfs­fólki sem mun meta veik­indi þeirra.

Hann sagði að miðað við þýfið sem fannst sé ljóst að menn­irnir fóru víða og Víðir vonar að menn­irnir verði sam­vinnu­þýðir sem myndi auð­velda alla smitrakn­ingu. „Það er þeim ekki til hags­bóta ef þeir verða það ekki og von­andi átta þeir sig á alvöru máls­ins.“

 Sam­kvæmt núgild­andi reglum eiga allir að fara í sótt­kví sem koma til lands­ins en það breyt­ist á mánu­dag þegar erlendir ferða­menn verða skimaðir fyrir kór­ónu­veirunn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent