Lýst eftir tveimur Rúmenum sem talið er að gætu verið smitaðir af COVID-19

Þrír af sex rúmenskum ríkisborgurum sem komu til landsins fyrir fimm dögum voru handteknir í gær. Tveir þeirra reyndust með virkt COVID-19 smit og smita því aðra. Lögreglan leitar af hinum þremur.

eftirlýstir.jpg
Auglýsing

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í gær eftir þremur rúmenskum karlmönnum, sem komu til landsins fyrripart vikunnar, nánar tiltekið fyrir fimm dögum síðan. Mennirnir þrír komu til landsins í sex manna hópi, en þeir eru taldir vera mögulega smitaðir af COVID-19 og vera með virk smit. 

Þrír hinna sex mannanna voru handteknir í gær vegna búðarhnupls á Selfossi og reyndust tveir þeirra vera greindir með virkt COVID-19 smit. Því grunar lögregluna að þeir þrír sem lýst er eftir geti verið smitaðir líka. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að mennirnir sem leitað er að heita Pioaru Alexandru Ionut, Adrian Badiu og Madalin Sorin Dragomir. Ionut og Dragomir eru á þrítugsaldri, en Badiu er á fertugsaldri. Hægt er að sjá mynd af tveimur þeirra efst í þessari frétt.

Auglýsing
Lögreglan biður alla þá sem geta veitt upplýsingar um ferðir þremenninganna, eða vita hvar þeir eru niðurkomnir, að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.

Fóru víða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að hún hefði handtekið áðurnefnda þrjá menn fyrir þjófnað á Selfossi í gær. Við rannsókn málsins hafi komið í ljós að þeir komu til landsins fyrir fjórum dögum og áttu því að vera í sóttkví. Vegna þessa var ákveðið að taka sýni úr nefkoki til að kanna með hugsanleg COVID-19 smit.

Niðurstöður bárust lögreglu um hádegi í gær og reyndust þá tveir einstaklingana vera jákvæðir.

Þar sem mennirnir voru með virk smit, og höfðu ekki myndað mótefni gegn COVID-19, eru 16 lögreglumenn hjá lögreglunni á Suðurlandi og Höfuðborgarsvæðisins sem komu að máli þeirra í sóttkví.

Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði við RÚV í gær að mennirnir sem voru handteknir í gær verði fluttir í farsóttarhús á höfuðborgarsvæðinu í dag, sunnudag, þar sem þeir verða í einangrun. Þar munu þeir sæta gæslu lögreglunnar þar til næstu skref verða ákveðin en fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðgang að heilbrigðisstarfsfólki sem mun meta veikindi þeirra.

Hann sagði að miðað við þýfið sem fannst sé ljóst að mennirnir fóru víða og Víðir vonar að mennirnir verði samvinnuþýðir sem myndi auðvelda alla smitrakningu. „Það er þeim ekki til hagsbóta ef þeir verða það ekki og vonandi átta þeir sig á alvöru málsins.“

 Samkvæmt núgildandi reglum eiga allir að fara í sóttkví sem koma til landsins en það breytist á mánudag þegar erlendir ferðamenn verða skimaðir fyrir kórónuveirunni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent