Ríki og borg samtals búin að leggja Hörpu til 12,5 milljarða króna

Eigendur Hörpu, sem eru annars vegar íslenska ríkið og hins vegar Reykjavíkurborg, lögðu 1,6 milljarða króna til hússins í fyrra.

Hapa
Hapa
Auglýsing

Alls hefur tón­list­ar- og ráð­stefnu­húsið Harpa kostað íslenska ríkið og Reykja­vík­ur­borg 12,5 millj­arða króna í fram­lög frá því að húsið var opnað 2011 og út síð­asta ár. Sú tala miðar við fast verð­lag. Rek­star­fram­lag náði hámarki í fyrra ef horft er á fram­lag á verð­lagi hvers árs, þegar íslenska ríkið lagði 877 millj­ónir króna til rekst­urs­ins en borgin 747 millj­ónir króna. Um er að ræða bæði fram­lag til end­ur­greiðslu lána vegna bygg­ing­ar­kostn­aðar og beint rekstr­ar­fram­lag. Þegar horft er á fram­lög á föstu verð­lagi, og miðað við verð­lag í jan­úar 2020, var árið 2017 metár í fram­lög­um, en ekki munar miklu á því fram­lagi og greiðsl­unum í fyrra. 

Alls hefur ríkið greitt 5,6 millj­arða króna í fram­lag vegna end­ur­greiðslu láns vegna bygg­ing­ar­kostn­aðar á umræddu tíma­bili og Reykja­vík­ur­borg tæp­lega 4,8 millj­arða króna. Beint rekstr­ar­fram­lag, til að mæta miklum tap­rekstri Hörpu, hefur sam­tals numið rúm­lega 2,1 millj­arði króna frá 2011. Þar af hefur ríkið lagt til rúman 1,1 millj­arð króna en borgin 974 millj­ónir króna. Borgin hefur fengið um 1,9 millj­arð króna af heild­ar­fram­lagi sínu til baka vegna álagðra fast­eigna­skatta á Hörpu. 

Auglýsing
Staðvirtur heild­ar­kostn­aður við bygg­ingu Hörpu án lóð­ar, miðað við bygg­ing­ar­vísi­tölu í jan­úar 2020, er um 24,9 millj­arðar króna en með lóð um 26,6 millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Berg­þórs Óla­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, um málið sem birt var í gær.

Átti ekki að setja meira fé í rekst­ur­inn

Íslenska ríkið og Reykja­vík­­­­­ur­­­borg sam­­­þykktu að taka yfir og klára bygg­ingu Hörpu snemma árs 2009. Þá höfðu fram­­­kvæmdir við bygg­ingu hús­s­ins, sem Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­ið Portu­s stóð fyr­ir, stöðvast í kjöl­far banka­hruns­ins. Ástæðan var sú Portu­s og dótt­­­ur­­­fé­lög þess, sem voru í eigu Lands­­­banka Íslands og Nýs­is, fóru í þrot.  

Eftir yfir­­­­­töku ríkis og borgar á verk­efn­inu, sem var gerð þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, nú for­sæt­is­ráð­herra, var mennta­­­mála­ráð­herra og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir borg­­­ar­­­stjóri í Reykja­vík, var tekið sam­­­banka­lán hjá íslensku bönk­­­unum til að fjár­­­­­magna yfir­­­tök­una. Í skrif­­­legu svari Katrínar við fyr­ir­­­spurn þing­­­manns­ins Marðar Árna­­­sonar um Hörpu, sem birt var í mars 2011, kom mjög skýrt fram að ekki ætti að setja meira fé en þar var umsamið í Hörpu.

Þar sagði orð­rétt að „for­­­sendur fyrir yfir­­­­­töku verk­efn­is­ins voru þær að ekki þyrftu að koma til önnur fram­lög frá ríki og borg en gert var ráð fyrir í samn­ing­i Aust­­ur­hafn­­ar-TR og Portus­ar frá 9. mars 2006".

Tón­list­­ar- og ráð­­stefn­u­­húsið Harpan er nú í 54 pró­­sent eigu rík­­is­ins og 46 pró­­sent í eigu Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar. 

Ekki sjálf­bært rekstr­ar­módel

Harpa hefur ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2019. Árið á und­an, 2018, var afkoma rekstr­­ar­­reikn­ings­ Hörpu hins vegar var nei­­kvæð um 461,5 millj­­ónir króna og jókst mikið milli ára.

Þórður Sverr­is­­son, þá frá­­far­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Hörpu, sagði í á árs­fundi Hörpu í fyrra að tapið skýr­ð­ist af því fyr­ir­komu­lagi að skulda­bréfa­lán til 35 ára, sem tekið var til að fjár­­­magna bygg­ingu hús­s­ins, væri vistað í dótt­­ur­­fé­lag­i ­fyr­ir­tæk­is­ins. „Það er morg­un­­ljóst að þetta rekstr­­ar­­módel Hörpu hefur aldrei verið og getur aldrei orðið sjálf­­bært. Því verður að breyta til að ná að skapa Hörpu­­ ohf, sem hluta­­fé­lagi eðli­­legan rekstr­­ar­grund­­völl til fram­­tíðar þannig að það nái að starfa sem sjálf­­bært fyr­ir­tæki og geti gegnt sínu mik­il­væga hlut­verki.“ 

Núver­andi stjórn­ar­for­maður Hörpu er Ingi­björg Ösp Stef­áns­dótt­ir.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent