Ríki og borg samtals búin að leggja Hörpu til 12,5 milljarða króna

Eigendur Hörpu, sem eru annars vegar íslenska ríkið og hins vegar Reykjavíkurborg, lögðu 1,6 milljarða króna til hússins í fyrra.

Hapa
Hapa
Auglýsing

Alls hefur tón­list­ar- og ráð­stefnu­húsið Harpa kostað íslenska ríkið og Reykja­vík­ur­borg 12,5 millj­arða króna í fram­lög frá því að húsið var opnað 2011 og út síð­asta ár. Sú tala miðar við fast verð­lag. Rek­star­fram­lag náði hámarki í fyrra ef horft er á fram­lag á verð­lagi hvers árs, þegar íslenska ríkið lagði 877 millj­ónir króna til rekst­urs­ins en borgin 747 millj­ónir króna. Um er að ræða bæði fram­lag til end­ur­greiðslu lána vegna bygg­ing­ar­kostn­aðar og beint rekstr­ar­fram­lag. Þegar horft er á fram­lög á föstu verð­lagi, og miðað við verð­lag í jan­úar 2020, var árið 2017 metár í fram­lög­um, en ekki munar miklu á því fram­lagi og greiðsl­unum í fyrra. 

Alls hefur ríkið greitt 5,6 millj­arða króna í fram­lag vegna end­ur­greiðslu láns vegna bygg­ing­ar­kostn­aðar á umræddu tíma­bili og Reykja­vík­ur­borg tæp­lega 4,8 millj­arða króna. Beint rekstr­ar­fram­lag, til að mæta miklum tap­rekstri Hörpu, hefur sam­tals numið rúm­lega 2,1 millj­arði króna frá 2011. Þar af hefur ríkið lagt til rúman 1,1 millj­arð króna en borgin 974 millj­ónir króna. Borgin hefur fengið um 1,9 millj­arð króna af heild­ar­fram­lagi sínu til baka vegna álagðra fast­eigna­skatta á Hörpu. 

Auglýsing
Staðvirtur heild­ar­kostn­aður við bygg­ingu Hörpu án lóð­ar, miðað við bygg­ing­ar­vísi­tölu í jan­úar 2020, er um 24,9 millj­arðar króna en með lóð um 26,6 millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Berg­þórs Óla­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, um málið sem birt var í gær.

Átti ekki að setja meira fé í rekst­ur­inn

Íslenska ríkið og Reykja­vík­­­­­ur­­­borg sam­­­þykktu að taka yfir og klára bygg­ingu Hörpu snemma árs 2009. Þá höfðu fram­­­kvæmdir við bygg­ingu hús­s­ins, sem Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­ið Portu­s stóð fyr­ir, stöðvast í kjöl­far banka­hruns­ins. Ástæðan var sú Portu­s og dótt­­­ur­­­fé­lög þess, sem voru í eigu Lands­­­banka Íslands og Nýs­is, fóru í þrot.  

Eftir yfir­­­­­töku ríkis og borgar á verk­efn­inu, sem var gerð þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, nú for­sæt­is­ráð­herra, var mennta­­­mála­ráð­herra og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir borg­­­ar­­­stjóri í Reykja­vík, var tekið sam­­­banka­lán hjá íslensku bönk­­­unum til að fjár­­­­­magna yfir­­­tök­una. Í skrif­­­legu svari Katrínar við fyr­ir­­­spurn þing­­­manns­ins Marðar Árna­­­sonar um Hörpu, sem birt var í mars 2011, kom mjög skýrt fram að ekki ætti að setja meira fé en þar var umsamið í Hörpu.

Þar sagði orð­rétt að „for­­­sendur fyrir yfir­­­­­töku verk­efn­is­ins voru þær að ekki þyrftu að koma til önnur fram­lög frá ríki og borg en gert var ráð fyrir í samn­ing­i Aust­­ur­hafn­­ar-TR og Portus­ar frá 9. mars 2006".

Tón­list­­ar- og ráð­­stefn­u­­húsið Harpan er nú í 54 pró­­sent eigu rík­­is­ins og 46 pró­­sent í eigu Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar. 

Ekki sjálf­bært rekstr­ar­módel

Harpa hefur ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2019. Árið á und­an, 2018, var afkoma rekstr­­ar­­reikn­ings­ Hörpu hins vegar var nei­­kvæð um 461,5 millj­­ónir króna og jókst mikið milli ára.

Þórður Sverr­is­­son, þá frá­­far­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Hörpu, sagði í á árs­fundi Hörpu í fyrra að tapið skýr­ð­ist af því fyr­ir­komu­lagi að skulda­bréfa­lán til 35 ára, sem tekið var til að fjár­­­magna bygg­ingu hús­s­ins, væri vistað í dótt­­ur­­fé­lag­i ­fyr­ir­tæk­is­ins. „Það er morg­un­­ljóst að þetta rekstr­­ar­­módel Hörpu hefur aldrei verið og getur aldrei orðið sjálf­­bært. Því verður að breyta til að ná að skapa Hörpu­­ ohf, sem hluta­­fé­lagi eðli­­legan rekstr­­ar­grund­­völl til fram­­tíðar þannig að það nái að starfa sem sjálf­­bært fyr­ir­tæki og geti gegnt sínu mik­il­væga hlut­verki.“ 

Núver­andi stjórn­ar­for­maður Hörpu er Ingi­björg Ösp Stef­áns­dótt­ir.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent