Átaksstörf stjórnvalda ganga ekki út

Eftirspurn námsmanna eftir sumarstörfum hefur verið töluvert minni en áætlað var. Sveitarfélög höfðu heimild til að ráða í 1.700 störf en ekki hefur tekist að ljúka ráðningu nema í tæplega 1.450.

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason
Auglýsing

Til þess að bregð­ast við því ástandi sem skap­að­ist á vinnu­mark­aði vegna Covid-19, lagði félags- og barna­mála­ráð­herra til að veitt yrði 2,2 millj­örðum króna í átaks­verk­efni til að fjölga tíma­bundnum störfum fyrir náms­menn í sumar um 3.400 störf. Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu kemur fram að eft­ir­spurn náms­manna eftir stör­f­unum hefur verið tölu­vert minni en vís­bend­ingar voru um að yrð­i. 

Alls höfðu sveit­ar­fé­lög lands­ins heim­ild til að ráða í 1.700 störf í sum­ar, en ekki hefur tek­ist að ljúka ráðn­ingu nema í tæp­lega 1.450 af þeim þar sem margir umsækj­enda höfðu þegar fengið vinnu ann­ars stað­ar. Þá er umsókn­ar­fresti lokið hjá stofn­unum rík­is­ins og loka­töl­urnar þar voru að 1.510 náms­menn sóttu um þau 1.500 störf sem í boði voru og sótti hver náms­maður um tæp­lega sjö störf að með­al­tali. Þrátt fyrir að ekki sé búið að úthluta þessum störfum er ljóst að ekki mun takast að fylla í þau vegna þess að margir náms­menn eru þegar komnir með vinn­u. 

Í til­kynn­ing­unni segir að sveit­ar­fé­lögum og opin­berum stofn­unum á óvart hversu margir náms­menn voru búnir að ráða sig í vinnu þrátt fyrir að hafa sótt um störf sem búin voru til í átak­inu. Því er ljóst að staða náms­manna á vinnu­mark­aði er umtals­vert betri en for­ystu­fólk náms­manna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störf­um, sem búin voru til í tengslum við átak­ið, óráð­stafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opin­berum stofn­unum lýk­ur. 

Auglýsing

Haft er eftir Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags­-og barna­mála­ráð­herra að nú þegar myndin væri að skýr­ast sé „það mikið gleði­efni að tek­ist hefur að skapa það mörg störf að þau ganga ekki út. Við fórum af stað með 3.400 ný sum­ar­störf fyrir náms­menn í fyrstu lotu, og vorum til­búin að bæta enn frekar í ef aðstæður köll­uðu á það. Við sjáum hins vegar á þessum tölum að eft­ir­spurn náms­manna í þessi störf er minni en gert var ráð fyr­ir, og því ekki þörf á að skapa fleiri tíma­bundin störf í sum­ar”.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent