Sigurður Ingi ætlar að leiða Framsóknarflokkinn í næstu kosningum

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 6,4 prósent fylgi, og hefur ekki mælst með minna fylgi á kjörtímabilinu. Formanni Framsókjnar finnst það fylgi ekki í samræmi við þá ánægju sem hann finni með verk flokksins. Hann ætlar sér að leiða Framsókn í kosningum

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir að hann ætli sér að standa í stafni flokks­ins í kosn­inga­bar­átt­unni sem er fyr­ir­liggj­andi í aðdrag­anda þing­kosn­inga sem munu fara fram á næsta ári. Það þýðir að hann verður í fram­boði á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fram fer síðar á þessu ári. 

Frá þessu greindi hann í ræðu sinni á mið­stjórn­ar­fundi í gær. 

Sig­urður Ingi hefur verið for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins frá því í októ­ber 2016. Þá sigr­aði hann Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son með 370 atkvæðum gegn 329. Sig­mundur Davíð yfir­gaf svo Fram­sókn­ar­flokk­inn í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2017 og stofn­aði Mið­flokk­inn, sem fékk 319 atkvæðum fleiri en Fram­sókn í þeim kosn­ing­um. 

Sig­urður Ingi sagði í ræðu sinni að haustið 2017 hefði ekki verið auð­veldur tími fyrir flokk­inn, þrátt fyrir að hann hefði náð að nán­ast tvö­falda fylgi sitt á síð­ustu fjórum vik­unum fyrir kosn­ing­arn­ar, miðað við stöðu hans í könn­un­um. „Þá sáum við á eftir mörgum félögum yfir í annan flokk. Við vorum í vörn í þeim kosn­ingum en náðum samt þeim merka árangri að mynda sterka og breiða rík­is­stjórn sem unnið hefur sam­hent að stjórn lands­ins. Ég hef fundið flokk­inn sem mér þykir svo vænt um styrkj­ast með hverjum degi frá síð­ustu kosn­ingum en betur má ef duga skal.“

Auglýsing
Hann sagði að á næsta vetri muni upp­takt­ur­inn að kosn­ingum sem verði einar þær mik­il­væg­ustu í sögu þjóð­ar­innar byrja. „ Sú rík­is­stjórn sem þá fer með stjórn lands­ins þarf að takast á við eft­ir­mál þeirrar kreppu sem við berj­umst nú við. Þá verður mik­il­vægt að Fram­sókn sé sterk og nýti reynslu sína og styrk við stjórn lands­ins með öfga­leysi sínu og sam­vinnu­hug­sjón­um. Ég ætla mér að standa í stafni í þeirri bar­áttu og leiða flokk­inn til auk­ins styrks og áhrifa.“

Ekki mælst með minna fylgi á kjör­tíma­bil­inu

Þrátt fyrir að Fram­sókn væri ánægð með þau verk sem flokk­ur­inn hefði komið að á kjör­tíma­bil­inu benti Sig­urður Ingi á að yfir­lýstur stuðn­ingur við flokk­inn væri ekki í sam­ræmi við þá ánægju. „Margir segja, jafn­vel flokks­menn, að við séum ekki nægi­lega sýni­leg; að við segjum ekki nægj­an­lega vel frá því sem við séum að vinna að og fram­kvæma.  Við því vil ég segja - við getum og eigum að gera bet­ur.“ 

Í síð­ustu könnun MMR, sem birt var í lok síð­asta mán­aðar mæld­ist fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins 6,4 pró­sent. Yrði það nið­ur­staða kosn­inga myndi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verða minnsti flokk­ur­inn sem næði manni inn á þing og um væri að ræða lang­verstu nið­ur­stöðu hans í kosn­ingum frá því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var stofn­aður 1916. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins í síð­ustu könnun var enn fremur það minnsta sem flokk­ur­inn hefur mælst með á þessu kjör­tíma­bili.

Segir flest lof­orðin hafa verið efnd

Sig­urður Ingi sagði í ræð­unni að hann gerði sér grein fyrir að þing­sætin væru eft­ir­sókn­ar­verð, enda hlyti það að vera draumur og metn­aður allra þeirra sem starfi í stjórn­málum að nýta krafta sína í þágu lands og þjóðar á Alþingi Íslend­inga. „Það á að vera sam­keppni um sæti í sveit­ar­stjórnum og á þingi og öllum for­ystu­störf­um, það er styrk­leika­merki lýð­ræð­is­legs flokks. Fyrir næstu kosn­ingar þurfum við að styrkja okkur og stækka og fá til liðs við okkur öfl­ugt fólk sem finnur sam­hljóm með bar­áttu­málum okkar og stefnu.

Sá árangur sem við höfum nú þegar náð með starfi okkar í rík­is­stjórn er slíkur að lof­orðin sem við gáfum fyrir síð­ustu kosn­ingar hafa flest verið efnd. Nú tekur við mik­il­vægur tími þar sem við setjum stefn­una fyrir fram­tíð­ina, höldum áfram veg­inn, ótrauð, og fáum til liðs við okkur öfl­ugt fólk sem finnur sam­hljóm með gildum Fram­sókn­ar.“

Í ræð­unni sagði Sig­urður Ingi að starf flokks­manna næstu mán­uð­ina muni ákvarða hver verða bar­áttu­mál flokks­ins í næstu kosn­ing­um. „Þá er ég ekki að tala um koll­steypu í stefnu heldur þurfum við að hlusta á þarfir sam­fé­lags­ins, þarfir fjöl­skyld­unnar sér­stak­lega: barna, eldra fólks og ungs fólks. Við viljum ekki staðna sem stjórn­mála­afl heldur vera áfram sterkur afl­vaki hug­mynda og hreyfi­afl til góðs fyrir sam­fé­lagið okk­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent