Heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga hefur fjölgað

Alls fengu 5660 heimili fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum í fyrra. Fjögur prósent barna 17 ára og yngri bjuggu á heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð árið 2019.

Einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2013, þar til nú.
Einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2013, þar til nú.
Auglýsing

Heim­ilum sem þiggja fjár­hags­að­stoðstoð sveit­ar­fé­laga fjölg­aði um 12,9 pró­sent á milli áranna 2018 og 2019. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hag­stof­unn­ar. Sam­tals fengu 5660 heim­ili fjár­hags­að­stoð í fyrra og fjölg­aði þeim um 646 frá árinu áður. Fjöldi heim­ila sem þáðu fjár­hags­að­stoð náði hámarki árið 2013 og hefur verið á nið­ur­leið síð­an. Þetta er því í fyrsta sinn í sex ár sem fjöld­inn eykst.Í til­kynn­ingu Hag­stof­unnar segir að útgjöld sveit­ar­fé­lag­anna vegna fjár­hags­að­stoðar hafi hækkað um 867 millj­ónir á milli áranna 2018 og 2019 eða 26,4 pró­sent. Á föstu verð­lagi nemur hækk­unin 25,9 pró­sent­um. Með­al­mán­að­ar­greiðslur fjár­hags­að­stoðar á árinu 2019 voru 160.800 krónur og hækkuð frá fyrra ári um 24.558 krón­ur. Fjár­hags­að­stoð var greidd að með­al­tali í 4,6 mán­uði árið 2019 en í 4,5 mán­uði árið 2018.

Í kynningu Hagstofunar segir að fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð helst nokkurn veginn í hendur við atvinnuleysi. Mynd: HagstofanAuglýsing


Fjögur pró­sent barna búa á heim­ilum sem fá fjár­hags­að­stoð.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Af þeim heim­ilum sem fengu fjár­hags­að­stoð árið 2019 voru heim­ili ein­stæðra barn­lausra karla 43,6% og heim­ili ein­stæðra barn­lausra kvenna 22,9% en heim­ili ein­stæðra kvenna með börn 21,1%. Heim­ili hjóna/­sam­búð­ar­fólks voru 10,5%. Árið 2019 voru 34,6% við­tak­enda fjár­hags­að­stoðar atvinnu­lausir og af þeim tæp 88% án bóta­rétt­ar, alls 1.606 við­tak­end­ur.“2,6 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, alls 9.549 ein­stak­lingar bjuggu á heim­ilum sem þáðu fjár­hags­að­stoð árið 2019. Þar af voru 3.238 börn, 17 ára og yngri, alls fjögur pró­sent barna. Á milli ára fjölgar börnum í hópn­um, árið 2018 bjuggu 2.710 börn á heim­ilum sem þáðu fjár­hags­að­stoð eða alls 3,4 pró­sent. Þá bjuggu alls 8.206 ein­stak­lingar á heim­ilum sem þáðu fjár­hags­að­stoð.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent