Heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga hefur fjölgað

Alls fengu 5660 heimili fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum í fyrra. Fjögur prósent barna 17 ára og yngri bjuggu á heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð árið 2019.

Einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2013, þar til nú.
Einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2013, þar til nú.
Auglýsing

Heim­ilum sem þiggja fjár­hags­að­stoðstoð sveit­ar­fé­laga fjölg­aði um 12,9 pró­sent á milli áranna 2018 og 2019. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hag­stof­unn­ar. Sam­tals fengu 5660 heim­ili fjár­hags­að­stoð í fyrra og fjölg­aði þeim um 646 frá árinu áður. Fjöldi heim­ila sem þáðu fjár­hags­að­stoð náði hámarki árið 2013 og hefur verið á nið­ur­leið síð­an. Þetta er því í fyrsta sinn í sex ár sem fjöld­inn eykst.Í til­kynn­ingu Hag­stof­unnar segir að útgjöld sveit­ar­fé­lag­anna vegna fjár­hags­að­stoðar hafi hækkað um 867 millj­ónir á milli áranna 2018 og 2019 eða 26,4 pró­sent. Á föstu verð­lagi nemur hækk­unin 25,9 pró­sent­um. Með­al­mán­að­ar­greiðslur fjár­hags­að­stoðar á árinu 2019 voru 160.800 krónur og hækkuð frá fyrra ári um 24.558 krón­ur. Fjár­hags­að­stoð var greidd að með­al­tali í 4,6 mán­uði árið 2019 en í 4,5 mán­uði árið 2018.

Í kynningu Hagstofunar segir að fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð helst nokkurn veginn í hendur við atvinnuleysi. Mynd: HagstofanAuglýsing


Fjögur pró­sent barna búa á heim­ilum sem fá fjár­hags­að­stoð.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Af þeim heim­ilum sem fengu fjár­hags­að­stoð árið 2019 voru heim­ili ein­stæðra barn­lausra karla 43,6% og heim­ili ein­stæðra barn­lausra kvenna 22,9% en heim­ili ein­stæðra kvenna með börn 21,1%. Heim­ili hjóna/­sam­búð­ar­fólks voru 10,5%. Árið 2019 voru 34,6% við­tak­enda fjár­hags­að­stoðar atvinnu­lausir og af þeim tæp 88% án bóta­rétt­ar, alls 1.606 við­tak­end­ur.“2,6 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, alls 9.549 ein­stak­lingar bjuggu á heim­ilum sem þáðu fjár­hags­að­stoð árið 2019. Þar af voru 3.238 börn, 17 ára og yngri, alls fjögur pró­sent barna. Á milli ára fjölgar börnum í hópn­um, árið 2018 bjuggu 2.710 börn á heim­ilum sem þáðu fjár­hags­að­stoð eða alls 3,4 pró­sent. Þá bjuggu alls 8.206 ein­stak­lingar á heim­ilum sem þáðu fjár­hags­að­stoð.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent