Enn hafa engin brúarlán verið veitt

Þann 12. maí hafði Seðlabankinn undirritað samninga við bankana fjóra um veitingu brúarlána. Lánin eru ætluð smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Arion banki, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn hafa heimild til að veita brúarlán.
Arion banki, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn hafa heimild til að veita brúarlán.
Auglýsing

Enn hafa engin brú­ar­lán verið veitt til fyr­ir­tækja sem hafa orðið fyrir rekstr­ar­vanda vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Þetta kemur fram í svörum bank­anna fjög­urra sem veita slík lán við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið fól Seðla­banka Íslands að ann­ast fram­kvæmd á ábyrgðum rík­is­sjóðs. Þann 12. maí til­kynnti Seðla­bank­inn að hann væri búinn að und­ir­rita samn­inga við Arion banka, Íslands­banka, Kviku og Lands­bank­ann um veit­ingu við­bót­ar­lána til fyr­ir­tækja, svo­kall­aðra brú­ar­lána.Í samn­ingum Seðla­bank­ans við bank­ana er til­greind heild­ar­á­byrgð rík­is­sjóðs gagn­vart hverjum banka fyrir sig vegna úrræð­is­ins. Þannig nemur heild­ar­á­byrgð rík­is­sjóðs gagn­vart Lands­bank­anum 20 millj­örðum króna, 16 millj­örðum gagn­vart Íslands­banka, 10 millj­örðum gagn­vart Arion banka og 630 millj­ónum gagn­vart Kviku.

Auglýsing


Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að brú­ar­lánin séu einkum ætluð smáum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir tíma­bundnum rekstr­ar­vanda vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Rík­is­sjóður gengst í ábyrgð fyrir allt að 70 pró­sent af fjár­hæð lán­anna sem fyr­ir­tæki geta feng­ið. Heild­ar­á­byrgð rík­is­sjóðs getur numið allt að 50 millj­örðum vegna brú­ar­lána.Nokkur skil­yrði eru sett fyrir veit­ingu lán­anna. Fyr­ir­tæki sem tekur slíkt lán má til að mynda ekki greiða arð eða kaupa eigin bréf á meðan rík­is­á­byrgðar nýtur við. Lán sem nýtur ábyrgðar getur hæst numið 1,2 millj­örðum króna. Þá er gerð sú krafa að tekju­tap fyr­ir­tækis sé ófyr­ir­séð og megi rekja beint eða óbeint til heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru eða ráð­staf­ana sem far­aldr­inum tengj­ast. Tekju­tapið þarf að nema að lág­marki 40 pró­sent. Lán­veit­ingin tak­markast auk þess við fyr­ir­tæki þar sem launa­kostn­aður var að minnsta kosti 25 pró­sent af útgjöldum síð­asta árs.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent