Enn hafa engin brúarlán verið veitt

Þann 12. maí hafði Seðlabankinn undirritað samninga við bankana fjóra um veitingu brúarlána. Lánin eru ætluð smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Arion banki, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn hafa heimild til að veita brúarlán.
Arion banki, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn hafa heimild til að veita brúarlán.
Auglýsing

Enn hafa engin brúarlán verið veitt til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þetta kemur fram í svörum bankanna fjögurra sem veita slík lán við fyrirspurn Kjarnans.


Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól Seðlabanka Íslands að annast framkvæmd á ábyrgðum ríkissjóðs. Þann 12. maí tilkynnti Seðlabankinn að hann væri búinn að undirrita samninga við Arion banka, Íslandsbanka, Kviku og Landsbankann um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja, svokallaðra brúarlána.


Í samningum Seðlabankans við bankana er tilgreind heildarábyrgð ríkissjóðs gagnvart hverjum banka fyrir sig vegna úrræðisins. Þannig nemur heildarábyrgð ríkissjóðs gagnvart Landsbankanum 20 milljörðum króna, 16 milljörðum gagnvart Íslandsbanka, 10 milljörðum gagnvart Arion banka og 630 milljónum gagnvart Kviku.

Auglýsing

Á vef stjórnarráðsins segir að brúarlánin séu einkum ætluð smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ríkissjóður gengst í ábyrgð fyrir allt að 70 prósent af fjárhæð lánanna sem fyrirtæki geta fengið. Heildarábyrgð ríkissjóðs getur numið allt að 50 milljörðum vegna brúarlána.


Nokkur skilyrði eru sett fyrir veitingu lánanna. Fyrirtæki sem tekur slíkt lán má til að mynda ekki greiða arð eða kaupa eigin bréf á meðan ríkisábyrgðar nýtur við. Lán sem nýtur ábyrgðar getur hæst numið 1,2 milljörðum króna. 


Þá er gerð sú krafa að tekjutap fyrirtækis sé ófyrirséð og megi rekja beint eða óbeint til heimsfaraldurs kórónuveiru eða ráðstafana sem faraldrinum tengjast. Tekjutapið þarf að nema að lágmarki 40 prósent. Lánveitingin takmarkast auk þess við fyrirtæki þar sem launakostnaður var að minnsta kosti 25 prósent af útgjöldum síðasta árs.
Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent