Enn hafa engin brúarlán verið veitt

Þann 12. maí hafði Seðlabankinn undirritað samninga við bankana fjóra um veitingu brúarlána. Lánin eru ætluð smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Arion banki, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn hafa heimild til að veita brúarlán.
Arion banki, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn hafa heimild til að veita brúarlán.
Auglýsing

Enn hafa engin brú­ar­lán verið veitt til fyr­ir­tækja sem hafa orðið fyrir rekstr­ar­vanda vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Þetta kemur fram í svörum bank­anna fjög­urra sem veita slík lán við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið fól Seðla­banka Íslands að ann­ast fram­kvæmd á ábyrgðum rík­is­sjóðs. Þann 12. maí til­kynnti Seðla­bank­inn að hann væri búinn að und­ir­rita samn­inga við Arion banka, Íslands­banka, Kviku og Lands­bank­ann um veit­ingu við­bót­ar­lána til fyr­ir­tækja, svo­kall­aðra brú­ar­lána.Í samn­ingum Seðla­bank­ans við bank­ana er til­greind heild­ar­á­byrgð rík­is­sjóðs gagn­vart hverjum banka fyrir sig vegna úrræð­is­ins. Þannig nemur heild­ar­á­byrgð rík­is­sjóðs gagn­vart Lands­bank­anum 20 millj­örðum króna, 16 millj­örðum gagn­vart Íslands­banka, 10 millj­örðum gagn­vart Arion banka og 630 millj­ónum gagn­vart Kviku.

Auglýsing


Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að brú­ar­lánin séu einkum ætluð smáum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir tíma­bundnum rekstr­ar­vanda vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Rík­is­sjóður gengst í ábyrgð fyrir allt að 70 pró­sent af fjár­hæð lán­anna sem fyr­ir­tæki geta feng­ið. Heild­ar­á­byrgð rík­is­sjóðs getur numið allt að 50 millj­örðum vegna brú­ar­lána.Nokkur skil­yrði eru sett fyrir veit­ingu lán­anna. Fyr­ir­tæki sem tekur slíkt lán má til að mynda ekki greiða arð eða kaupa eigin bréf á meðan rík­is­á­byrgðar nýtur við. Lán sem nýtur ábyrgðar getur hæst numið 1,2 millj­örðum króna. Þá er gerð sú krafa að tekju­tap fyr­ir­tækis sé ófyr­ir­séð og megi rekja beint eða óbeint til heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru eða ráð­staf­ana sem far­aldr­inum tengj­ast. Tekju­tapið þarf að nema að lág­marki 40 pró­sent. Lán­veit­ingin tak­markast auk þess við fyr­ir­tæki þar sem launa­kostn­aður var að minnsta kosti 25 pró­sent af útgjöldum síð­asta árs.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent