Rúmlega 100 umsóknir um lokunarstyrki þegar borist

Lokunarstyrkir bjóðast þeim sem var gert að stöðva starfsemi sína eða þjónustu í sóttvarnarskyni. Yfir 100 umsóknir um styrkina hafa þegar borist.

Nuddstofum var m.a. gert að loka í samkomubanni.
Nuddstofum var m.a. gert að loka í samkomubanni.
Auglýsing

Rík­is­skatt­stjóri opn­aði á föstu­dag­inn var fyrir umsóknir um lok­un­ar­styrki og í gær höfðu yfir 100 umsóknir borist. Heild­ar­fjár­hæð þeirra er undir 200 millj­ón­um.

Þeir ein­stak­lingar og lög­að­ilar sem stunda atvinnu­rekstur eða sjálf­stæða starf­semi sem hófst fyrir 1. febr­úar í ár og var gert að stöðva starf­sem­ina í sótt­varn­ar­skyni geta átt rétt á lok­un­ar­styrk úr rík­is­sjóði að upp­fylltum ýmsum skil­yrð­um. Stofn­an­ir, byggða­sam­lög og fyr­ir­tæki í eigu ríkis eða sveit­ar­fé­laga geta ekki sótt um lok­un­ar­styrk. Þá eiga óskatt­skyldir aðil­ar, eins og til dæmis íþrótta­fé­lög og líkn­ar­fé­lög, ekki rétt á slíkum styrk.

Sam­kvæmt lögum um fjár­stuðn­ing til minni rekstr­ar­að­ila vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru skal fjár­hæð lok­un­ar­styrks vera jafnhá rekstr­ar­kostn­aði á því tíma­bili sem skylt var að loka sam­komu­stað eða láta af starf­semi eða þjón­ustu, þ.e. á tíma­bil­inu 24. mars til 4. maí, þó þannig að hann nemi að hámarki 800 þús­und krónum á hvern launa­mann eða að hámarki 2,4 millj­ónum króna á hvern rekstr­ar­að­ila. Lok­un­ar­styrkur telst til skatt­skyldra tekna rekstr­ar­að­ila sam­kvæmt lögum um tekju­skatt.

Auglýsing

Aug­lýs­ing heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mörkun á sam­komum vegna far­sóttar var birt í Stjórn­ar­tíð­indum 23. mars. Sam­kvæmt henni urðu ákveðnir aðilar að láta af starf­semi eða þjón­ustu á grund­velli sótt­varna­laga.

Sund­laug­um, lík­ams­rækt­ar­stöðv­um, skemmti­stöð­um, krám, spila­söl­um, spila­kössum og söfnum var gert að loka á gild­is­tíma aug­lýs­ing­ar­inn­ar. Þá var óheim­ilt að stunda starf­semi og þjón­ustu sem krafð­ist/hætt var við snert­ingu milli fólks eða mik­ill­ar­ná­lægð­ar, svo sem allt íþrótta­starf, starf­semi hár­greiðslu­stofa, snyrti­stofa, nudd­stofa og önnur sam­bæri­leg starf­semi. Þetta átti einnig við um íþrótta­starf þar sem notkun á sam­eig­in­legum bún­aði gat haft smit­hættu í för með sér, t.d. skíða­lyft­ur.

Eitt þeirra skil­yrða sem sett eru fyrir veit­ingu lok­una­styrkja er að við­kom­andi rekstr­ar­að­ili sé ekki í van­skilum með opin­ber gjöld, skatta og skatt­sektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Það telst til van­skila í þessu sam­bandi ef gjöld og skattar sem greiða átti á árinu 2019 voru ógreidd í lok árs þótt gerð hafi verið greiðslu­á­ætlun eða samn­ingur um greiðslu eftir þann tíma.

Snorri Olsen rík­is­skatt­stjóri segir við Kjarn­ann að nú sé verið að afgreiða þær uppsóknir sem þegar hafa borist. Í ein­hverjum til­vikum þarf mögu­lega að óska eftir frek­ari upp­lýs­ingum en afgreiðsla ætti ekki að taka meira en eina viku. Hann segir að ekki sé búið að taka saman töl­fræði eftir ein­stökum greinum en að það verði gert síð­ar.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent