Rúmlega 100 umsóknir um lokunarstyrki þegar borist

Lokunarstyrkir bjóðast þeim sem var gert að stöðva starfsemi sína eða þjónustu í sóttvarnarskyni. Yfir 100 umsóknir um styrkina hafa þegar borist.

Nuddstofum var m.a. gert að loka í samkomubanni.
Nuddstofum var m.a. gert að loka í samkomubanni.
Auglýsing

Rík­is­skatt­stjóri opn­aði á föstu­dag­inn var fyrir umsóknir um lok­un­ar­styrki og í gær höfðu yfir 100 umsóknir borist. Heild­ar­fjár­hæð þeirra er undir 200 millj­ón­um.

Þeir ein­stak­lingar og lög­að­ilar sem stunda atvinnu­rekstur eða sjálf­stæða starf­semi sem hófst fyrir 1. febr­úar í ár og var gert að stöðva starf­sem­ina í sótt­varn­ar­skyni geta átt rétt á lok­un­ar­styrk úr rík­is­sjóði að upp­fylltum ýmsum skil­yrð­um. Stofn­an­ir, byggða­sam­lög og fyr­ir­tæki í eigu ríkis eða sveit­ar­fé­laga geta ekki sótt um lok­un­ar­styrk. Þá eiga óskatt­skyldir aðil­ar, eins og til dæmis íþrótta­fé­lög og líkn­ar­fé­lög, ekki rétt á slíkum styrk.

Sam­kvæmt lögum um fjár­stuðn­ing til minni rekstr­ar­að­ila vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru skal fjár­hæð lok­un­ar­styrks vera jafnhá rekstr­ar­kostn­aði á því tíma­bili sem skylt var að loka sam­komu­stað eða láta af starf­semi eða þjón­ustu, þ.e. á tíma­bil­inu 24. mars til 4. maí, þó þannig að hann nemi að hámarki 800 þús­und krónum á hvern launa­mann eða að hámarki 2,4 millj­ónum króna á hvern rekstr­ar­að­ila. Lok­un­ar­styrkur telst til skatt­skyldra tekna rekstr­ar­að­ila sam­kvæmt lögum um tekju­skatt.

Auglýsing

Aug­lýs­ing heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mörkun á sam­komum vegna far­sóttar var birt í Stjórn­ar­tíð­indum 23. mars. Sam­kvæmt henni urðu ákveðnir aðilar að láta af starf­semi eða þjón­ustu á grund­velli sótt­varna­laga.

Sund­laug­um, lík­ams­rækt­ar­stöðv­um, skemmti­stöð­um, krám, spila­söl­um, spila­kössum og söfnum var gert að loka á gild­is­tíma aug­lýs­ing­ar­inn­ar. Þá var óheim­ilt að stunda starf­semi og þjón­ustu sem krafð­ist/hætt var við snert­ingu milli fólks eða mik­ill­ar­ná­lægð­ar, svo sem allt íþrótta­starf, starf­semi hár­greiðslu­stofa, snyrti­stofa, nudd­stofa og önnur sam­bæri­leg starf­semi. Þetta átti einnig við um íþrótta­starf þar sem notkun á sam­eig­in­legum bún­aði gat haft smit­hættu í för með sér, t.d. skíða­lyft­ur.

Eitt þeirra skil­yrða sem sett eru fyrir veit­ingu lok­una­styrkja er að við­kom­andi rekstr­ar­að­ili sé ekki í van­skilum með opin­ber gjöld, skatta og skatt­sektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Það telst til van­skila í þessu sam­bandi ef gjöld og skattar sem greiða átti á árinu 2019 voru ógreidd í lok árs þótt gerð hafi verið greiðslu­á­ætlun eða samn­ingur um greiðslu eftir þann tíma.

Snorri Olsen rík­is­skatt­stjóri segir við Kjarn­ann að nú sé verið að afgreiða þær uppsóknir sem þegar hafa borist. Í ein­hverjum til­vikum þarf mögu­lega að óska eftir frek­ari upp­lýs­ingum en afgreiðsla ætti ekki að taka meira en eina viku. Hann segir að ekki sé búið að taka saman töl­fræði eftir ein­stökum greinum en að það verði gert síð­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent