Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er líklegur til að fá 92,3 prósent greiddra atkvæða í forsetakosningunum sem fram fara á morgun, laugardag. Guðmundur Franklín Jónsson, eini mótframbjóðandi hans, myndi samkvæmt þessu frá 7,7 prósent greiddra atkvæða.
Þetta er niðurstaða kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar sem gerð er úr fyrirliggjandi könnunum á fylgi forsetaframbjóðenda.
Vægi kannana í kosningaspánni er eftirfarandi:
- Þjóðarpúls Gallup 11. - 18. júní (35,4 prósent)
- Skoðanakönnun EMC rannsókna 3. - 8. júní (23,6 prósent)
- Skoðanakönnun Zenter 15. - 18. júní (41,0 prósent)
Líkur Guðna á því að ná kjöri eru, samkvæmt módeli kosningaspárinnar, 99,9 prósent en líkur Guðmundar Franklíns 0,1 prósent. Spá um hversu líklegir frambjóðendur eru til að ná kjöri á laugardaginn byggir á 100 þúsund sýndarkosningum.
Í hverri sýndarkosningu er vegið meðaltal skoðanakannana líklegasta niðurstaðan en sýndarniðurstaðan getur verið hærri eða lægri en þetta meðaltal og hversu mikið byggir á sögulegu fráviki skoðanakannana frá úrslitum kosninga.
Síðustu kannananir alla jafna nálægt úrslitum
Baldur hefur einnig tekið saman gögn yfir skoðanakannanir og úrslit forsetakosninga sem fram fóru árin 1996, 2004, 2012 og 2016 með það fyrir augun að kanna hversu nærri kannanir sem birtar voru í vikunni fyrir kosningar eru raunverulegum úrslitum.
Síðan voru teknar saman upplýsingar um hvaða frambjóðandi var með hæst meðalfrávik, til að sjá hvort að könnunaraðilar voru að van- eða ofmeta einhvern frambjóðanda. að lokum var tekið saman hvert var hæsta einstaka frávik yfir allar kannanir og alla frambjóðendur til að sjá hvert var hæsta frávikið í þeim kosningum.
Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
1996
- Meðalfrávik frambjóðenda með meira en 5 - 1,9 prósent
- Hæsta meðalfrávik eins frambjóðanda Ólafur Ragnar Grímsson 2,2 prósent
- Hæsta einstaka frávik Guðrún Agnarsdóttir 6,3 prósent
2004
- Meðalfrávik frambjóðenda með meira en 5 - 4,1 prósent
- Hæsta meðalfrávik eins frambjóðanda Ólafur Ragnar Grímsson 4,5 prósent
- Hæsta einstaka frávik Ólafur Ragnar Grímsson 5,2 prósent
2012
- Meðalfrávik frambjóðenda með meira en 5 - 1,8 prósent
- Hæsta meðalfrávik eins frambjóðanda Ólafur Ragnar Grímsson 4,1 prósent
- Hæsta einstaka frávik Ólafur Ragnar Grímsson 4,3 prósent
2016
- Meðalfrávik frambjóðenda með meira en 5 - 4,3 prósent
- Hæsta meðalfrávik eins frambjóðanda Halla Tómasdóttir 9,7 prósent
- Hæsta einstaka frávik Halla Tómasdóttir 11,6 prósent
Niðurstöðurnar benda til að síðustu kannanir fyrir forsetakosningar séu alla jafna nærri kosningaúrslitum. Frávikin eru tvö til fimm prósent að meðaltali. Frávik einstakra frambjóðenda hefur verið meira, sérstaklega ef fylgi er á hreyfingu síðustu daga fyrir kosningar. Slíkt frávik hefur þó ekki verið í yfirstandandi kosningabaráttu þar sem að engin kannanir sem könnunarfyrirtækin hafa gert hafa sýnt neitt frávik um að Guðmundur Franklín hafi unnið á gagnvart sitjandi forseta.