Virku smitin enn ellefu – fækkar í sóttkví

344 eru í sóttkví og ellefu virk smit eru af kórónuveirunni í landinu. Í fyrradag voru virku smitin jafnmörg. Tvö sýni úr landamæraskimun reyndust jákvæð en hvorugur sá einstaklingur var smitandi.

sólarlag
Auglýsing


Rúm­lega 11.100 sýni höfðu í gær verið tekin í skimunum vegna kór­ónu­veirunnar á landa­mærum Íslands. Á vef­síð­unni Covid.is, sem upp­færð er dag­lega kl. 13, má sjá að enn eru ell­efu virk smit nú hér á landi sem þýðir að fólkið sem greinst hefur með þau getur smitað aðra. Nokkuð hefur fækkað í sótt­kví á milli daga eða úr 379 í 344.

Í gær greindust tveir með veiruna í landamæra­skim­un. Hvor­ugur þeirra reynd­ist smit­andi. Frá því skimun við landa­mærin hófst 15. júní hafa 22 greinst með smit en aðeins fjórir með virk smit.

Auglýsing

Í síð­ustu viku var greint frá því að leik­maður Breiða­bliks hefði greinst með kór­ónu­veiruna. Sá hafði komið til lands­ins frá Banda­ríkj­unum 17. Júní en fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu út úr sýna­tök­unni þá. Leik­mað­ur­inn fór svo aftur í sýna­töku nokkrum dögum síðar og greind­ist þá með veiruna.

Ævar Pálmi Pálma­son, yfir­maður smitrakn­ing­arteym­is­ins og aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn, sagði í  sam­tali við Kjarn­ann í gær­morgun að ekki væri með óhyggj­andi hætti hægt að full­yrða að leik­maður Breiða­bliks hefði smit­ast erlend­is. Hann kann að hafa smit­ast hér á landi. „Hver smitar hvern“ sé ekki alltaf á hreinu.

Í sama streng tók Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, í kvöld­fréttum RÚV í gær. Sagði hann að upp­runi hópsmits­ins, sem hefur valdið því að hund­ruð manna eru nú í sótt­kví, kunni að vera allt annar en talið var. Starfs­fólk Íslenskrar erfða­grein­ingar vinnur nú að því tað kom­ast að hinu sanna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent