Fjölmiðlafyrirtækið Birtingur selt til nýs eiganda

Birtingur útgáfufélag hefur tapað rúmum hálfum milljarði króna frá því að nýir eigendur tóku við því árið 2017. Tapið í fyrra var 236 milljónir króna. Framkvæmdastjórinn hefur keypt allt hlutafé í útgáfufélaginu.

Birtingur hefur meðal annars gefið út fríblaðið Mannlíf síðastliðin þrjú ár.
Birtingur hefur meðal annars gefið út fríblaðið Mannlíf síðastliðin þrjú ár.
Auglýsing

Sig­ríður Dagný Sig­ur­björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Birt­ings útgáfu­fé­lags ehf., hefur samið um kaup á öllu hlutafé í fyr­ir­tæk­inu, sam­kvæmt frétt sem birt­ist á vefnum Mann­lif.is í dag. Útgáfu­fé­lag­ið, sem gefur út tíma­ritin Vik­una, Gest­gjafann og Hús og híbýli. Síð­ustu þrjú árin hefur það einnig gefið út frí­blaðið Mann­líf og haldið úti vefnum mann­lif.­is. Kaupin hafa verið til­kynnt til fjöl­miðla­nefnd­ar.

Birt­ingur hafði frá árinu 2017 verið í eigu Fjár­fest­inga­fé­lags­ins Dal­ur­inn ehf. Upp­haf­lega var það félag í eigu Árna Harð­­­­­­ar­­­­­­son, Róberts Wessman og þriggja ann­arra manna. Síð­ustu miss­eri hefur Hall­dór Krist­manns­son, fram­kvæmda­stjóra hjá Alvogen og náins sam­starfs­manns Róberts Wessman og Árna Harð­ar­sonar til margra ára, verið einn skráður eig­andi félags­ins.

Auglýsing
Birtingur tap­aði sam­tals 317 millj­ónum króna á árunum 2017 og 2018. Sam­kvæmt nýbirtum árs­reikn­ingi fyrir árið 2019 nam tapið í fyrra 236 millj­ónum króna. Sam­tals hefur tapið á rekstr­inum frá því að Dal­ur­inn tók við honum árið 2017, og út síð­asta ár, numið 553 millj­ónum króna. 

­Sam­hliða söl­unni á öllu hlutafé í Birt­ingu verður gerður sam­starfs­samn­ingur um rekstur vef­svæðis þar sem birt­ast efni um lífs­stíl, tísku, heim­ili, hönnun og mat fyrir vöru­merki Birt­ings. „Þar mun útgáfu­fé­lagið einnig selja áskriftir tíma­rita og bjóða upp á staf­ræna útgáfu Mann­lífs. Birt­ingur fær sér­stak­lega greitt fyrir fram­leiðslu og notk­un­ar­rétt á umræddu efn­i,“ segir í frétt á vef Mann­lífs.

Vef­svæðið verður í eigu og umsjón Hall­dórs Krist­manns­son­ar, fyrr­ver­andi eig­anda Birt­ings , sem verður áfram útgef­andi Mann­lífs. Allur rit­stjórn­ar­kostn­aður vegna vinnslu frétta­efnis fyrir Mann­líf ásamt rekstri og þróun vef­svæð­is­ins mun falla undir umræddan sam­starfs­samn­ing. Stefnt er að því að sam­starfið hefj­ist 1. ágúst næst­kom­andi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent