Jafnréttismál eru orðin hluti af sjálfsmynd Íslands – og jafnrétti að vörumerki

Jafnréttismál eru hluti af sjálfsmynd Íslands, samkvæmt nýrri rannsókn. Það lýsir sér m.a. í tilkomu Kvennalistans, kjöri Vigdísar Finnbogadóttur og valdatíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínar Jakobsdóttur.

Jafnrétti
Auglýsing

Greina má ómeð­vit­aða vöru­mörkun í utan­rík­is­þjón­ustu Íslands í gegnum jafn­rétt­is­mál sem birt­ist einna helst sem rík áhersla á mála­flokk­inn í allri vinnu utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar, inn­an­lands sem erlend­is. Sér­tæk­ari vöru­mörkun á sér einnig stað í formi þess að færa jafn­rétt­isum­ræð­una til karla.

Þetta kemur fram í nýrri rann­sókn sem sagt er frá í grein­inni „Vöru­merkið jafn­rétti í utan­rík­is­stefnu Íslands“ og birt­ist í tíma­rit­inu Stjórn­mál & stjórn­sýsla í vik­unni. Höf­undar grein­ar­innar eru Kristín Sandra Karls­dótt­ir, MPA frá stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands, og Silja Bára Ómars­dótt­ir, dós­ent við sömu deild.

Tekin voru við­töl við fimm fyrr­ver­andi og núver­andi starfs­menn utan­rík­is­þjón­ustu Íslands og orð­ræðu­grein­ingu beitt á þau. Sam­kvæmt höf­undum er vöru­mörkun hug­tak sem hefur yfir­leitt verið tengt við mark­aðs­fræði. Í grein­inni segir að á síð­ustu ára­tugum hafi hug­myndir um vöru­mörkun ríkja rutt sér til rúms en í hug­tak­inu felist meðal ann­ars sú hugsun að ríki skapi sér sér­stöðu til að koma sér á fram­færi í alþjóða­sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

„Segja má að vöru­mörkun geti einkum nýst smá­ríkjum vel til að láta rödd sína heyr­ast hærra á meðal ann­arra stærri og valda­meiri ríkja, en smá­ríkja­fræðin halda því fram að sú ímynd sem alþjóða­sam­fé­lagið hefur af til­teknu ríki hafi áhrif á mögu­leika þess til að koma skoðun sinni á fram­færi. Eitt af því sem skapar Íslandi sér­stöðu í alþjóða­sam­fé­lag­inu er góð staða jafn­rétt­is­mála innan rík­is­ins en góður árangur inn­an­lands hefur haft áhrif á ímynd rík­is­ins erlend­is,“ segir í grein­inn­i. 

Ísland beitir þremur meg­in­að­ferðum við vöru­mörk­un, en þær eru: kynja­sam­þætt­ing, að taka sér dag­skrár­vald í mála­flokknum og alþjóð­leg sam­vinna. Fram­boð og eft­ir­spurn virð­ast helsti áhrifa­vald­ur­inn fyrir því að jafn­rétt­is­mál urðu fyrir val­inu sem vöru­merki Íslands, að því er fram kemur í grein­inni.

Þá segir að Ísland hafi mikið fram að færa í mála­flokkn­um, hafi skipað sér í fram­varð­ar­sveit í jafn­rétt­is­málum og vakið athygli alþjóða­sam­fé­lags­ins fyrir vinnu sína. Sú athygli hafi hvetj­andi áhrif á áfram­hald­andi vinnu rík­is­ins innan mála­flokks­ins. Engu að síður sé nauð­syn­legt að vera með­vituð um það hvers vegna íslenska ríkið telur þessa stöðu eft­ir­sókna­verða og í hvaða til­gangi hennar er leit­að.

Ekki með­vituð skýr stefna

Höf­undar draga þá ályktun að vöru­mörkun eigi sér stað af hálfu Íslands á sviði jafn­rétt­is­mála. Fyrsta rann­sókn­ar­spurn­ingin sem lagt var upp með var hvernig hún birt­ist í utan­rík­is­þjón­ustu Íslands. Svarið er sam­kvæmt Krist­ínu Söndru og Silju Báru að hún virð­ist vera ómeð­vituð afleið­ing þess að Ísland ein­beitir sér að mála­flokknum með því að taka sér dag­skrár­vald, beita kynja­sam­þætt­ingu og alþjóð­legri sam­vinnu. Ísland hafi þannig ekki með­vitað sett fram skýra stefnu um að jafn­rétti skuli vera sér­hæf­ing eða vöru­merki lands­ins.

„Með beit­ingu kenn­ing­ara­mma rann­sókn­ar­innar má hins vegar lesa það út úr aðgerðum og áherslum innan utan­rík­is­þjón­ust­unnar og út á við að vöru­mörkun á sér stað. Upp­haf þessa vöru­mörk­un­ar­ferlis er innan íslenskrar stjórn­sýslu þar sem áhersla er lögð á að jafn­rétt­is­mál séu höfð að leið­ar­ljósi á sér­hverjum vett­vangi innan utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Þessi áhersla hefur ekki aðeins áhrif á stefnu­mótun innan ráðu­neyt­is­ins heldur einnig á það hvernig starfs­fólk utan­rík­is­þjón­ust­unnar vinnur sína vinnu og hvernig það kemur fyrir sem full­trúar Íslands á alþjóða­vett­vang­i,“ segir í grein­inni.

Þá telja höf­undar að sér­tæk­ari vöru­mörkun eigi sér einnig stað af hálfu Íslands í formi þess að færa jafn­rétt­isum­ræð­una inn á karllæga vett­vanga eða jafn­vel með því að skipa karl­menn sem full­trúa Íslands í nefndum þar sem konur eru yfir­leitt í miklum meiri­hluta. „Greina mætti þetta sem sér­stakt ein­kenni á vinnu Íslands þegar kemur að jafn­rétt­is­mál­um, sem tekur þá til stöðu Íslands innan mála­flokks­ins og aðgreinir ríkið frá öðrum sem leggja einnig áherslu á jafn­rétt­is­mál, líkt og hin Norð­ur­lönd­in. Alþjóð­leg við­ur­kenn­ing á braut­ryðj­enda­starfi Íslands í þágu jafn­réttis kynj­anna rennir stoðum undir þessa grein­ing­u.“

Vöru­merkið lýsir „sál“ rík­is­ins

Í grein­inni kemur enn fremur fram að orðstír hafi mikil áhrif á hvers kyns vöru­merki ríki hafi tök á að móta en þar skipti máli að vöru­merkið lýsi „sál“ rík­is­ins. Færa megi rök fyrir því að jafn­rétt­is­mál séu hluti af sjálfs­mynd Íslands þar sem mála­flokk­ur­inn virð­ist skipta máli innan íslensks sam­fé­lags. Það lýsi sér einna helst í til­komu Kvenna­list­ans, kjöri Vig­dísar Finn­boga­dótt­ur, valda­tíð Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur og Katrínar Jak­obs­dótt­ur, og stefnum á borð við feðra­or­lof og jafn­launa­vott­un. „Þá virð­ist almennt ríkja þverpóli­tísk sam­staða um mik­il­vægi jafn­rétt­is­mála, þótt nýlegir atburðir á borð við Klaust­urs­málið skyggi á það inn­an­lands. Saman mynda þessir hlutir heildarí­mynd Íslands á alþjóða­vett­vangi en sam­kvæmt kenn­ingum um vöru­mörkun ríkja tekur sú ímynd til póli­tíska, efna­hags­lega og menn­ing­ar­lega sviðs­ins.

Að end­ingu segja höf­undar að femínískt ákall virð­ist eiga sér stað frá alþjóða­sam­fé­lag­inu um breyt­ingar á hina karllæga umhverfi utan­rík­is­mála, þar á meðal í formi ýmissa vit­und­ar­vakn­inga og sam­fé­lags­bylt­inga. Fram­boð og eft­ir­spurn spili stórt hlut­verk í vöru­mörkun jafn­rétt­is­mála en leitað sé til Íslands sem ákveð­ins frum­kvöð­ulsvið­miðs í mála­flokkn­um. Við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins virð­ist hafa mót­andi áhrif á stefnu Íslands í jafn­rétt­is­mál­um. Þegar ríkið fái aukin jákvæð við­brögð frá alþjóða­sam­fé­lag­inu fyrir áherslu sína á jafn­rétt­is­mál virð­ist það hafa hvetj­andi áhrif á áfram­hald­andi vinnu Íslands í mála­flokkn­um. 

„Ís­land er ekki eitt um að hafa jákvæða ímynd á sviði jafn­rétt­is­mála og því væri fróð­legt að vinna frek­ari rann­sóknir á þessu sviði, t.d. með því að bera Ísland saman við hin Norð­ur­löndin sem hafa svip­aða ásýnd í alþjóða­kerf­in­u,“ segir að lokum í grein­inn­i. 

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent