Losun á beinni ábyrgð Íslands ekki það sama og heildarlosun

Losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands mun dragast saman um 35 prósent milli áranna 2005 og 2030 samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Inni í þeim tölum er hvorki losun sem fellur innan ETS kerfisins né losun vegna landnotkunar.

Fram kemur í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að losun frá iðnaðarferlum í stóriðju var 39 prósent af heildarlosun án landnotkunar árið 2018.
Fram kemur í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að losun frá iðnaðarferlum í stóriðju var 39 prósent af heildarlosun án landnotkunar árið 2018.
Auglýsing

Heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hér á landi mun drag­ast saman um 9 pró­sent á milli áranna 2005 og 2030 miðað við aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum sem kynnt var í síð­ustu viku. Þetta kom fram í erindi Sig­urðar Lofts Thor­laci­us, umhvef­is­verk­fræð­ings, á hádeg­is­fundi um aðgerða­á­ætl­un­ina sem hald­inn var á Kjar­vals­stöðum undir yfir­skrift­inni „Eru stjórn­völd að gera nóg?“

Að mati Sig­urðar er margt gott að finna í áætl­un­inni. Hann segir það vera frá­bært að með aðgerða­á­ætl­un­inni ætli íslensk stjórn­völd sér að standa við skuld­bind­ingar Íslands í aðgerðum í lofts­lags­mál­um. Stefnt er að því að losun sem er á beinni ábyrgð Íslands drag­ist saman um 35 pró­sent. Þá fagnar hann því að í aðgerða­á­ætl­un­inni séu settar fram magn­settar aðgerð­ir, það er að í áætl­un­inni komi fram hversu miklum árangri hver aðgerð skili þar sem við á.

Hann gerir einnig nokkrar athuga­semdir við áætl­un­ina í erindi sínu en í henni er að finna grunn­s­viðs­mynd sem á að sýna hver þróun los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda væri án aðgerða. Þessa grunn­s­viðs­mynd telur Sig­urður vera heldur bjart­sýna. Helm­ingur þess sam­dráttar í losun sem gert er ráð fyrir í áætl­un­inni rúmist innan grunn­s­viðs­mynd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þá gerir Sig­urður athuga­semdir við það hvernig losun frá land­notkun er sett fram í áætl­un­inni. Þar sé ein­ungis tekið fram hvaða áhrif aukin bind­ing kolefnis muni skila sem og hver sam­dráttur í losun verður en ekki hversu mikil los­unin sé. „Maður skilur samt að svona er þetta gagn­vart okkar skuld­bind­ing­um. Þannig að það er alveg eðli­legt að birta þetta svona,“ segir Sig­urður og bendir á að þessi losun sé ekki innan okkar skuld­bind­inga. Land hafi mikið til verið fram­ræst fyrir við­mið­un­ar­árið 2005.

Sig­urður leggur sér­staka áherslu á heild­ar­losun í erindi sínu. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er skipt í þrjá flokka: Losun sem er á beina ábyrgð Íslands, losun sem er innan ETS kerf­is­ins (stór­iðja og flug­sam­göng­ur) og loks losun vegna land­notk­un­ar.

Sig­urður bendir á að á milli áranna 2005 og 2030 minnki losun sem er á beinni ábyrgð Íslands um 1.100 kílótonn. Á sama tíma auk­ist losun frá Íslandi sem fellur undir ETS kerfið um um það bil 1.000 kílótonn. Losun vegna land­notk­unar drag­ist svo saman um 1.050 kílótonn. Sam­tals minnki los­unin því um 1.150 kílótonn á milli áranna 2005 og 2030 eða alls um 9 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent