Losun á beinni ábyrgð Íslands ekki það sama og heildarlosun

Losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands mun dragast saman um 35 prósent milli áranna 2005 og 2030 samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Inni í þeim tölum er hvorki losun sem fellur innan ETS kerfisins né losun vegna landnotkunar.

Fram kemur í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að losun frá iðnaðarferlum í stóriðju var 39 prósent af heildarlosun án landnotkunar árið 2018.
Fram kemur í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að losun frá iðnaðarferlum í stóriðju var 39 prósent af heildarlosun án landnotkunar árið 2018.
Auglýsing

Heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hér á landi mun drag­ast saman um 9 pró­sent á milli áranna 2005 og 2030 miðað við aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum sem kynnt var í síð­ustu viku. Þetta kom fram í erindi Sig­urðar Lofts Thor­laci­us, umhvef­is­verk­fræð­ings, á hádeg­is­fundi um aðgerða­á­ætl­un­ina sem hald­inn var á Kjar­vals­stöðum undir yfir­skrift­inni „Eru stjórn­völd að gera nóg?“

Að mati Sig­urðar er margt gott að finna í áætl­un­inni. Hann segir það vera frá­bært að með aðgerða­á­ætl­un­inni ætli íslensk stjórn­völd sér að standa við skuld­bind­ingar Íslands í aðgerðum í lofts­lags­mál­um. Stefnt er að því að losun sem er á beinni ábyrgð Íslands drag­ist saman um 35 pró­sent. Þá fagnar hann því að í aðgerða­á­ætl­un­inni séu settar fram magn­settar aðgerð­ir, það er að í áætl­un­inni komi fram hversu miklum árangri hver aðgerð skili þar sem við á.

Hann gerir einnig nokkrar athuga­semdir við áætl­un­ina í erindi sínu en í henni er að finna grunn­s­viðs­mynd sem á að sýna hver þróun los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda væri án aðgerða. Þessa grunn­s­viðs­mynd telur Sig­urður vera heldur bjart­sýna. Helm­ingur þess sam­dráttar í losun sem gert er ráð fyrir í áætl­un­inni rúmist innan grunn­s­viðs­mynd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þá gerir Sig­urður athuga­semdir við það hvernig losun frá land­notkun er sett fram í áætl­un­inni. Þar sé ein­ungis tekið fram hvaða áhrif aukin bind­ing kolefnis muni skila sem og hver sam­dráttur í losun verður en ekki hversu mikil los­unin sé. „Maður skilur samt að svona er þetta gagn­vart okkar skuld­bind­ing­um. Þannig að það er alveg eðli­legt að birta þetta svona,“ segir Sig­urður og bendir á að þessi losun sé ekki innan okkar skuld­bind­inga. Land hafi mikið til verið fram­ræst fyrir við­mið­un­ar­árið 2005.

Sig­urður leggur sér­staka áherslu á heild­ar­losun í erindi sínu. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er skipt í þrjá flokka: Losun sem er á beina ábyrgð Íslands, losun sem er innan ETS kerf­is­ins (stór­iðja og flug­sam­göng­ur) og loks losun vegna land­notk­un­ar.

Sig­urður bendir á að á milli áranna 2005 og 2030 minnki losun sem er á beinni ábyrgð Íslands um 1.100 kílótonn. Á sama tíma auk­ist losun frá Íslandi sem fellur undir ETS kerfið um um það bil 1.000 kílótonn. Losun vegna land­notk­unar drag­ist svo saman um 1.050 kílótonn. Sam­tals minnki los­unin því um 1.150 kílótonn á milli áranna 2005 og 2030 eða alls um 9 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent