Losun á beinni ábyrgð Íslands ekki það sama og heildarlosun

Losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands mun dragast saman um 35 prósent milli áranna 2005 og 2030 samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Inni í þeim tölum er hvorki losun sem fellur innan ETS kerfisins né losun vegna landnotkunar.

Fram kemur í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að losun frá iðnaðarferlum í stóriðju var 39 prósent af heildarlosun án landnotkunar árið 2018.
Fram kemur í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að losun frá iðnaðarferlum í stóriðju var 39 prósent af heildarlosun án landnotkunar árið 2018.
Auglýsing

Heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hér á landi mun drag­ast saman um 9 pró­sent á milli áranna 2005 og 2030 miðað við aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum sem kynnt var í síð­ustu viku. Þetta kom fram í erindi Sig­urðar Lofts Thor­laci­us, umhvef­is­verk­fræð­ings, á hádeg­is­fundi um aðgerða­á­ætl­un­ina sem hald­inn var á Kjar­vals­stöðum undir yfir­skrift­inni „Eru stjórn­völd að gera nóg?“

Að mati Sig­urðar er margt gott að finna í áætl­un­inni. Hann segir það vera frá­bært að með aðgerða­á­ætl­un­inni ætli íslensk stjórn­völd sér að standa við skuld­bind­ingar Íslands í aðgerðum í lofts­lags­mál­um. Stefnt er að því að losun sem er á beinni ábyrgð Íslands drag­ist saman um 35 pró­sent. Þá fagnar hann því að í aðgerða­á­ætl­un­inni séu settar fram magn­settar aðgerð­ir, það er að í áætl­un­inni komi fram hversu miklum árangri hver aðgerð skili þar sem við á.

Hann gerir einnig nokkrar athuga­semdir við áætl­un­ina í erindi sínu en í henni er að finna grunn­s­viðs­mynd sem á að sýna hver þróun los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda væri án aðgerða. Þessa grunn­s­viðs­mynd telur Sig­urður vera heldur bjart­sýna. Helm­ingur þess sam­dráttar í losun sem gert er ráð fyrir í áætl­un­inni rúmist innan grunn­s­viðs­mynd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þá gerir Sig­urður athuga­semdir við það hvernig losun frá land­notkun er sett fram í áætl­un­inni. Þar sé ein­ungis tekið fram hvaða áhrif aukin bind­ing kolefnis muni skila sem og hver sam­dráttur í losun verður en ekki hversu mikil los­unin sé. „Maður skilur samt að svona er þetta gagn­vart okkar skuld­bind­ing­um. Þannig að það er alveg eðli­legt að birta þetta svona,“ segir Sig­urður og bendir á að þessi losun sé ekki innan okkar skuld­bind­inga. Land hafi mikið til verið fram­ræst fyrir við­mið­un­ar­árið 2005.

Sig­urður leggur sér­staka áherslu á heild­ar­losun í erindi sínu. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er skipt í þrjá flokka: Losun sem er á beina ábyrgð Íslands, losun sem er innan ETS kerf­is­ins (stór­iðja og flug­sam­göng­ur) og loks losun vegna land­notk­un­ar.

Sig­urður bendir á að á milli áranna 2005 og 2030 minnki losun sem er á beinni ábyrgð Íslands um 1.100 kílótonn. Á sama tíma auk­ist losun frá Íslandi sem fellur undir ETS kerfið um um það bil 1.000 kílótonn. Losun vegna land­notk­unar drag­ist svo saman um 1.050 kílótonn. Sam­tals minnki los­unin því um 1.150 kílótonn á milli áranna 2005 og 2030 eða alls um 9 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent