Kalla eftir athugasemdum svo unnt sé að leiðrétta ef við á

Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir að óánægja bakvarða með lágar álagsgreiðslur hafi verið rædd á fundi framkvæmdastjórnar í dag. Var ákveðið að kalla eftir athugasemdum frá stjórnendum svo unnt væri að gera leiðréttingar ef við á.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Land­spít­al­ans hefur kallað form­lega eftir athuga­semdum frá stjórn­endum deilda spít­al­ans vegna óánægju heil­brigð­is­starfs­fólks úr bak­varða­sveit­inni með álags­greiðslur sem greiða á út á morg­un. Bak­verðir komu flestir til starfa á heil­brigð­is­stofn­unum er far­ald­ur­inn stóð sem hæst en nokkrir þeirra hafa í dag lýst opin­ber­lega yfir von­brigðum með að fá mjög lága álags­greiðslu.

Einn bak­varð­anna, svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn Arna Rut O. Gunn­ars­dótt­ir, lýsti því í sam­tali við Kjarn­ann í dag að hún teldi þá upp­hæð sem hún fær „nið­ur­lægj­andi“ og engan veg­inn end­ur­spegla hennar fram­lag á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans. Arna Rut er búsett á Akur­eyri. Hún starf­aði um ára­bil á Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri en skipti um starfs­vett­vang árið 2018. Er far­aldur COVID-19 bloss­aði upp hér á landi ákvað hún þegar í stað að skrá sig í bak­varða­sveit­ina og vegna sér­þekk­ingu hennar var hún beðin að koma til starfa á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi, sem hafði verið helguð sjúk­lingum með COVID-19. Hún vann margar og langar vakt­ir, alls yfir 170 vinnu­stundir í apríl er far­ald­ur­inn stóð sem hæst.

Í miðjum far­aldr­inum var þegar farið að ræða um það að greiða heil­brigð­is­starfs­fólki sér­staka umbun vegna álags­ins. Einn millj­arður króna var svo settur inn í fjár­auka­lög og átti hann að greiða því starfs­fólki sem stóð í fram­lín­unni í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. Ákveðið var að 750 millj­ónir myndu renna til starfs­manna Land­spít­al­ans og Sjúkra­húss­ins á Akur­eyri en afgang­ur­inn til heilsu­gæsl­unnar og ann­arra heil­brigð­is­stofn­ana í land­inu.

Auglýsing

­Síðar til­kynnti Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, að allt starfs­fólk sjúkra­húss­ins fengi greitt vegna álags­ins en mis­mikið eftir því á hvaða deildum það vinn­ur. Og á hvaða tíma. Þannig var ákveðið að upp­hæðin færi eftir við­veru starfs­manns í mars og apr­íl. Þeir sem unnu náið við umönnun COVID-­sjúk­linga gátu fengið allt að 250 þús­und krón­ur.

Þar sem Arna er ekki fastur starfs­maður og hafði því ekki unnið á spít­al­anum í mars fékk hún allt aðra upp­hæð: 26.938 krón­ur. Útborg­að: 16.100 krón­ur.

Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ir, aðstoð­ar­maður for­stjóra Land­spít­al­ans, segir við Kjarn­ann að málið hafi verið rætt á fundi fram­kvæmda­stjórnar sjúkra­húss­ins í dag. Á þeim fundi var ákveðið að kalla eftir athuga­semdum frá stjórn­endum svo unnt væri að gera leið­rétt­ingar ef við á.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
Kjarninn 22. september 2020
Ingrid Kuhlman
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
Kjarninn 22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
Kjarninn 22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
Kjarninn 22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
Kjarninn 22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent