Kalla eftir athugasemdum svo unnt sé að leiðrétta ef við á

Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir að óánægja bakvarða með lágar álagsgreiðslur hafi verið rædd á fundi framkvæmdastjórnar í dag. Var ákveðið að kalla eftir athugasemdum frá stjórnendum svo unnt væri að gera leiðréttingar ef við á.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Land­spít­al­ans hefur kallað form­lega eftir athuga­semdum frá stjórn­endum deilda spít­al­ans vegna óánægju heil­brigð­is­starfs­fólks úr bak­varða­sveit­inni með álags­greiðslur sem greiða á út á morg­un. Bak­verðir komu flestir til starfa á heil­brigð­is­stofn­unum er far­ald­ur­inn stóð sem hæst en nokkrir þeirra hafa í dag lýst opin­ber­lega yfir von­brigðum með að fá mjög lága álags­greiðslu.

Einn bak­varð­anna, svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn Arna Rut O. Gunn­ars­dótt­ir, lýsti því í sam­tali við Kjarn­ann í dag að hún teldi þá upp­hæð sem hún fær „nið­ur­lægj­andi“ og engan veg­inn end­ur­spegla hennar fram­lag á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans. Arna Rut er búsett á Akur­eyri. Hún starf­aði um ára­bil á Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri en skipti um starfs­vett­vang árið 2018. Er far­aldur COVID-19 bloss­aði upp hér á landi ákvað hún þegar í stað að skrá sig í bak­varða­sveit­ina og vegna sér­þekk­ingu hennar var hún beðin að koma til starfa á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi, sem hafði verið helguð sjúk­lingum með COVID-19. Hún vann margar og langar vakt­ir, alls yfir 170 vinnu­stundir í apríl er far­ald­ur­inn stóð sem hæst.

Í miðjum far­aldr­inum var þegar farið að ræða um það að greiða heil­brigð­is­starfs­fólki sér­staka umbun vegna álags­ins. Einn millj­arður króna var svo settur inn í fjár­auka­lög og átti hann að greiða því starfs­fólki sem stóð í fram­lín­unni í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. Ákveðið var að 750 millj­ónir myndu renna til starfs­manna Land­spít­al­ans og Sjúkra­húss­ins á Akur­eyri en afgang­ur­inn til heilsu­gæsl­unnar og ann­arra heil­brigð­is­stofn­ana í land­inu.

Auglýsing

­Síðar til­kynnti Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, að allt starfs­fólk sjúkra­húss­ins fengi greitt vegna álags­ins en mis­mikið eftir því á hvaða deildum það vinn­ur. Og á hvaða tíma. Þannig var ákveðið að upp­hæðin færi eftir við­veru starfs­manns í mars og apr­íl. Þeir sem unnu náið við umönnun COVID-­sjúk­linga gátu fengið allt að 250 þús­und krón­ur.

Þar sem Arna er ekki fastur starfs­maður og hafði því ekki unnið á spít­al­anum í mars fékk hún allt aðra upp­hæð: 26.938 krón­ur. Útborg­að: 16.100 krón­ur.

Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ir, aðstoð­ar­maður for­stjóra Land­spít­al­ans, segir við Kjarn­ann að málið hafi verið rætt á fundi fram­kvæmda­stjórnar sjúkra­húss­ins í dag. Á þeim fundi var ákveðið að kalla eftir athuga­semdum frá stjórn­endum svo unnt væri að gera leið­rétt­ingar ef við á.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent