Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum

Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Auglýsing
Útlend­ingum sem dvalist hafa á Íslandi, og hafa gert það frá því fyrir 20. mars 2020, en hefur ekki kom­ist til síns heima vegna ferða­tak­markana, sótt­kvíar eða ein­angr­unar er nú heim­ilt að dvelja hér á landi án vega­bréfs­á­rit­unar eða dval­ar­leyfis til og með 10. ágúst næst­kom­and­i.  dir="ltr" style="line-height:1.38;marg­in-top:16pt;marg­in-­bott­om:4pt;">Þetta kemur fram í breyt­ingu á reglu­gerð um útlend­inga sem Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra gerði og öðl­að­ist gildi 15. júní síð­ast­lið­inn. 

Aug­lýs­ing um reglu­gerð­ar­breyt­ing­una var birt í Stjórn­ar­tíð­indum 1. júlí. 

Þar segir einnig að þrátt fyrir ofan­greint ákvæði þá komi það „ekki í veg fyrir frá­vísun eða brott­vísun þeirra sem voru í ólög­mætri dvöl fyrir 20. mars 2020 eða frá­vísun eða brott­vísun á öðrum grund­velli sam­kvæmt ákvæðum laga um útlend­inga.“

Auglýsing
Á heima­síðu Útlend­inga­stofn­unar er sér­stak­lega til­greint að ákvæðið nái ein­ungis til þeirra sem ekki kom­ast til síns heima vegna ferða­tak­markana, sótt­kvíar eða ein­angr­un­ar. Þar stendur enn fremur að „skortur á bein­um  flug­sam­göngum til heima­lands, hár kostn­aður við ferða­lög eða annað óhag­ræði af því að ferð­ast um þessar mundir eru ekki ástæður sem heim­ila dvöl án dval­ar­leyfis eða árit­un­ar.“

Útlend­inga­stofnun bár­ust alls 243 umsóknir um vernd hér­lendis á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 2020. Þær hafa verið afar fáar frá því að COVID-19 far­ald­ur­inn skall á, alls fimm í apríl og fjórar í maí. 

Alls hefur ákvörðun verið tekin um 388 mál þar sem óskað var eftir vernd á árinu 2020. Af þeim hafa 222 fengið veitta vernd, 67 hefur verið synj­að, 31 hafa verið end­ur­send til ann­ars Evr­ópu­lands á grund­velli Dyfl­in­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, 35 hafa þegar verið með vernd í öðru ríki og 33 mál hafa hlotið „önnur lok“.

Í apríl og maí, á meðal að landa­mæri flestra ríkja Evr­ópu og Banda­ríkj­anna voru lok­uð, áttu sér stað sex ákvarð­anir um end­ur­send­ingar á grund­velli Dyfl­in­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, en sam­kvæmt henni er hæl­is­leit­endum gert að sækja um vernd í því Evr­ópu­landi sem þeir lenda fyrst í. Í maí­mán­uði voru teknar tvær ákvarð­anir um end­ur­send­ingar á hæl­is­leit­endum á grund­velli reglu­gerð­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent