„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“

Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.

Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
Auglýsing

Síð­asta sól­ar­hring var til­kynnt um 41 dauðs­föll úr COVID-19 í Sví­þjóð. Sam­tals hafa því 5.411 lát­ist úr sjúk­dómnum í land­inu. Tæp­lega 71 þús­und smit hafa grein­st, þar af 947 síð­asta sól­ar­hring­inn. Í heild hafa 2.444 þurft að leggj­ast inn á gjör­gæslu vegna sjúk­dóms­ins.

And­ers Wal­lensten, aðstoð­ar­sótt­varna­læknir Sví­þjóð­ar, sagði í dag að alvar­lega veikum fari nú fækk­andi og að mark­mið yfir­valda sé að „fletja út kúr­f­una“ – og það hafi verið planið allt frá upp­hafi – til að tryggja að heil­brigð­is­kerfið stand­ist álag­ið. Og að nú hafi álagið minnk­að. 

Í dag voru kynnt­ar ­upp­færðar reglur og almennar leið­bein­ingar til veit­inga­staða, bara og kaffi­húsa í Sví­þjóð. Sam­kvæmt nýju regl­unum skal vera að minnsta kosti eins metra fjar­lægð milli hópa sem sækja þessa staði. Áður sagði í reglum að halda ætti „hæfi­legri fjar­lægð“ en nú hefur hún verið skil­greind í tölu.

Auglýsing

Í dag fengu sveit­ar­fé­lög einnig þá ábyrgð að sjá til þess að regl­unum sé fram­fylgt. Þá hafa þau einnig vald til að loka stöðum sem ekki fram­fylgja gilandi regl­um. Fjár­magn frá rík­inu fylgir þess­ari auknu ábyrgð. Nýju fjar­lægð­ar­regl­urnar taka gildi þann 7. júlí.

Á blaða­manna­fundi í dag, þar sem hið nýja fyr­ir­komu­lag var kynnt, sagði yfir­maður lýð­heilsu­stofn­unar Sví­þjóðar að það væri svo á ábyrgð ein­stak­linga innan hvers hóps að gæta að sýk­inga­vörn­um. „Ef þú hittir ein­hver sem þú hefur ekki hitt lengi – haltu fjar­lægð.“ 

And­ers Wal­lensten sagði að í sumar ætti fólk að „eyða minni tíma“ með fólki sem það þekkir ekki fyrir til að draga úr hættu á frek­ari útbreiðslu sjúk­dóms­ins. „Þú þarft ekki að kynn­ast nýju fólki í sum­ar.“

Rúm­lega 10 millj­ónir manna búa í Sví­þjóð. Far­ald­ur­inn hefur verið mun skæð­ari þar en á öðrum Norð­ur­löndum og í mörgum öðrum löndum Evr­ópu. 

Sótt­varna­yf­ir­völd hafa verið harð­lega gagn­rýnd fyrir að gefa aðeins út til­mæli en setja ekki strangar umgengn­is­reglur þegar far­ald­ur­inn braust út. Þau hafi t.d. ekki sett á heim­sókn­ar­bann á hjúkr­un­ar­heim­ilum þegar far­sóttin var að ná hæstu hæð­um. Nið­ur­staðan virð­ist sú, að teknu til­liti til opin­berra talna, að dauðs­föll þar eru mun fleiri miðað við höfða­tölu en á hinum Norð­ur­lönd­unum en engu að síður færri en í Bret­landi, á Spáni og Ítalíu þar sem gripið var til harðra aðgerða á borð við útgöngu­bönn.

Síð­ustu vikur hefur verið aukið mjög við sýna­tökur í Sví­þjóð og greindum til­fellum fjölgað sam­hliða. Alvar­lega veikum hefur hins vegar á sama tíma farið fækk­andi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent