Kostir og gallar sænsku leiðarinnar að koma í ljós

Eru sænsk yfirvöld farin að súpa seyðið af því að hafa sett traust sitt á almenning í stað boða og banna? Tæplega 2.500 hafa nú látist úr COVID-19 þar í landi og á meðan kúrfan fræga er á niðurleið víða virðast Svíar enn ekki hafa náð toppnum.

Þröng á þingi í markaðsgötu í Malmö um síðustu helgi. Girðingar hafa verið settar upp fyrir framan sölubása til að verja sölufólkið.
Þröng á þingi í markaðsgötu í Malmö um síðustu helgi. Girðingar hafa verið settar upp fyrir framan sölubása til að verja sölufólkið.
Auglýsing

„COVID-19 er sjúk­dómur sem við komum til með að búa við í langan tíma,“ sagði And­ers Tegn­ell, sótt­varna­læknir Sví­þjóð­ar, á dag­legum blaða­manna­fundi í dag. 107 dauðs­föll voru í land­inu á einum sól­ar­hring og tæp­lega 2.500 hafa lát­ist frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Á heims­vísu hafa yfir 210 þús­und manns lát­ist vegna COVID-19 ef marka má opin­berar töl­ur. „Þetta eru mjög háar töl­ur. Svo stórar tölur er erfitt að með­taka,“­sagði Tegn­ell og að slíkan fjölda lát­inna af völdum sjúk­dóms væri eitt­hvað sem ekki hefði sést í ver­öld­inni í langan tíma.

„Þetta er langt í frá búið,“ sagði hann á fund­inum og þó að Svíum hefði tek­ist að kom­ast hjá of miklu álagi á heil­brigð­is­kerfið þyrfti áfram að fara að öllu með gát. „Það er mörgum sem finnst þetta erfitt en við verðum að muna að við komumst á þennan stað af því að margir lögðu sig mikið fram. Við megum ekki hætta því núna, þetta er langt í frá búið. Þetta er veira sem mun örugg­lega finna leið til að vera með okkur í langan tíma.“

Auglýsing

Stokk­hólmur hefur orðið lang­verst úti í far­aldr­inum í land­inu. Þar er mikið álag á sjúkra­hús­um.

Nú eru vís­bend­ingar um að veiran sé farin að breið­ast út til ann­arra svæða. Í bæði Hal­land og Värm­land hefur fjöldi smita vaxið hratt síð­ustu daga. Tegn­ell segir þetta þó geta skýrst af því að fleiri sýni eru nú tekin en áður.

Á blaða­manna­fundi dags­ins var Tegn­ell spurður út í dauða ungs fólks af völdum veirunn­ar, fólks sem hefði enga und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Hann sagði unga fólkið sem hefur lát­ist í Sví­þjóð ekki virð­ast eiga neitt sam­eig­in­legt í heilsu­fars­legu til­liti. „Þetta er auð­vitað mjög sorg­legt en þetta er að ger­ast í öllum löndum og má sjá í öllum sýk­ing­um. Við vitum ekki af hverju þetta ger­ist og ekki finnst neinn sam­nefn­ari hjá þessum hópi.“

Leiðir yfir­valda í Sví­þjóð í bar­átt­unni við far­aldur kór­ónu­veirunnar hafa vakið athygli og verið umdeild­ar. Tegn­ell er sá sem talar fyrir aðgerð­unum en ekki stjórn­mála­menn. Sama leið var farin á Íslandi en víð­ast ann­ars staðar eru það stjórn­mála­menn­irnir sem koma fram í fjöl­miðl­um, til­kynna um næstu skref og aðgerð­ir.

Sam­fé­lagið ekki stöðvað

Síð­ustu daga hefur vor­veðrið leikið við Svía og yngri kyn­slóðir hafa þyrpst út á göt­ur, bari og kaffi­hús til að fagna sum­ar­kom­unni. Já, á bari og kaffi­hús. Í Sví­þjóð hefur nefni­lega ströngum aðgerðum verið stillt í mikið hóf. Landa­mærin eru opin eins og áður, veit­inga­staðir og barir sömu­leið­is, almenn­ings­garð­arnir eru einnig opnir og sömu­leiðis leik- og grunn­skól­ar. Lestir og stræt­is­vagnar ganga sínar leiðir venju sam­kvæmt.

Ungt fólk að sóla sig á kaffihúsi í Stokkhólmi.

Það þýðir samt ekki að ekk­ert hafi verið gert. En fyrst og fremst stóla yfir­völd, þar á meðal Tegn­ell, á hið mikla traust sem Svíar hafa á stofn­un­um, yfir­völdum og hver öðr­um. Boð og bönn hafa því verið minni en í flestum nágranna­ríkj­unum í far­aldr­in­um. Yfir­völd litu hins vegar svo á að Svíum væri treystandi til að ákveða að halda sig heima, passa upp á nálægð við aðra og stunda ítar­legan hand­þvott. Engar til­skip­anir þyrftu. Ekki nema örfá­ar, m.a. að banna sam­komur fleiri en fimm­tíu manna, aflýsa íþrótta­við­burðum og loka söfn­um.

Þó að mun fleiri hafi lát­ist í Sví­þjóð en á hinum Norð­ur­lönd­unum eru þær á pari við dán­ar­tölur á Írlandi þó að þar hafi snemma verið gripið til mun harð­ari aðgerða.

En sam­an­burður á tölum er vara­sam­ur. Þjóðir eru á mis­jöfnum stað í kúrf­unni frægu, far­ald­ur­inn kom fyrr til sumra landa en ann­arra. En miðað við þróun talna í hverju Norð­ur­land­anna fyrir sig þá sést að Sví­þjóð er enn á hátindi far­ald­urs­ins á meðan hann er á mik­illi nið­ur­leið hjá hin­um.

Auglýsing

Síð­asta sunnu­dag var þétt­setið á kaffi­húsum í Stokk­hólmi. En ungt fólk var í miklum meiri­hluta. Sænsk heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa enda við­ur­kennt að eldri borg­arar hafi orðið illa úti og að veiran hafi greinst hjá íbúum á flestum öldr­un­ar­heim­ilum borg­ar­inn­ar. Starfs­menn á þeim hafa einnig kvartað undan skorti á hlífð­ar­fatn­aði. Mik­ill meiri­hluti þeirra sem hefur lát­ist er yfir sjö­tugt eða um 86 pró­sent. Það er ekki ólíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum löndum en engu að síður hefði dán­ar­talan getað verið lægri. Það er til að mynda skoðun 22 vís­inda­manna sem rit­uðu opið bréf til sótt­varna­læknis og sök­uðu yfir­völd um van­rækslu.

Þrátt fyrir að hjól atvinnu­lífs­ins í Sví­þjóð hafi snú­ist að ýmsu leyti eins og ekk­ert hafi í skorist, nudd-, snyrt- og hár­greiðslu­stofur hafa til dæmis ekki þurft að loka, þá mun verða sam­dráttur í efna­hags­líf­inu, m.a. vegna þess að Svíar reiða sig á útflutn­ings­tekj­ur. Þá verða áhrifin af sam­drætti í ferða­þjón­ustu svipuð þar og ann­ars stað­ar.

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Mynd: EPA

Tegn­ell neitar því að til­gang­ur­inn með því að stöðva ekki sam­fé­lagið líkt og aðrar þjóðir gerðu hafi verið sá að ná hinu umtal­aða hjarð­ó­næmi, að um 60 pró­sent þjóð­ar­innar smit­ist. „Við vorum að reyna að gera það sama og flest önnur lönd, að hægja á útbreiðslu eins mikið og hægt var,“ segir Tegn­ell í sam­tali við New York Times.„Málið er að við notum bara aðeins önnur verk­færi til þess en margir aðr­ir.“

Yfir­völd bönn­uðu ekki heim­sóknir á öldr­un­ar­heim­ili fyrr en í lok mars. Áður en að því kom höfðu for­stöðu­menn heim­ilis í nágrenni Stokk­hólms tekið sjálf­stæða ákvörðun um að banna heim­sókn­ir. Því var ekki vel tekið af yfir­völdum sem gengu svo langt að krefj­ast þess að skilti sem á stóð „engir gest­ir“ yrði fjar­lægt. For­stöðu­mað­ur­inn neit­aði og sagð­ist frekar fara í fang­elsi. Hið almenna heim­sókn­ar­bann kom svo of seint. Þá hafði veiran læðst inn á heim­ilið og ell­efu íbúar lát­ist.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent