Spyr hvort hægt sé að treysta tölum frá öðrum löndum – Eitthvað sem þarf að skoða mjög vel

Sóttvarnalæknir telur að skoða þurfi tilllögu fjármála- og efnahagsráðherra mjög vel um frjálsari för ríkisborgara á milli landa.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir var spurður út í til­lögu Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að þau lönd þar sem gögn sýndu að tek­ist hefði að ná tökum á útbreiðslu far­sótt­ar­innar myndu skoða frjáls­ari för rík­is­borg­ara sín á milli.

Hann svar­aði og sagði að þetta væri eitt af þeim atriðum sem hefði verið velt upp. Þetta væri eitt af því sem þyrfti að skoða veru­lega vel.

Þórólfur benti á í þessu sam­hengi að oft væri mis­mun­andi ski­mað milli landa og í raun og veru væru mjög fá lönd sem hefðu ski­mað eins og Íslend­ing­ar. „Við sjáum til dæmis lönd eins og Sví­þjóð sem hefur ski­mað mjög lítið miðað við hin Norð­ur­löndin enn sem komið er og þar gæti maður haldið að útbreiðsla sjúk­dóms­ins væri kannski ekk­ert voða­lega mikil meðan þeir eru með mjög miklar afleið­ingar af sjúk­dómn­um.“

Auglýsing

Þannig þyrfti jafn­framt að spyrja hvort hægt væri að treysta þeim tölum sem koma frá hinum ýmsu löndum og hvort útbreiðslan væri raun­veru­lega eins mikil og af er lát­ið. „Þetta þarf bara að skoða mjög vel og þetta er klár­lega eitt­hvað sem kemur inn í þessa umræð­u,“ sagði Þórólf­ur.

Kjarn­inn greindi frá því í dag að við­brögð við COVID-19 og næstu skref hefðu verið rædd á fjar­fund­i leið­­toga íhalds­­­flokka Norð­­ur­land­anna og Eystra­salts­­ríkj­anna í morg­un. Öll rík­­in hefðu gripið til umfangs­­mik­illa ráð­staf­ana til að bregð­­ast við far­aldr­inum og hefðu til­­slak­­anir á þeim aðgerðum verið til umræðu.

Á fund­inum lagði Bjarni til að þau lönd þar sem ­gögn sýndu að tek­ist hefði að ná tökum á útbreiðslu far­­sótt­­ar­innar myndu skoða frjáls­­ari för rík­­is­­borg­­ara sín á milli. Undir það var tekið en jafn­­fram­t und­ir­­strikað að þau ríki sem ættu aðild að ESB þyrftu einnig að fjalla um það á þeim vett­vangi.

Stjórn­­völd á Norð­­ur­lönd­unum og í Eystra­salts­­ríkj­unum hafa lagt drög að til­­­slök­unum á sótt­­varn­­ar­að­­gerðum á næstu vik­um, en ekki er um ­sam­ræmdar aðgerðir að ræða, segir í til­­kynn­ing­u um fund­inn á vef Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, enda mis­­­jafnt til hversu víð­tækra tak­­mark­ana hefur verið gripið í hverju landi fyrir sig.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Staða ungs fólks á Íslandi
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent