Spyr hvort hægt sé að treysta tölum frá öðrum löndum – Eitthvað sem þarf að skoða mjög vel

Sóttvarnalæknir telur að skoða þurfi tilllögu fjármála- og efnahagsráðherra mjög vel um frjálsari för ríkisborgara á milli landa.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir var spurður út í til­lögu Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að þau lönd þar sem gögn sýndu að tek­ist hefði að ná tökum á útbreiðslu far­sótt­ar­innar myndu skoða frjáls­ari för rík­is­borg­ara sín á milli.

Hann svar­aði og sagði að þetta væri eitt af þeim atriðum sem hefði verið velt upp. Þetta væri eitt af því sem þyrfti að skoða veru­lega vel.

Þórólfur benti á í þessu sam­hengi að oft væri mis­mun­andi ski­mað milli landa og í raun og veru væru mjög fá lönd sem hefðu ski­mað eins og Íslend­ing­ar. „Við sjáum til dæmis lönd eins og Sví­þjóð sem hefur ski­mað mjög lítið miðað við hin Norð­ur­löndin enn sem komið er og þar gæti maður haldið að útbreiðsla sjúk­dóms­ins væri kannski ekk­ert voða­lega mikil meðan þeir eru með mjög miklar afleið­ingar af sjúk­dómn­um.“

Auglýsing

Þannig þyrfti jafn­framt að spyrja hvort hægt væri að treysta þeim tölum sem koma frá hinum ýmsu löndum og hvort útbreiðslan væri raun­veru­lega eins mikil og af er lát­ið. „Þetta þarf bara að skoða mjög vel og þetta er klár­lega eitt­hvað sem kemur inn í þessa umræð­u,“ sagði Þórólf­ur.

Kjarn­inn greindi frá því í dag að við­brögð við COVID-19 og næstu skref hefðu verið rædd á fjar­fund­i leið­­toga íhalds­­­flokka Norð­­ur­land­anna og Eystra­salts­­ríkj­anna í morg­un. Öll rík­­in hefðu gripið til umfangs­­mik­illa ráð­staf­ana til að bregð­­ast við far­aldr­inum og hefðu til­­slak­­anir á þeim aðgerðum verið til umræðu.

Á fund­inum lagði Bjarni til að þau lönd þar sem ­gögn sýndu að tek­ist hefði að ná tökum á útbreiðslu far­­sótt­­ar­innar myndu skoða frjáls­­ari för rík­­is­­borg­­ara sín á milli. Undir það var tekið en jafn­­fram­t und­ir­­strikað að þau ríki sem ættu aðild að ESB þyrftu einnig að fjalla um það á þeim vett­vangi.

Stjórn­­völd á Norð­­ur­lönd­unum og í Eystra­salts­­ríkj­unum hafa lagt drög að til­­­slök­unum á sótt­­varn­­ar­að­­gerðum á næstu vik­um, en ekki er um ­sam­ræmdar aðgerðir að ræða, segir í til­­kynn­ing­u um fund­inn á vef Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, enda mis­­­jafnt til hversu víð­tækra tak­­mark­ana hefur verið gripið í hverju landi fyrir sig.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent