Orkunotkun heimila fer minnkandi og rafbílavæðingin breytir litlu

Hlýrra loftslag, loðnubrestur og rekstrarvandi álversins í Straumsvík eru meðal þeirra þátta sem urðu til þess að raforkunotkun á landinu í fyrra dróst saman frá fyrra ári.

Stórnotkun minnkaði mest hjá álverunum á síðasta ári eða um 3,4 prósent frá fyrra ári.
Stórnotkun minnkaði mest hjá álverunum á síðasta ári eða um 3,4 prósent frá fyrra ári.
Auglýsing

Samdráttur í raforkunotkun eldri stórnotenda – aukin notkun gagnavera

Hlýrra loftslag, loðnubrestur og rekstrarvandi álversins í Straumsvík eru meðal þeirra þátta sem urðu til þess að raforkunotkun á landinu í fyrra dróst saman frá fyrra ári. Einnig spila inn í miklar breytingar á orkuþörf til lýsingar og ýmissa raftækja. Rafbílavæðing með hleðslu á heimilum hefur ekki komið neitt að ráði á móti þessari minnkun.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð orkuspárnefndar um raforkunotkun á Íslandi árið 2019.

Árið 2019 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 19.489 GWh og minnkaði um 1,7 prósent frá fyrra ári. Notkun stórnotenda minnkaði um 0,7 prósent milli ára og almenn notkun um 4,7 prósent.

Í greinargerð orkuspárnefndar er raforkunotkun greind niður á tvo meginþætti, þ.e. í forgangsorku (stórnotendur) og skerðanlega orku. Meginhluti notkunarinnar er forgangsorka en með skerðanlegri orku er átt við notkun þar sem samið hefur verið um að skerða megi notkunina svo sem vegna flutningstakmarkana.

Auglýsing

Til stórnotenda teljast sjö stóriðjufyrirtæki (álver, járnblendi, kísilver) og þrjú gagnaver. Samtals nýttu þessi tíu fyrirtæki 78 prósent allrar raforku sem framleidd var í landinu í fyrra. Álverin þrjú, Norðurál, Fjarðaál og Rio Tinto, notuðu stærstan hluta þessarar forgangsorku eða um 84 prósent. Um 6 prósent fór til gagnavera og um 2 prósent til kísilvera en aðeins eitt slíkt er starfandi hér á landi. Becromal og Íslenska járnblendifélagið nýttu svo það sem útaf stendur.

Stórnotkun minnkaði mest hjá álverunum á síðasta ári eða um 3,4 prósent frá fyrra ári. Meginástæða þessa samdráttar voru rekstrarvandamál hjá álverinu í Straumsvík. Einnig var samdráttur hjá öðrum eldri stóriðjunotendum sem nam 14,3 prósentum. Nýjustu stórnotendurnir juku aftur á móti notkun sína og eru gagnaver með tæplega ¾ þeirrar aukningar. Þessi aukning fer því langt með að mæta samdrætti hjá eldri notendum, segir í greinargerð orkuspárnefndar.

Ástandið sem nú hefur skapast í samfélaginu vegna kórónuveirunnar hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið. Landsvirkjun, sem framleiðir um 80 prósent allrar raforku landsins, mun þess vegna veita viðskiptavinum sínum tímabundin úrræði til að koma til móts við hugsanlega rekstrarerfiðleika, m.a. vegna hruns á mörkuðum með afurðir stóriðjufyrirtækja. Stórnotendur fá því tímabundna sex mánaða lækkun sem getur þýtt allt að 25 prósenta lækkun raforkuverðs.

Landsvirkjun hefur kynnt ýmsar aðrar aðgerðir og er meðal annars til skoðunar að flýta framkvæmdum við fyrirhugaða Hvammsvirkjun í Þjórsá. Myndu þá undirbúningsframkvæmdir hefjast árið 2021. Virkjunarhugmyndin er ekki óumdeild. Fyrir eru þegar sjö virkjanir á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og eru stækkanir fyrirhugaðar á þremur þeirra. Þá eru tvær virkjanir til viðbótar áformaðar í Þjórsá: Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.

Fjölmörg vindorkuverkefni eru nú til meðferðar í fjórða áfanga rammaáætlunar. Eitt slíkt verkefni sem Landsvirkjun fyrirhugar, Blöndulundur, er í orkunýtingarflokki þriðja áfanga áætlunarinnar sem enn hefur ekki verið afgreiddur á Alþingi.

Auglýsing

Vindorkuver hafa ekki sambærileg umhverfisáhrif og vatnsaflsvirkjanir, engar stíflur þarf að reisa eða lón að gera. Umhverfisáhrif af vindmyllum eru fyrst og fremst sjónræn auk þess sem þau hafa áhrif á fuglalíf. Mjög lítil reynsla er hins vegar af  vindorkuverum hér á landi, aðeins eitt slíkt er rekið og telur það tvær myllur.

Í greinargerð orkuspárnefndarinnar segir að loðnubrestur síðasta árs hafi leitt af sér verulega minnkun í raforkunotkun fiskimjölsverksmiðja sem er orkufrekasta almenna iðnaðarstarfsemin (iðnaður utan stóriðju) hér á landi. Þetta hefur mest áhrif á skerðanlega raforkunotkun sem minnkaði um 36 prósent í þessum geira. Loðnubresturinn olli einnig minnkun forgangsorku svo sem vegna frystingar á loðnu.

Samdráttinn í raforkunotkun telur nefndin einnig skýrst af því að hagvöxtur var minni í fyrra en árin á undan. Minnkandi hagvöxtur kemur að sögn nefndarinnar fljótt fram í raforkunotkun og að undanförnu hefur ýmiss smáiðnaður átt í erfiðri samkeppnisstöðu við innflutning og því dregist saman svo sem prentiðnaður.

Hlýrra veður minnkar orkunotkun

Fleira hefur svo áhrif á raforkuþörf. Árið 2019 var um 0,7°C hlýrra miðað við lofthita í Reykjavík sem leiðir af sér minni almenna raforkunotkun svo sem til hitunar húsnæðis og dælingar hjá hitaveitum. Slík hitaáhrif eru metin vera lækkun á raforkunotkun um 45 GWh  í fyrra. Áhrif veðurfars voru veruleg á öðrum og þriðja ársfjórðungi sem báðir voru tæpum 2°C hlýrri en árið á undan.

Á undanförnum árum hefur orðið mikil breyting á orkuþörf til lýsingar og mörg tæki hafa orðið orkugrennri. Þetta kemur að sögn Orkuspárnefndar mjög skýrt fram í orkunotkun heimila, sem hefur farið minnkandi. Rafbílavæðing með hleðslu á heimilum hefur ekki komið neitt að ráði á móti þessari minnkun. Í atvinnufyrirtækjum hefur notkun til lýsingar einnig minnkað af þessum sökum og einnig vegna betri stýringar á lýsingunni.

Auglýsing

Flotinn allur þyrfti 3 prósent af orkunni

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sagði í viðtali við mbl.is árið 2017 að ef allur fólksbílafloti landsins yrði rafvæddur myndi hann nýta um 3 prósent af öllu rafmagni sem hér er framleitt. Hann benti ennfremur á að á rafbíla mætti nota umframorku kerfisins að hluta, sem fellur til á nóttunni og færi annars til spillis. „Við það eitt að breyta allri götulýsingu í landinu og skipta yfir í led-perur myndi svo sparast orka sem dygði til að knýja 5–10.000 bíla,“ sagði Bjarni.

Niðurstaða rannsóknar Orku náttúrunnar á kolefnisfótspori rafbíla við íslenskar aðstæður er að heildarlosun rafbíls sé 4-4,5 sinnum minni en heildarlosun bíla sem nota jarðefnaeldsneyti. Við útreikningana var miðað við kolefnisfótspor frá framleiðslu bifreiðar og 220 þúsund km. akstri við íslenskar aðstæður.

Rafbílum mun fjölga hratt

Í uppfærðri raforkuspá sem orkuspárnefnd birti í lok síðasta sumar kom fram að þar sem orkuskipti í samgöngum hefðu gengið heldur hraðar fyrir sig að undanförnu en gert hafði verið ráð fyrir í fyrri spám var þeim flýtt um þrjú ár í endurreikningi sem hefur þau áhrif að orkunotkun á heimilum og þjónustumun mun að mati nefndarinnar aukast á árunum 2020 til 2030. Telur nefndin að aukin raforkunotkun heimila vegna samgangna aukist um um 130 GWh til loka spátímabilsins en raforkunotkun í samgöngum í heild verður alls rúm 1 TWh við lok spátímabilsins.

Í spánni var gengið út frá því að hlutur rafbíla í nýskráningum muni aukast verulega á næsta áratug. Á næsta ári verði hlutfallið orðið 26 prósent, yfir 55 prósent árið 2024 og 87 prósent árið 2030. Á því ári verður heildarfjöldi rafbíla orðinn tæp 140 þúsund samkvæmt spánni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent