Orkunotkun heimila fer minnkandi og rafbílavæðingin breytir litlu

Hlýrra loftslag, loðnubrestur og rekstrarvandi álversins í Straumsvík eru meðal þeirra þátta sem urðu til þess að raforkunotkun á landinu í fyrra dróst saman frá fyrra ári.

Stórnotkun minnkaði mest hjá álverunum á síðasta ári eða um 3,4 prósent frá fyrra ári.
Stórnotkun minnkaði mest hjá álverunum á síðasta ári eða um 3,4 prósent frá fyrra ári.
Auglýsing

Sam­dráttur í raf­orku­notkun eldri stórnot­enda – aukin notk­un ­gagna­vera

Hlýrra lofts­lag, loðnu­brestur og rekstr­ar­vandi álvers­ins í Straums­vík eru meðal þeirra þátta sem urðu til þess að raf­orku­notkun á land­in­u í fyrra dróst saman frá fyrra ári. Einnig spila inn í miklar breyt­ingar á orku­þörf til lýs­ingar og ýmissa raf­tækja. Raf­bíla­væð­ing með hleðslu á heim­il­u­m hefur ekki komið neitt að ráði á móti þess­ari minnk­un.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein­ar­gerð orku­spár­nefndar um raf­orku­notkun á Íslandi árið 2019.

Árið 2019 nam raf­orku­vinnsla á land­inu sam­tals 19.489 GWh og minnk­aði um 1,7 pró­sent frá fyrra ári. Notkun stórnot­enda minnk­aði um 0,7 ­pró­sent milli ára og almenn notkun um 4,7 pró­sent.

Í grein­ar­gerð orku­spár­nefndar er raf­orku­notkun greind nið­ur á tvo meg­in­þætti, þ.e. í for­gangsorku (stórnot­end­ur) og skerð­an­lega orku. Meg­in­hlut­i ­notk­un­ar­innar er for­gangsorka en með skerð­an­legri orku er átt við notkun þar ­sem samið hefur verið um að skerða megi notk­un­ina svo sem vegna flutn­ings­tak­mark­ana.

Auglýsing

Til stórnot­enda telj­ast sjö stór­iðju­fyr­ir­tæki (ál­ver, ­járn­blendi, kís­il­ver) og þrjú gagna­ver. Sam­tals nýttu þessi tíu fyr­ir­tæki 78 ­pró­sent allrar raf­orku sem fram­leidd var í land­inu í fyrra. Álverin þrjú, Norð­ur­ál, Fjarðaál og Rio Tin­to, not­uðu stærstan hluta þess­arar for­gangsorku eða um 84 pró­sent. Um 6 pró­sent fór til gagna­vera og um 2 pró­sent til kís­il­ver­a en aðeins eitt slíkt er starf­andi hér á landi. Becromal og Íslenska ­járn­blendi­fé­lagið nýttu svo það sem útaf stend­ur.

Stór­notkun minnk­aði mest hjá álver­unum á síð­asta ári eða um 3,4 ­pró­sent frá fyrra ári. Meg­in­á­stæða þessa sam­dráttar voru rekstr­ar­vanda­mál hjá ál­ver­inu í Straums­vík. Einnig var sam­dráttur hjá öðrum eldri stór­iðju­not­endum sem nam 14,3 pró­sent­um. Nýj­ustu stórnot­end­urnir juku aftur á móti notkun sína og eru gagna­ver með tæp­lega ¾ þeirrar aukn­ing­ar. Þessi aukn­ing fer því langt með­ að mæta sam­drætti hjá eldri not­end­um, segir í grein­ar­gerð orku­spár­nefnd­ar.

Á­standið sem nú hefur skap­ast í sam­fé­lag­inu vegna kór­ónu­veirunnar hefur haft alvar­legar afleið­ingar fyrir atvinnu­líf­ið. Lands­virkj­un, sem fram­leiðir um 80 pró­sent allrar raf­orku lands­ins, mun þess ­vegna veita við­skipta­vinum sínum tíma­bundin úrræði til að koma til móts við hugs­an­lega rekstr­ar­erf­ið­leika, m.a. vegna hruns á mörk­uðum með afurð­ir stór­iðju­fyr­ir­tækja. Stórnot­endur fá því tíma­bundna sex mán­aða lækkun sem get­ur þýtt allt að 25 pró­senta lækkun raf­orku­verðs.

Lands­virkjun hefur kynnt ýmsar aðrar aðgerðir og er með­al­ ann­ars til skoð­unar að flýta fram­kvæmdum við fyr­ir­hug­aða Hvamms­virkjun í Þjórsá. Myndu þá und­ir­bún­ings­fram­kvæmdir hefj­ast árið 2021. Virkj­un­ar­hug­mynd­in er ekki óum­deild. Fyrir eru þegar sjö virkj­anir á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­in­u og eru stækk­anir fyr­ir­hug­aðar á þremur þeirra. Þá eru tvær virkj­anir til­ við­bótar áform­aðar í Þjórsá: Holta­virkjun og Urriða­foss­virkj­un.

Fjöl­mörg vind­orku­verk­efni eru nú til með­ferðar í fjórða á­fanga ramma­á­ætl­un­ar. Eitt slíkt verk­efni sem Lands­virkjun fyr­ir­hug­ar, Blöndu­lund­ur, er í orku­nýt­ing­ar­flokki þriðja áfanga áætl­un­ar­innar sem enn hef­ur ekki verið afgreiddur á Alþingi.

Auglýsing

Vind­orku­ver hafa ekki sam­bæri­leg umhverf­is­á­hrif og vatns­afls­virkj­an­ir, engar stíflur þarf að reisa eða lón að gera. Umhverf­is­á­hrif af vind­myllum eru fyrst og fremst sjón­ræn auk þess sem þau hafa áhrif á fugla­líf. Mjög lítil reynsla er hins vegar af  vind­orku­verum hér á landi, aðeins eitt slíkt er rekið og telur það tvær myll­ur.

Í grein­ar­gerð orku­spár­nefnd­ar­innar segir að loðnu­brest­ur ­síð­asta árs hafi leitt af sér veru­lega minnkun í raf­orku­notk­un ­fiski­mjöls­verk­smiðja sem er orku­frekasta almenna iðn­að­ar­starf­semin (iðn­að­ur­ utan stór­iðju) hér á landi. Þetta hefur mest áhrif á skerð­an­lega raf­orku­notk­un ­sem minnk­aði um 36 pró­sent í þessum geira. Loðnu­brest­ur­inn olli einnig minnkun ­for­gangsorku svo sem vegna fryst­ingar á loðnu.

Sam­drátt­inn í raf­orku­notkun telur nefndin einnig skýrst af því að hag­vöxtur var minni í fyrra en árin á und­an. Minnk­andi hag­vöxtur kemur að ­sögn nefnd­ar­innar fljótt fram í raf­orku­notkun og að und­an­förnu hefur ýmis­s smá­iðn­aður átt í erf­iðri sam­keppn­is­stöðu við inn­flutn­ing og því dreg­ist sam­an­ svo sem prent­iðn­að­ur.

Hlýrra veður minnkar orku­notkun

Fleira hefur svo áhrif á raf­orku­þörf. Árið 2019 var um 0,7°C hlýrra miðað við loft­hita í Reykja­vík sem leiðir af sér minni almenna raforku­notkun svo sem til hit­unar hús­næðis og dæl­ingar hjá hita­veit­um. Slík­ hita­á­hrif eru metin vera lækkun á raf­orku­notkun um 45 GWh  í fyrra. Áhrif veð­ur­fars voru veru­leg á öðrum og þriðja árs­fjórð­ungi sem báðir voru tæpum 2°C hlýrri en árið á und­an.

Á und­an­förnum árum hefur orðið mikil breyt­ing á orku­þörf til­ ­lýs­ingar og mörg tæki hafa orðið orku­grennri. Þetta kemur að sögn Orku­spár­nefndar mjög skýrt fram í orku­notkun heim­ila, sem hefur far­ið minnk­andi. Raf­bíla­væð­ing með hleðslu á heim­ilum hefur ekki komið neitt að ráð­i á móti þess­ari minnk­un. Í atvinnu­fyr­ir­tækjum hefur notkun til lýs­ingar einnig minnkað af þessum sökum og einnig vegna betri stýr­ingar á lýs­ing­unni.

Auglýsing

Flot­inn allur þyrfti 3 pró­sent af orkunni

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veit­unn­ar, sagði í við­tali við mbl.is árið 2017 að ef allur fólks­bíla­floti lands­ins yrði raf­væddur mynd­i hann nýta um 3 pró­sent af öllu raf­magni sem hér er fram­leitt. Hann benti enn­frem­ur á að á raf­bíla mætti nota umframorku kerf­is­ins að hluta, sem fellur til á nótt­unn­i og færi ann­ars til spill­is. „Við það eitt að breyta allri götu­lýs­ingu í land­in­u og skipta yfir í led-perur myndi svo spar­ast orka sem dygði til að knýja 5–10.000 bíla,“ sagði Bjarni.

Nið­ur­staða rann­sóknar Orku nátt­úr­unnar á kolefn­is­fótspori raf­bíla við íslenskar aðstæður er að heild­ar­losun raf­bíls sé 4-4,5 sinnum minn­i en heild­ar­losun bíla sem nota jarð­efna­elds­neyti. Við útreikn­ing­ana var mið­að við kolefn­is­fót­spor frá fram­leiðslu bif­reiðar og 220 þús­und km. akstri við ­ís­lenskar aðstæð­ur.

Raf­bílum mun fjölga hratt

Í upp­færðri raf­orku­spá sem orku­spár­nefnd birti í lok síð­asta ­sumar kom fram að þar sem orku­skipti í sam­göngum hefðu gengið heldur hrað­ar­ ­fyrir sig að und­an­förnu en gert hafði verið ráð fyrir í fyrri spám var þeim flýtt um þrjú ár í end­ur­reikn­ingi sem hefur þau áhrif að orku­notkun á heim­ilum og ­þjón­ustumun mun að mati nefnd­ar­innar aukast á árunum 2020 til 2030. Tel­ur ­nefndin að aukin raf­orku­notkun heim­ila vegna sam­gangna auk­ist um um 130 GWh til­ loka spá­tíma­bils­ins en raf­orku­notkun í sam­göngum í heild verður alls rúm 1 TWh við lok spá­tíma­bils­ins.

Í spánni var gengið út frá því að hlutur raf­bíla í ný­skrán­ingum muni aukast veru­lega á næsta ára­tug. Á næsta ári verði hlut­fallið orð­ið 26 pró­sent, yfir 55 pró­sent árið 2024 og 87 pró­sent árið 2030. Á því ári verð­ur­ heild­ar­fjöldi raf­bíla orð­inn tæp 140 þús­und sam­kvæmt spánn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent