Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni

„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson
Auglýsing

Frá og með deg­inum í dag, 6. júlí, mun Íslensk erfða­grein­ing (ÍE) hætta öllum sam­skiptum við sótt­varna­lækni og land­lækni út af SAR­S-CoV-2. Síð­ustu sýnin sem þau munu afgreiða eru þau sem ber­ast til þeirra mánu­dag­inn 13. júlí.

Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stef­áns­son­ar, for­stjóra ÍE, til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra sem birt­ist á Vísi í dag en hann sendi henni einnig bréf þann 1. júlí. 

Íslensk erfða­grein­ing fór þar fram á að rík­is­stjórnin gæfi út yfir­lýs­ingu á næstu dögum um að það yrði strax ráð­ist í að koma á fót Far­alds­fræði­stofnun Íslands. Hún þyrfti að búa að sam­einda­líf­fræði, töl­fræði, stærð­fræði, smit­sjúk­dóma­fræði og ákveð­inni getu til þess að hreyfa verk­efni hratt og ákveð­ið.

Í bréf­inu kom fram að ef það yrði ekki gert neydd­ist ÍE til þess að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sótt­varna, „vegna þess að án þess verðum við að halda áfram að van­rækja þá vinnu sem okkur er ætl­uð. Ef þið ákveðið að ráð­ast í að búa til Far­sótt­ar­stofnun Íslands erum við reiðu­búin til þess að aðstoða eftir megn­i.“

Katrín svar­aði Kára og telur hann hana ganga út frá því sem vísu að ÍE ætli að halda áfram að sinna skimun­inni án þess að hafa „nokkurn skap­aðan hlut með það að gera hvernig að henni er staðið sem heild í hugsun og verki. Og það sem meira er þér liggur ekk­ert á að setja saman apparat til þess að taka við af okk­ur. Þetta gengur ein­fald­lega ekki.“

Hann segir að þau hjá ÍE séu viss um að það sé eng­inn aðili í land­inu sem kunni betur til þeirra verka sem þau hafi tekið að sé í þessum far­aldri. „Þú ert hins vegar á þeirri skoðun að þú hafir verk­efna­stjóra sem gæti búið til á þessu betri skiln­ing og hjálpað til við að koma þjóð­inni áfram til fram­tíð­ar­skipu­lags. Okkar skoðun er sú að öll fram­koma þín og heil­brigð­is­mála­ráð­herra gagn­vart ÍE í þessu máli hafi markast af virð­ing­ar­leysi fyrir okk­ur, fram­lagi okkar og því verk­efni sem við höfum tekið að okkur í þessum far­aldri. Þetta er ein­fald­lega okkar skoðun og það má vel vera að hún sé byggð á ofmati okkar á okkur sjálf­um. 

Það væri svo sem ekki í fyrsta skiptið sem við ofmætum okk­ur. Þannig fer nefni­lega hégóm­leiki manna gjarnan með þá en ég er alls ekki að ætl­ast til þess að þú kann­ist við það. En nú er okkar þátt­töku lokið og engin ástæða til þess að erfa það sem orðið er. Við erum búin að skima eftir SAR­S-CoV-2 í 72.452 ein­stak­lingum meðan Land­spít­al­inn skimaði í 15.408. Við erum búin leggja okkar að mörkum og kom­inn tími til þess að við förum að sinna dag­vinnu okkar og engu öðru,“ skrifar Kári til for­sæt­is­ráð­herra í dag. 

Auglýsing


Hér fyrir neðan má lesa fyrra bréfið til Katrínar sem sent var þann 1. júlí:

Ágæta rík­is­stjórn, 

ég vil byrja á því að hrósa ykkur fyrir að hafa haldið ykkur til hlés meðan fyrsti þáttur í Covid-19 far­aldr­inum gekk yfir og leyft fag­mönnum að taka ákvarð­anir og tala við fólkið í land­inu. Ég veit ekki um annað land í heim­inum þar sem stjórn­mála­menn báru til þess gæfu. Íslensk þjóð var ótrú­lega heppin að eiga ákkúrat þessa rík­is­stjórn á meðan þetta gekk yfir.

Það er hins þannig mál með vexti að nú höngum við á blá­þræði vegna þess að það vantar ákveðna getu í heil­brigð­is­kerfið okk­ar. Covid-19 er sjúk­dómur sem hefur ekki verið nema 6 mán­uði í mann­heimi þannig að öll vinna við hann, bæði sótt­varnir og með­ferð, hljóta að vera klof­vega milli vís­inda­rann­sókna og klínískrar vinnu. Það þarf stöðugt að vera að end­ur­meta ekki bara nið­ur­stöður heldur líka for­send­ur. Að þessu leyti er vinnan við svona far­aldur í eðli sínu ólík venju­legri lækn­is­fræði þar sem menn eru að beita því sem er vitað í stað þess að vera stöðugt að afla áður óþekkts skiln­ings um leið og verið er að þjón­usta ein­stak­linga og sam­fé­lag­ið. Meðal ann­ars þess vegna er ekk­ert það afl til í heil­brigð­is­kerf­inu okkar sem getur höndlað svona far­aldur án þess að fá hjálp utan frá. Íslensk erfða­grein­ing (ÍE) er sá utan­að­kom­andi aðili sem hefur veitt þessa hjálp fram að þessu. Við höfum til dæmis séð um sýna­töku, grein­ingu á sýn­um, rað­grein­ingu á veirum, úrvinnslu gagna og haft frum­kvæði að alls konar ákvarð­ana­töku. Ég ætla ekki að telja upp þær vit­leysur sem við höfum leið­rétt vegna þess að þær skipta ekki máli leng­ur. Við getum hins vegar ekki sinnt þessu mikið lengur vegna þess að við höfum önnur verk að vinna. Þess vegna þarf að búa til nýtt afl innan íslensks heil­brigð­is­kerfis til þess að höndla þetta, Far­alds­fræði­stofnun Íslands. Hún þarf að búa að sam­einda­líf­fræði, töl­fræði, stærð­fræði, smit­sjúk­dóma­fræði og ákveð­inni getu til þess að hreyfa verk­efni hratt og ákveð­ið. Það er erfitt að búa til þann kúltúr sem svona stofnun krefst vegna þess að hann gerir kröfu um lág­marks fjölda vís­inda­manna sem aga hver annan og búa jafn­framt til það stuð sem vinna við svona far­aldur krefst. Þess vegna bjóð­umst við til þess að hýsa hana til að byrja með að Sturlu­götu 8, þar sem þessi kúltúr rík­ir. Við gætum líka verið vara­lið og hjálpað við að byggja stofn­un­ina upp. Þessi stofnun ætti að vera undir stjórn sótt­varn­ar­lækn­is, innan land­lækn­is­emb­ætt­is­ins. Það er ekki hægt að láta svona stofnun vera ein­angr­aða litla eyju innan Land­spít­al­ans, þar sem allt annar kúltúr rík­ir. Ef ekki verður farið að byggja upp svona getu innan heil­brigð­is­kerf­is­ins strax í dag er aug­ljóst að Þjóðin lendir innan skamms í miklum vanda. ÍE fer fram á að rík­is­stjórnin gefi út yfir­lýs­ingu á næstu dögum um að það verði strax ráð­ist í að setja saman svona apparat. Ef það verður ekki gert neyð­umst við til þess að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sótt­varna, vegna þess að án þess verðum við að halda áfram að van­rækja þá vinnu sem okkur er ætl­uð. Ef þið ákveðið að ráð­ast í að búa til Far­sótt­ar­stofnun Íslands erum við reiðu­búin til þess að aðstoða eftir megni.

Ef ekk­ert svar berst innan fimm daga lesum við það sem svar og bregð­umst við sam­kvæmt því.

Kári Stef­áns­son, for­stjóri ÍE.

Hér má lesa svar Katrínar sem hún sendi 4. júlí:

Kæri Kári!Takk fyrir erindið sem þú sendir ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­innar þann 1. júlí sl.Þar leggur þú til að sett verði á lagg­irnar sér­stök stofnun til að takast á við útbreiðslu smit­sjúk­dóma, svo­nefnd Far­alds­fræði­stofnun Íslands. Stofn­unin þurfi að hafa getu á sviði sam­einda­líf­fræði, töl­fræði, stærð­fræði og smit­sjúk­dóma­fræði. Þá þurfi hún að vera þannig úr garði gerð að hún geti unnið hratt og ákveðið að við­fangs­efnum sín­um.Í erindi þínu kemur fram að þú býður fram hús­næði fyrir stofn­un­ina til að byrja með og aðstoð við að byggja stofn­un­ina upp. Að þínu mati á stofn­unin að vera undir stjórn sótt­varna­læknis en innan land­lækn­is­emb­ætt­is­ins.Fyrst vil ég, fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þakka þér fyrir ómet­an­legt fram­lag þitt í bar­átt­unni við covid-19 far­ald­ur­inn og ábend­ingar þínar nú um efl­ingu smit­sjúk­dóma­varna hér á landi.Af reynslu lið­inna mán­aða er ljóst að gíf­ur­lega mik­il­vægt er að efla og þróa þekk­ingu og kunn­áttu á sviði far­alds­fræði á Íslandi. Enn­fremur þarf að leita leiða til að bæta verk­ferla og alla fram­kvæmd til að unnt sé að bregð­ast við far­aldri eins og covid-19 til fram­tíðar með öfl­ugum hætti.Í þessu ljósi mun rík­is­stjórnin taka til skoð­unar og frek­ari úrvinnslu til­lögu þína um sér­staka stofnun á þessu sviði. Því hefur verið ákveðið að ráða verk­efna­stjóra undir yfir­stjórn sótt­varna­lækn­is. Hann fær það verk­efni að greina hvernig megi efla inn­viði heil­brigð­is­kerf­is­ins til að takast á við far­aldra fram­tíð­ar­inn­ar, með hlið­sjón af til­lögu þinni og þeirri reynslu sem við höfum öðl­ast í glímunni við covid-19. Jafn­framt mun hann aðstoða sótt­varna­lækni við að ná sem bestum tökum á yfir­stand­andi far­aldri í nánu sam­starfi við þig og fyr­ir­tæki þitt.Verk­efna­stjór­anum verður falið að skila til­lögum til rík­is­stjórn­ar­innar eins og fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 15. sept­em­ber nk.Besta kveðja,Katrín

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent