Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið

Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Auglýsing

Tíu ferða­menn sem farið hafa í skimun við landa­mæri Íslands frá 15. júní hafa reynst með virkt smit. 40 hafa hins vegar reynst með gam­alt smit. Á síð­ustu þremur vikum hafa um 32 þús­und far­þegar komið til lands­ins og sýni verið tekin frá um 24 þús­und. Ell­efu inn­an­lands­smit hafa verið stað­fest á þessum tíma og eru þau öll rakin til ferða­manna – Íslend­inga og útlend­inga – ­sem hingað hafa kom­ið. Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir að ekk­ert inn­an­lands­smit hefði greinst síð­ustu fimm sól­ar­hringa. „Svo það lítur út fyrir að það hafi tek­ist að koma í veg fyrir frekara smit frá þessum ferða­mönn­um.“

En svo vék Þórólfur að máli mál­anna: Þeirri ákvörðun Íslenskrar erfða­grein­ingar að hætta þátt­töku í landamæra­skimun frá og með næsta þriðju­degi. Yfir­lýs­ingin var nokkuð óvænt, sagði Þórólf­ur. Talað hefði verið um sam­starf út júlí en eng­inn skrif­legur samn­ingur lá fyrir sam­vinnu ÍE og íslenskra yfir­valda vegna landamæra­skimun­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Páll Þór­halls­son, verk­efna­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, var á fund­inum spurður hvort slík vinnu­brögð væru ásætt­an­leg í ljósi alvar­leika verk­efn­is­ins. Hann sagði munn­legan samn­ing við þessar aðstæður óvenju­legan en að það hefði ekki verið í boði að gera skrif­legan samn­ing. Mik­ill þrýst­ingur hefði verið á „stjórn­völd að stíga skref í átt til opn­unar landamæranna“ og að ÍE hefði boðið fram aðstoð sína. 

Páll sagði að hug­myndin að skimun á landa­mærum hefði komið frá Kára Stef­áns­syni, for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Stjórn­völd hefðu svo gert hana að sinni en að frá upp­hafi hefði verið ljóst að þau væru ekki í stakk búin til að fram­kvæma hana „í einum vett­fangi“ þannig að Kári hefði boð­ist til að hlaupa undir bagga og hjálpa til að koma þessu á lagg­irn­ar. 

­Sótt­varna­læknir sagði að nauð­syn­legt væri að halda áfram að skima við landa­mær­in, að minnsta kosti út júlí­mán­uð. Sagði hann að það væri veik­leiki og brota­löm í okkar við­bún­aði að eina opin­bera rann­sókn­ar­stofan hefði ekki meiri afkasta­getu en raun ber vitni. Undir það tók Alma Möller land­læknir en benti á að vikum saman hefði verið í und­ir­bún­ingi að efla grein­ing­ar­hæfni veiru­fræði­deildar Land­spít­al­ans en að löng bið væri eftir tækja­bún­aði enda væri hann eft­ir­sóttur um allan heim. Ekki væri von á honum fyrr en í októ­ber. 

Úr 2.000 í 500?

Síð­ustu daga hafa verið tekin vel yfir þús­und sýni við landa­mærin dag­lega. Fyrir utan það hefur þurft að taka sýni af fólki hér inn­an­lands. Íslensk erfða­grein­ing hefur afkastasgetu upp á um 2.000 sýni á dag.

Veiru­fræði­deildin getur ekki greint meira en um 500 sýni á dag. Þórólfur sagði að með ákveðnum breyt­ingum á fyr­ir­komu­lagi, m.a. því að „keyra fleiri sýni sam­an“, jafn­vel tíu í einu í grein­ing­unni. Það er þó að hans sögn ekki jafn góð aðferð og nú er not­uð. „Ef það er hægt þá er hægt að anna þessum fjölda sem hefur verið hægt að anna hingað til,“ sagði Þórólf­ur. Hann benti hins vegar á að Land­spít­al­inn hefði ekki enn svarað því hvort mögu­legt væri að auka afkasta­get­una með þessum hætti. Það setti aðgerð­inni ákveðnar skorð­ur. End­ur­meta þyrfti ýmsa hluti ef þetta tæk­ist ekki, mögu­lega að biðja far­þega að fram­vísa vott­orðum við kom­una þó að það væri síðri kost­ur. „En það getur verið að við þurfum að taka þetta upp.“

Það rigndi spurningum yfir sóttvarnalækni á upplýsingafundi dagsins. Mynd: Lögreglan

Þórólfur sagði á fund­inum að Íslensk erfða­grein­ing hefði staðið sig frá­bær­lega í bar­átt­unni við COVID-19. Þar hefði farið fram nán­ast öll skimun ein­kenna­lausra og auk þess hefði fyr­ir­tækið hlaupið undir bagga þegar tæki á Land­spít­al­anum hafa bil­að. Þá hefðu vís­inda­menn fyr­ir­tæk­is­ins rann­sakað far­ald­ur­inn vel og kom­ist að nýrri þekk­ingu sem hefði gagn­ast vel hér á landi sem og alþjóð­lega.

Einnig hefur ÍE ski­mað um 40 þús­und Íslend­inga fyrir mótefnum og munu þeir, vænt­an­lega í dag og á morg­un, geta nálg­ast nið­ur­stöður úr þeirri mæl­ingu á Heilsu­ver­a.­is.

„Ís­lenskt sam­fé­lag stendur í þakk­ar­skuld við Íslenska erfða­grein­ingu en það hefur hins vegar verið ljóst núna und­an­farið að Íslensk erfða­grein­ing getur ekki haldið áfram að skima fyrir COVID-19, eðli­lega liggja áherslur þeirra og skyldur ann­ars stað­ar. Við þökkum þeim kær­lega fyrir allt gott sam­starf.“

Þórólfur ítrek­aði að áfram þyrfti að skima við landa­mær­in, að minnsta kosti út júlí. Þannig feng­ist þekk­ing og vit­neskja um það hvort að ferða­menn væru að bera veiruna hing­að. Þessi vit­neskja myndi svo verða til þess að mögu­lega væri hægt að breyta áhersl­um, t.d. að sleppa því að skima fólk frá ákveðnum svæðum þar sem lítil hætta er á ferð­um.

ÍE lánað tæki

Í dag er hægt að skima um 2.000 ferða­menn fyrir kór­ónu­veirunni á landa­mær­un­um. Íslensk erfða­grein­ing hefur lánað hús­næði og tæki til rann­sókna á sýn­unum og þar hafa starfs­menn sýkla- og veiru­fræði­deildar Land­spít­al­ans fengið þjálfun í því ferli síð­ustu vik­ur.

„Við munum leita ýmissa leiða til að halda áfram skimun og við munum reyna að halda henni óbreyttri,“ sagði Þórólf­ur. Í Þýska­landi væru mörg sýni keyrð saman í einu við rann­sókn­ina og það hefði gefið góða raun. „Verk­efni okkar núna er að lág­marka áhætt­una á að veiran komi hingað aftur og treysta hér inn­viði með ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um.“

Land­lækn­ir, Alma Möll­er, sagði okkur heppin að fá smit hefðu greinst hér síð­ustu vik­ur. Víða ann­ars staðar í heim­inum væri staðan önn­ur, m.a. væru að koma upp hópsmit.  „Þetta sýnir okkur að veiran er ekki að fara neitt og að við megum ekki slaka a árvekni okk­ar.“

Sagði hún að áfram yrði að ein­beita sér að skimun við landa­mær­in, ekki síst vegna þess að íslenskt heil­brigð­is­kerfi væri við­kvæmt margra hluta vegna. „Þetta er til­raun sem stöðugt þarf að end­ur­meta.“

Ef upp kæmu breyttar for­sendur myndi allt vera gert til að koma í veg fyrir að veiran næði sér hér aftur á strik.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent