„Kæru vinir, nýlega greindist Una dóttir mín með heilaæxli sem reyndist vera krabbamein. Nú tekur við löng og ströng krabbameinsmeðferð. Mitt verkefni verður að styðja hana í því ferli ásamt fjölskyldu og vinum. Þetta er stærsta verkefni lífs míns.“
Þannig hefst stöðuuppfærsla Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag.
Hún segist ætla með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda, að sinna áfram störfum heilbrigðisráðherra og muni hún skipuleggja vinnu sína á næstunni í samræmi við breyttar aðstæður.
Svandís gaf leyfi til þess að vísa í þessa færslu en hún mun ekki fjalla meira um þetta mál opinberlega að svo stöddu.
Kæru vinir, nýlega greindist Una dóttir mín með heilaæxli sem reyndist vera krabbamein. Nú tekur við löng og ströng...
Posted by Svandís Svavarsdóttir on Friday, July 10, 2020