„Blaðamennska er ekki glæpur“

Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.

Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
AuglýsingHópur fréttamanna hjá Al Jazeera, sem komu að gerð heimildarmyndar um meðferð stjórnvalda í Malasíu á óskráðum verkamönnum á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir í landinu, voru í dag yfirheyrðir af lögreglu. Stjórn Al Jazeera segist standa með sínum fréttamönnum og hafa miklar áhyggjur á rannsókn lögreglunnar.

Auglýsing

Lögreglan segir yfirheyrslurnar vegna meintra brota fréttamanna á fjölmiðlalögum Malasíu. Heimildarmyndin heitir Locked Up in Malaysia's Lockdown og var frumsýnd þann 3. júlí. Í henni var fjallað um lögregluaðgerðir sem farið var í gegn óskráðum farandverkamönnum þegar strangt útgöngubann var í gildi í Malasíu. Þúsundir slíkra verkamanna voru handteknir. 

Stjórnvöld í Malasíu sem og ríkissjónvarpið þar í landi segja myndina „ónákvæma, misvísandi og óréttláta“.

Varnarmálaráðherra Malasíu hefur farið fram á það að Al Jazeera biðji malasísku þjóðina afsökunar og segir ásakanir um rasisma og mismunun gegn farandverkamönnum ekki eiga við rök að styðjast.

Stjórnendur Al Jazeera hafna ásökunum malasískra yfirvalda hins vegar algjörlega. Þeir segja myndina hafa verið unna af heilindum og fagmennsku.

Lögfræðingur fréttamannanna segir þá samvinnufúsa við lögreglu. Hann bendir á að þeir hafi ítrekað reynt að fá viðtöl við yfirvöld í Malasíu vegna umfjöllunar sinnar en án árangurs.


Í frétt Al Jazeera og New York Times um málið segir að fréttamennirnir hafi verið yfirheyrðir í marga klukkutíma. Að þeim loknum hélt lögreglustjórinn blaðamannafund þar sem hann sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvort fréttamennirnir yrðu ákærðir.

Í heimildarmyndinni var sjónum beint að meðferð yfirvalda á farandverkamönnunum en einnig að árangri landsins í því að koma böndum á faraldurinn. Þá var einnig fjallað um starf hjálparsamtaka sem reyndu að koma farandverkamönnunum til hjálpar.

Fréttamennirnir eru allir búsettir í Malasíu. Þeir hafa orðið fyrir hótunum, m.a. morðhótunum. 


„Að ákæra fréttamenn fyrir að vinna vinnuna sína er ekki aðgerð sem á að eiga sér stað í lýðræðisríki. Blaðamennska er ekki glæpur,“ sagði m.a. í yfirlýsingu stjórnar Al Jazeera. Þar kom einnig fram að óttast væri um afdrif farandverkamannanna sem tjáðu sig í myndinni. Þeir hefðu einnig orðið fyrir árásum á netinu. Yfirvöld í Malasíu hafa gefið út leitarheimild vegna manns frá Bangladess sem kom fram í myndinni og sagði frá reynslu sinni.

Þetta er ekki eina tilvikið þar sem fréttamenn hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna fréttaskrifa af ástandinu í Malasíu í faraldrinum.  Fréttaritari South China Morning Post var yfirheyrður nýverið eftir að hafa fjallað um handtökur farandverkamanna á meðan útgöngubanninu stóð. Þá var aktívisti, sem aðstoðað hefur flóttafólk í landinu, boðuð í yfirheyrslu í kjölfar færslu sem hann ritaði á Facebook um meðferð yfirvalda á farandverkafólki og flóttafólki í faraldrinum.


Í heimildarmyndinni var sýnt hvernig lögreglan girti af svæði farandverkamanna með gaddavír. Þá var einnig fjallað um fjöldahandtökur sem sagðar voru gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19. Var þeim smalað inn í rútur og í þrönga klefa og var í myndinni fjallað um hvort að sú aðgerð ein og sér hafi orðið til þess að veiran breiddist út á meðal þeirra.

Milljónir farandverkamanna vinna í Malasíu, oft án tilskilinna leyfa. Flestir þeirra eru frá Bangladess, Indlandi og Indónesíu.

Hér má nálgast heimildarmyndina sem er 25 mínútur að lengd.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent