„Blaðamennska er ekki glæpur“

Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.

Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
Auglýsing

Hópur frétta­manna hjá Al Jazeera, sem komu að gerð heim­ild­ar­myndar um með­ferð stjórn­valda í Malasíu á óskráðum verka­mönnum á meðan kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gekk yfir í land­inu, voru í dag yfir­heyrðir af lög­reglu. Stjórn Al Jazeera seg­ist standa með sínum frétta­mönnum og hafa miklar áhyggjur á rann­sókn lög­regl­unn­ar.

Auglýsing

Lög­reglan segir yfir­heyrsl­urnar vegna meintra brota frétta­manna á fjöl­miðla­lögum Malasíu. Heim­ild­ar­myndin heitir Locked Up in Mala­ysia's Lock­down og var frum­sýnd þann 3. júlí. Í henni var fjallað um lög­reglu­að­gerðir sem farið var í gegn óskráðum far­and­verka­mönnum þegar strangt útgöngu­bann var í gildi í Malasíu. Þús­undir slíkra verka­manna voru hand­tekn­ir. 

Stjórn­völd í Malasíu sem og rík­is­sjón­varpið þar í landi segja mynd­ina „óná­kvæma, mis­vísandi og órétt­láta“.

Varn­ar­mála­ráð­herra Malasíu hefur farið fram á það að Al Jazeera biðji mala­sísku þjóð­ina afsök­unar og segir ásak­anir um ras­isma og mis­munun gegn far­and­verka­mönnum ekki eiga við rök að styðj­ast.

Stjórn­endur Al Jazeera hafna ásök­unum mala­sískra yfir­valda hins vegar algjör­lega. Þeir segja mynd­ina hafa verið unna af heil­indum og fag­mennsku.

Lög­fræð­ingur frétta­mann­anna segir þá sam­vinnu­fúsa við lög­reglu. Hann bendir á að þeir hafi ítrekað reynt að fá við­töl við yfir­völd í Malasíu vegna umfjöll­unar sinnar en án árang­urs.Í frétt Al Jazeera og New York Times um málið segir að frétta­menn­irnir hafi verið yfir­heyrðir í marga klukku­tíma. Að þeim loknum hélt lög­reglu­stjór­inn blaða­manna­fund þar sem hann sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvort frétta­menn­irnir yrðu ákærð­ir.

Í heim­ild­ar­mynd­inni var sjónum beint að með­ferð yfir­valda á far­and­verka­mönn­unum en einnig að árangri lands­ins í því að koma böndum á far­ald­ur­inn. Þá var einnig fjallað um starf hjálp­ar­sam­taka sem reyndu að koma far­and­verka­mönn­unum til hjálp­ar.

Frétta­menn­irnir eru allir búsettir í Malasíu. Þeir hafa orðið fyrir hót­un­um, m.a. morð­hót­un­um. „Að ákæra frétta­menn fyrir að vinna vinn­una sína er ekki aðgerð sem á að eiga sér stað í lýð­ræð­is­ríki. Blaða­mennska er ekki glæp­ur,“ sagði m.a. í yfir­lýs­ingu stjórnar Al Jazeera. Þar kom einnig fram að ótt­ast væri um afdrif far­and­verka­mann­anna sem tjáðu sig í mynd­inni. Þeir hefðu einnig orðið fyrir árásum á net­inu. Yfir­völd í Malasíu hafa gefið út leit­ar­heim­ild vegna manns frá Bangla­dess sem kom fram í mynd­inni og sagði frá reynslu sinni.

Þetta er ekki eina til­vikið þar sem frétta­menn hafa verið hand­teknir og yfir­heyrðir vegna frétta­skrifa af ástand­inu í Malasíu í far­aldr­in­um.  Frétta­rit­ari South China Morn­ing Post var yfir­heyrður nýverið eftir að hafa fjallað um hand­tökur far­and­verka­manna á meðan útgöngu­bann­inu stóð. Þá var aktí­visti, sem aðstoðað hefur flótta­fólk í land­inu, boðuð í yfir­heyrslu í kjöl­far færslu sem hann rit­aði á Face­book um með­ferð yfir­valda á far­and­verka­fólki og flótta­fólki í far­aldr­in­um.Í heim­ild­ar­mynd­inni var sýnt hvernig lög­reglan girti af svæði far­and­verka­manna með gadda­vír. Þá var einnig fjallað um fjölda­hand­tökur sem sagðar voru gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19. Var þeim smalað inn í rútur og í þrönga klefa og var í mynd­inni fjallað um hvort að sú aðgerð ein og sér hafi orðið til þess að veiran breidd­ist út á meðal þeirra.

Millj­ónir far­and­verka­manna vinna í Malasíu, oft án til­skil­inna leyfa. Flestir þeirra eru frá Bangla­dess, Ind­landi og Indónesíu.

Hér má nálg­ast heim­ild­ar­mynd­ina sem er 25 mín­útur að lengd.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent