„Blaðamennska er ekki glæpur“

Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.

Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
Auglýsing

Hópur frétta­manna hjá Al Jazeera, sem komu að gerð heim­ild­ar­myndar um með­ferð stjórn­valda í Malasíu á óskráðum verka­mönnum á meðan kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gekk yfir í land­inu, voru í dag yfir­heyrðir af lög­reglu. Stjórn Al Jazeera seg­ist standa með sínum frétta­mönnum og hafa miklar áhyggjur á rann­sókn lög­regl­unn­ar.

Auglýsing

Lög­reglan segir yfir­heyrsl­urnar vegna meintra brota frétta­manna á fjöl­miðla­lögum Malasíu. Heim­ild­ar­myndin heitir Locked Up in Mala­ysia's Lock­down og var frum­sýnd þann 3. júlí. Í henni var fjallað um lög­reglu­að­gerðir sem farið var í gegn óskráðum far­and­verka­mönnum þegar strangt útgöngu­bann var í gildi í Malasíu. Þús­undir slíkra verka­manna voru hand­tekn­ir. 

Stjórn­völd í Malasíu sem og rík­is­sjón­varpið þar í landi segja mynd­ina „óná­kvæma, mis­vísandi og órétt­láta“.

Varn­ar­mála­ráð­herra Malasíu hefur farið fram á það að Al Jazeera biðji mala­sísku þjóð­ina afsök­unar og segir ásak­anir um ras­isma og mis­munun gegn far­and­verka­mönnum ekki eiga við rök að styðj­ast.

Stjórn­endur Al Jazeera hafna ásök­unum mala­sískra yfir­valda hins vegar algjör­lega. Þeir segja mynd­ina hafa verið unna af heil­indum og fag­mennsku.

Lög­fræð­ingur frétta­mann­anna segir þá sam­vinnu­fúsa við lög­reglu. Hann bendir á að þeir hafi ítrekað reynt að fá við­töl við yfir­völd í Malasíu vegna umfjöll­unar sinnar en án árang­urs.Í frétt Al Jazeera og New York Times um málið segir að frétta­menn­irnir hafi verið yfir­heyrðir í marga klukku­tíma. Að þeim loknum hélt lög­reglu­stjór­inn blaða­manna­fund þar sem hann sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvort frétta­menn­irnir yrðu ákærð­ir.

Í heim­ild­ar­mynd­inni var sjónum beint að með­ferð yfir­valda á far­and­verka­mönn­unum en einnig að árangri lands­ins í því að koma böndum á far­ald­ur­inn. Þá var einnig fjallað um starf hjálp­ar­sam­taka sem reyndu að koma far­and­verka­mönn­unum til hjálp­ar.

Frétta­menn­irnir eru allir búsettir í Malasíu. Þeir hafa orðið fyrir hót­un­um, m.a. morð­hót­un­um. „Að ákæra frétta­menn fyrir að vinna vinn­una sína er ekki aðgerð sem á að eiga sér stað í lýð­ræð­is­ríki. Blaða­mennska er ekki glæp­ur,“ sagði m.a. í yfir­lýs­ingu stjórnar Al Jazeera. Þar kom einnig fram að ótt­ast væri um afdrif far­and­verka­mann­anna sem tjáðu sig í mynd­inni. Þeir hefðu einnig orðið fyrir árásum á net­inu. Yfir­völd í Malasíu hafa gefið út leit­ar­heim­ild vegna manns frá Bangla­dess sem kom fram í mynd­inni og sagði frá reynslu sinni.

Þetta er ekki eina til­vikið þar sem frétta­menn hafa verið hand­teknir og yfir­heyrðir vegna frétta­skrifa af ástand­inu í Malasíu í far­aldr­in­um.  Frétta­rit­ari South China Morn­ing Post var yfir­heyrður nýverið eftir að hafa fjallað um hand­tökur far­and­verka­manna á meðan útgöngu­bann­inu stóð. Þá var aktí­visti, sem aðstoðað hefur flótta­fólk í land­inu, boðuð í yfir­heyrslu í kjöl­far færslu sem hann rit­aði á Face­book um með­ferð yfir­valda á far­and­verka­fólki og flótta­fólki í far­aldr­in­um.Í heim­ild­ar­mynd­inni var sýnt hvernig lög­reglan girti af svæði far­and­verka­manna með gadda­vír. Þá var einnig fjallað um fjölda­hand­tökur sem sagðar voru gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19. Var þeim smalað inn í rútur og í þrönga klefa og var í mynd­inni fjallað um hvort að sú aðgerð ein og sér hafi orðið til þess að veiran breidd­ist út á meðal þeirra.

Millj­ónir far­and­verka­manna vinna í Malasíu, oft án til­skil­inna leyfa. Flestir þeirra eru frá Bangla­dess, Ind­landi og Indónesíu.

Hér má nálg­ast heim­ild­ar­mynd­ina sem er 25 mín­útur að lengd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent