„Blaðamennska er ekki glæpur“

Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.

Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
Auglýsing

Hópur frétta­manna hjá Al Jazeera, sem komu að gerð heim­ild­ar­myndar um með­ferð stjórn­valda í Malasíu á óskráðum verka­mönnum á meðan kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gekk yfir í land­inu, voru í dag yfir­heyrðir af lög­reglu. Stjórn Al Jazeera seg­ist standa með sínum frétta­mönnum og hafa miklar áhyggjur á rann­sókn lög­regl­unn­ar.

Auglýsing

Lög­reglan segir yfir­heyrsl­urnar vegna meintra brota frétta­manna á fjöl­miðla­lögum Malasíu. Heim­ild­ar­myndin heitir Locked Up in Mala­ysia's Lock­down og var frum­sýnd þann 3. júlí. Í henni var fjallað um lög­reglu­að­gerðir sem farið var í gegn óskráðum far­and­verka­mönnum þegar strangt útgöngu­bann var í gildi í Malasíu. Þús­undir slíkra verka­manna voru hand­tekn­ir. 

Stjórn­völd í Malasíu sem og rík­is­sjón­varpið þar í landi segja mynd­ina „óná­kvæma, mis­vísandi og órétt­láta“.

Varn­ar­mála­ráð­herra Malasíu hefur farið fram á það að Al Jazeera biðji mala­sísku þjóð­ina afsök­unar og segir ásak­anir um ras­isma og mis­munun gegn far­and­verka­mönnum ekki eiga við rök að styðj­ast.

Stjórn­endur Al Jazeera hafna ásök­unum mala­sískra yfir­valda hins vegar algjör­lega. Þeir segja mynd­ina hafa verið unna af heil­indum og fag­mennsku.

Lög­fræð­ingur frétta­mann­anna segir þá sam­vinnu­fúsa við lög­reglu. Hann bendir á að þeir hafi ítrekað reynt að fá við­töl við yfir­völd í Malasíu vegna umfjöll­unar sinnar en án árang­urs.Í frétt Al Jazeera og New York Times um málið segir að frétta­menn­irnir hafi verið yfir­heyrðir í marga klukku­tíma. Að þeim loknum hélt lög­reglu­stjór­inn blaða­manna­fund þar sem hann sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvort frétta­menn­irnir yrðu ákærð­ir.

Í heim­ild­ar­mynd­inni var sjónum beint að með­ferð yfir­valda á far­and­verka­mönn­unum en einnig að árangri lands­ins í því að koma böndum á far­ald­ur­inn. Þá var einnig fjallað um starf hjálp­ar­sam­taka sem reyndu að koma far­and­verka­mönn­unum til hjálp­ar.

Frétta­menn­irnir eru allir búsettir í Malasíu. Þeir hafa orðið fyrir hót­un­um, m.a. morð­hót­un­um. „Að ákæra frétta­menn fyrir að vinna vinn­una sína er ekki aðgerð sem á að eiga sér stað í lýð­ræð­is­ríki. Blaða­mennska er ekki glæp­ur,“ sagði m.a. í yfir­lýs­ingu stjórnar Al Jazeera. Þar kom einnig fram að ótt­ast væri um afdrif far­and­verka­mann­anna sem tjáðu sig í mynd­inni. Þeir hefðu einnig orðið fyrir árásum á net­inu. Yfir­völd í Malasíu hafa gefið út leit­ar­heim­ild vegna manns frá Bangla­dess sem kom fram í mynd­inni og sagði frá reynslu sinni.

Þetta er ekki eina til­vikið þar sem frétta­menn hafa verið hand­teknir og yfir­heyrðir vegna frétta­skrifa af ástand­inu í Malasíu í far­aldr­in­um.  Frétta­rit­ari South China Morn­ing Post var yfir­heyrður nýverið eftir að hafa fjallað um hand­tökur far­and­verka­manna á meðan útgöngu­bann­inu stóð. Þá var aktí­visti, sem aðstoðað hefur flótta­fólk í land­inu, boðuð í yfir­heyrslu í kjöl­far færslu sem hann rit­aði á Face­book um með­ferð yfir­valda á far­and­verka­fólki og flótta­fólki í far­aldr­in­um.Í heim­ild­ar­mynd­inni var sýnt hvernig lög­reglan girti af svæði far­and­verka­manna með gadda­vír. Þá var einnig fjallað um fjölda­hand­tökur sem sagðar voru gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19. Var þeim smalað inn í rútur og í þrönga klefa og var í mynd­inni fjallað um hvort að sú aðgerð ein og sér hafi orðið til þess að veiran breidd­ist út á meðal þeirra.

Millj­ónir far­and­verka­manna vinna í Malasíu, oft án til­skil­inna leyfa. Flestir þeirra eru frá Bangla­dess, Ind­landi og Indónesíu.

Hér má nálg­ast heim­ild­ar­mynd­ina sem er 25 mín­útur að lengd.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent