Faraldurinn í faraldrinum

Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.

Verkjalyf
Auglýsing

Fylgi­fiskar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins eru svip­aðir um allan heim. Atvinnu­leysi hefur stór­aukist, fólk hefur haf­ist við í ein­angrun í lengri tíma og örvænt­ing gerir vart við sig. Við þessar aðstæður eykst hættan á ann­ars konar far­aldri í far­aldr­in­um: Ópíóða­fíkn og dauða af völdum þess­ara lyfja sem áttu að lina þján­ingar en auð­velt er að ánetj­ast og missa algjör­lega tökin á öllum þáttum lífs­ins.

Í Vest­ur­-Virg­iníu í Banda­ríkj­unum und­ir­býr fólk sig fyrir aðra bylgju far­ald­urs. Ekki af völdum nýju kór­ónu­veirunnar heldur vegna taum­lausrar og lífs­hættu­legrar notk­unar ópíóða­lyfja. Dauðs­föllum af hennar sökum hafði farið fækk­andi.

Í ítar­legri frétta­skýr­ingu breska blaðs­ins Guar­dian kemur fram að 95 hafi lát­ist af völdum COVID-19 í Vest­ur­-Virg­iníu síð­ustu þrjá mán­uð­i.  Til sam­an­burðar lét­ust þar tæp­lega þús­und manns af of stórum skammti eit­ur­lyfja árið 2018 – fyrst og fremst opíóða og metam­fetamíns.

Auglýsing

Vanda­málið er ekki nýtil­komið í rík­inu. Það hefur verið við­var­andi í um tvo ára­tugi og haft áhrif á alla þætti sam­fé­lags­ins. Talið er að um 600 þús­und manns hafi lát­ist í Banda­ríkj­unum vegna ofnotk­unar á ópíóðum síð­ustu tutt­ugu árin.

Mor­fín­skyld verkja­lyf, svo­kall­aðir ópíóð­ar, voru mark­aðs­sett sem krafta­verka­lyf við hvers kyns verkjum er þau komu á markað á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar, m.a. hið alræmda OxyContin fyr­ir­tæk­is­ins Pur­due Pharma. Lyfið reynd­ist sér­lega ávana­bind­andi og talið eiga stærstan þátt í þeim ópíóða­far­aldri sem geisað hefur í Banda­ríkj­un­um.The Guar­dian hefur eftir Mike Bruma­ge, fyrr­ver­andi yfir­manni lyfja­eft­ir­lits Vest­ur­-Virg­in­íu, að til­fellum ofskammta af ópíóðum fari „snar­fjölg­andi“ og að vart verði aftur snú­ið. „Þegar flóð­bylgja COVID-19 hjaðnar þá verðum við skilin eftir með sömu félags­legu aðstæður sem urðu til þess að ópíóða-far­ald­ur­inn hófst á sínum tíma. Og þessar aðstæður munu vara leng­i.“

Heil­brigð­is­yf­ir­völd í um þrjá­tíu ríkjum Banda­ríkj­anna, m.a. Kent­ucky, Flór­ída, Texas og Colora­do, hafa und­an­farið til­kynnt um fjölgun dauðs­falla af völdum ópíóða­notk­un­ar. Banda­ríska lækna­fé­lagið seg­ist hafa „gríð­ar­legar áhyggj­ur“ vegna þessa.

Síð­ustu mán­uði hefur heil­brigð­is­starfs­fólk þurft að ein­beita sér að  COVID-19. Úrræði sem fólk sem átt hefur við fíkni­sjúk­dóma að stríða hefur nýtt, hefur verið ýtt til hlið­ar. Þá hafa sótt­varn­ar­að­gerðir ýms­ar, svo sem útgöngu­bönn og ferða­tak­mark­anir orðið til þess að margir hafa ekki getað sótt sér þá hjálp sem þeir hefðu þurft á að halda. Aðhaldið sem sam­skipti við annað fólk veitir hefur ekki verið til stað­ar. Og þeir sem verst eru sett­ir, fátækir og jafn­vel heim­il­is­laus­ir, hafa ekki getað nýtt sér fjar­fund­ar­búnað – þeir eiga oft hvorki tölvu né síma.

Sér­fræð­ingar í fíkni­efna­málum segja í grein Guar­dian að aðgerðir til að stöðva COVID-19 hafi verið nauð­syn­legar þó ýmis­legt mætti úfæra með öðrum hætti. Þeir benda svo á mun­inn á við­brögðum stjórn­valda við COVID og við ópíóða­far­aldr­in­um. Þegar veira sé á ferð sé hægt að finna fjár­muni til aðgerða en í far­aldri ópíóða­notk­unar hafi engir pen­ingar verið til.

Emily Wald­en, sem fer fyrir aðgerð­ar­hópi sem berst gegn ávís­unum lækna á ópíóða­lyf­in, bendir á að á meðan banda­rísk stjórn­völd hafi sett 6 trilljónir doll­ara í aðgerðir vegna COVID hafi sama stjórn, rík­is­stjórn Don­alds Trump, sett 6 millj­arða dala í bar­átt­una gegn ópíóða­far­aldr­inum á fyrstu tveimur árum kjör­tíma­bils­ins. Á þessum tveimur árum hafi álíka margir dáið vegna ofskömmt­unar lyfj­anna og hafa dáið vegna COVID-19.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent